Vegna aurbleytu
Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta
Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta
Vetrarskemmtikeppni á laugardaginn!
Já gott fólk, hér er nánast sumarblíða alla daga og allar brautir í toppstandi. Við ætlum því að prófa að blása til skemmtikeppni á laugardaginn í Bolaöldu. Fyrirvarinn er auðvitað enginn en hvað með það – notum tækifærið þegar veðrið er svona bjánalega gott!
Keppt verður bæði motokrossi og stuttu liðaenduroi og yngstu krakkarnir fá líka sérkeppni fyrir sig.
Krakkakross kl. 11
Allir ökumenn framtíðarinnar eru sérstaklega boðnir velkomnir. Skyldumæting fyrir alla sem hafa verið á æfingunum hjá Helga, Aroni og Gulla og alla aðra sem eru á 50, 65 og að byrja á 85cc hjólum. Keyrt verður í 85 brautinni og foreldrar hjálpa til við að gæta fyllsta öryggis.
Síðan verður keppt í bæði motokrossi og stuttu liðaenduroi.Við byrjum á motokrossinu og verðum með tvo flokka:
A (vanir keyrarar úr mx-open, mx2, 40+, unglinga og jafnvel hraðir 85cc) keyra 2×15 mínútur
B (85cc, kvenna, byrjendir og aðrir sem vilja bara taka því rólega) keyra 2×10 mínútur. Í enduroinu ætlum við svo að raða saman A og B ökumönnunum í tveggja manna lið og keyra léttan endurohring í klukkutíma. Hægt er að keppa í bæði motokrossi og enduro eða öðru hvoru.
4000 kr. keppnisgjald fyrir stóru hjólin bæði fyrir motokross og enduro og 1000 kr. fyrir krakkana. Skráning er opin HÉR!!! Drífa sig að skrá sig svo við vitum hvort einhverjir mæti 🙂 ATH. tímatökusendar verða notaðir í motocrossið, þeir sem þurf að leigja sendi geta gert það í Nítró fyrir kl. 18 á föstudag. Sértilboð er á leiguverðinu fyrir þessa keppni aðeins kr. 2.000,-
Lausleg dagskrá:
Mæting kl. 1o
Krakkakrosskeppni kl 11 – flott verðlaun fyrir alla!
Motokross kl. 12
Enduro ca kl. 13.30 – hjálp óskast á laugardagsmorguninn að setja upp endurokrossþrautir á æfingasvæðinu!
Tjáið ykkur í kommentum og búum til smá stemningu! Þeir sem vilja hjálpa til eru meira en velkomnir 🙂
MotoMos, lokað vegna bleytu
Bolaöldubraut
Bolaöldubrautir eru í ágætu standi þrátt fyrir mikið rigningaveður undanfarið. Nauðsynlegt er að hafa varann á í brautunum vegna vatnsskurða, farið varlega fyrsta hringinn til að skoða aðstæður. Um að gera að nýta sér góða daga, eins og í dag, til að hjóla.
Góða skemmtun.
Skilaboð úr Bolaöldu.
Garðar vill koma eftirfarandi á framfæri!
Veðrið er gott, rakinn í brautum og slóðum er flottur, brautirnar flottar. En nú vantar bara skemmtilegt fólk á svæðið til að kæta hann.
Opið í dag 14:00 – 20:00. eða fram í myrkur.
Opið um helgina, 10:00 – 17:00 báða dagana.
Góða skemmtun.
Brjálað fjör í Bolaöldubraut 21.09.11
Brautin var hreint út sagt geðveik í gærkvöldi, ruttaðist í druslur og það rutt sem héldu sér allt kvöldið. Gleðin var við völd og bros á næstum því hverju andliti. Geðveikt gaman að geta tekið á því í góðum félagsskap.
HEYRST HEFUR: Tekið skal fram að eftirfarandi á sér sennilega enga stoð í raunveruleikanum!!
Að Keli 50 formó hafi verið alveg grillaður. Að Bína 98 hafi verið sjónlaus. Að Harði Pétur, afmælisbarn, hafi tekið jarðvegssýni. Að Sölvi 123 hafi bilað. Að Sölvi 123 sé orðinn 2t fan. Að Bryndís 33 hafi líka smitast af 2t bakteríunni. Að Gísli 57 hafi sprungið á því. Að Einar Sverris hafi tekið byltu kvöldsins. Að þegar of margir stjórnarmenn komi saman í einu, í brautinni, endi einhver af þeim í tjóni. Að Biggi 155 sé rosalegur. Að Guggi sé orðinn grænn. Að Hinrik 60 hafi tekið meistaradettur. Að greinaskrifara hafi loksins fundið hjólagleðina. Að Helgi 213 hafi tekið vippukvöld dauðans. Að Robert hafi hjólað fram í rauðan dauðann, amk vel fram í myrkur. Að Keli hafi lýst upp nóttina. Að Jökull H hafi verið útpústaður. Að Óliver hafi hjálpað til við útpústið. Að Atli 669 sé með klósettrör í stað púströrs. Að það hafi verið gaman saman.
Myndavélin klikkaði á kanntinum þannig að engin mynd fylgir fréttinni.