Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

MotoMos opin 13-21

í dag fyrsta maí

Selfoss lokuð

Brautin er LOKUÐ, við eigum eftir að þjappa uppstökkin og keyra kurli í nýja kaflan og herfa. Við látum strax vita þegar við opnum.

Akrabraut opnar 1.maí kl.13

Vinnudagur milli 11 og 13!

Uppfærð frétt – MotoMos opnar á sunnudag kl.15 en ekki í dag, laugardag

MotoMos opnar kl.15 á morgun, sunnudag en ekki í dag þar sem mikið er búið að rigna í nótt og er allt á floti.

Búið er að breyta brautinni nokkuð og er að mati þeirra sem unnið hafa í henni hreint út sagt geðveik. Lágmarksbreidd er nú í það minnsta 6 metrar í brautinni. Jafnframt kynnum við eftirfarandi opnunartíma í sumar sem fólk ber að virða.

Mánudagar – frá kl.17-21
Þriðjudagar – frá kl.17-21
Miðvikudagar – frá kl.17-21
Laugardagar – frá kl.13-18
Sunnudagar – frá kl.13-18

Miðar fæst í N1 í Mosfellsbæ og hægt er að kaupa árskort með að senda póst á motomos@internet.is. Vefmyndavélar fara upp á svæðið á næstu dögum til að fylgjast með umferð á svæðinu.

Fyrsta umferðin verður í Bolaöldu en ekki Sólbrekku

af msisport.is

Vegna manneklu hjá VÍR hefur félagið óskað eftir að falla frá keppnishaldi við 1. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross sem fer fram laugardaginn 5. maí. Keppnin mun því fara fram á akstursíþróttasvæði VÍK v/ Bolaöldu laugardaginn 5. maí. Bolalda verður opin til æfinga alla helgina og allan þriðjudaginn 1. maí. Bolalda verður svo lokuð fimmtudaginn 3. maí og föstudaginn 4. maí.

Bolaöldubrautir og slóðar.

Garðar er búinn að vera sveittur í að græja og gera brautirnar í fínt stand. Barnabrautin var græjuð í gær semog stóra brautin. Til allrar lukku ringdi svolítið í gær og rakastigið fínt eftir það. Vökvunarkerfið er ekki hægt að setja af stað fyrr en næturfost hættir, frís í öllum stútum.  Slóðarnir á neðra svæðinu eru flottir og er mjög gott að æfa sig í þeim fyrir Klausturskeppnina.

Brauta og slóða nefndir.