Á þessum síðasta degi Dakar rallsins lá leiðin frá La Serena til Valparaíso. Hófst hún á 122km ferjuleið, svo stutt sérleið ekki nema 157km og svo 256km ferjuleið, samtals 535km en þó dagleiðin sé ekki löng þá er hún lúmsk, grýtt og fjallshlíðin er þyrnum stráð, þ.e.a.s þarna er mikið um kaktusa sem þarf að gæta sín á.
78 mótorhjól og 15 fjórhjól fóru af stað í morgun og allir kláruðu þeir daginn þó misshratt. Til þess að brjóta aðeins upp formið þá er startað í öfugri röð í dag, þ.e.a.s frakkinn Yannick Guyomarch(Yamaha) sem kom síðastur í mark í gær fór fyrstur af stað í dag. Hann er nú engin nýgræðingur í Dakar, er þetta hans 9 Dakar keppni en einungis sú 4 sem hann nær að klára en það er örugglega skemmtilegt að fá að fara fyrstur inná sérleiðina. Fór hann sérleiðina í dag á tímanum 3:03:09 meðan sigurvegari leiðar dagsins Cyril Despres(Yamaha) fór leiðina á tímanum 1:57:14 en fékk svo 5mín refsingu sem færði hann niður í 5.sæti fyrir daginn. Þarna má vel sjá muninn á atvinnukeppanda og svo áhugamannakeppanda, en það er ástríðan sem rekur þá alla í Dakar ævintýrið.
Það má líka taka hjálminn ofan fyrir hinni 29 ára spænsku Laia Sanz(Honda) en hún er einni kvenkyns keppandinn sem nær að klára í ár, kom hún 16 í dag og endar í 16.sæti yfir heildina, frábært árangur hjá henni.
En það eru fleiri naglar þarna því eins og var sagt frá áður þá datt David Casteu(KTM) illa á 8 sérleið og braut viðbein, hefur hann látið strappa sig saman á hverjum morgni því hann var staðráðin í að klára Dakar, tókst honum það og bara með fínum árangri, kom hann 10 í dag og er í 10.sæti yfir heildina, hörkunagli.
Lesa áfram Dakar 2014 – Marc Coma vinnur í fjórða sinn, KTM 13 árið í röð