Garðar segir brautina enn og aftur í toppstandi. Nú er skýjað og minni þurrkur en síðustu daga. Hann ætlar að vökva stanslaust í dag en slekkur svo á vökvunarkerfinu kl. 17. Hann ætlar að vinna í brautinni í dag, týna grjót og laga eins og hægt er þannig að kvöldið ætti að verða mjög gott. Miðarnir eru í Olís – have fun.
Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta
Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta
Bolaöldubraut nývökvuð og í toppstandi
Var að tékka á Bolaöldunni og þar er búið að vökva hressilega tvisvar sinnum í dag, logn og sólskin. Húsið er hreint og klárt en Aron kann ekki á kaffivélina ennþá. Þetta er brautin í dag!
Bolaöldusvæðið í flottu standi.
Garðar vill koma því á framfæri að brautir og slóðar eru í flottu standi.
Búið er að vinna í stóru brautinni í dag og grjóti komið sem lengst í burtu. Það er flottur raki í bæði brautum og slóðum enda hafa skýin verið að hlífa svæðinu fyrir sólinni undanfarna daga. Flott aðsókn var á svæðið í gær og verður brautin opin næstu daga. Einnig má hafa samband við Garðar í S:866 8467 til að ath með opnun á morgnana.
Brautirnar verða opnar alla virka daga frá 16:00 – 21:00, helgar 10:00 – 18:00 á meðan veðrið leyfir.
Brautarstjórn
Selfoss lokuð vegna vökvunar – opnar á morgun
Vegna gríðarlegs þurrks í brautinni að þá ætlum við að loka henni í kvöld miðvikudag og vökva eins og enginn sé morgundagurinn og opna hana svo aftur á morgun svo menn geti farið að hjóla og æfa sig fyrir íslandsmót. Það er engum greiði gerður með að hjóla í henni eins og hún er húna. Vonum að menn skilji að aðstæðurnar eru ekkert eðlilegar sem við erum að berjast við.
Bolaöldusvæðið.
Garðar og co vilja koma eftirfarandi á framfæri:
Brautirnar er í pottþéttu ásigkomulagi og flott rakastig, slóðarnir er allir mjög góðir og veðrið er loksins orðið gott fyrir okkur hjólafólkið. Húsið er opið ef starfsmenn eru á svæðinu og þá er kaffið vanalega ekki langt undan. Brautirnar eru opnar í allan dag og um helgina. Nú er bara að rífa fram tugguna og hjóla af sér afturendann.
Brautarstjórn.
Bolaöldubrautir OPNA KL 17:00 í dag!!!! Fullkomið rakastig.
Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á stóru brautinni, biðjum við ofurfríska hjólara að taka a.m.k einn rólegann skoðunarhring áður en jólagjöfin er sett í botn. M.a sem gert var: dropppallur, lengdir pallar, lækkaðir pallar, fjarlægðir pallar, hólar, vúbbsar, öldur, brattari lendingar, breikkun. Allskonar bull í gangi.
Unglinga / byrjenda-brautin hefur líka fengið gagngera yfirhalningu nú verður hún keyrð í öfuga átt. Þar viljum við biðja foreldra að gefa smá af tíma sínum, rétt á meðan krakkarnir hjóla, labba um brautina hreinsa steina og það sem til fellur. Best væri að hreinsa alla steina meðfram brautinni líka til að ekki komi upp óhapp við útaf akstur hjólakappanna.
Munið eftir miðunum, enginn miði eða árskort á hjóli er brottvísun og langt bann.
Brautarstjórn Lesa áfram Bolaöldubrautir OPNA KL 17:00 í dag!!!! Fullkomið rakastig.