Greinasafn fyrir flokkinn: Dakar

Dakar lokið

28. Dakar rallinu lauk í dag með hópakstri án tímatöku á síðustu leiðinni, en alls voru 93 hjól, 66 bílar og 35 trukkar sem kláruðu. Ástæðan fyrir því að ekki var keppt á síðustu sérleiðinni var að í gær hljóp 12 ára strákur fyrir einn aðstoðar trukkinn og dó. Þetta var þriðja banaslysið í tengslum við þessa 28. keppni og hafa alls 53 látist í tengslum við þessa keppni frá 1979. Þessi tvö síðustu slys má rekja til þess að áhorfendur fara ekki að
Lesa áfram Dakar lokið

Sala sigraði sérleiðina í gær

Í gær föstudaginn 13. sigraði Íslandsvinurinn Sala sérleiðina á mótorhjóli og tryggði þar með betur stöðu sína í 3. sæti. 10 ára strákur sem var að horfa á keppnina með flölskyldu sinni lést þegar hann hljóp yfir götuna og fyrir keppnisbíl sem ók á hann í gær.
Í dag var næst síðasta leið ekin og byrjaði dagurinn með því einnar mín þögn í minningu Thierry Sabine sem lést í þyrluslysi í Paris-Dakar keppninni 14. jan. 1986 þegar hann var að leita að tíndum keppendum á sjúkraþyrlu. T. Sabine var sá maður sem áttu hugmyndina af þessari keppni og stjórnaði henni frá 1979-1986. 1979 í fyrstu keppninni vann Yamaha XT500 þessa keppni, en í fyrstu keppninni voru bílar ekki með
Lesa áfram Sala sigraði sérleiðina í gær

Dakar 12.leið

12. leið til Dakar var ekin í gær og er skemmst frá því að segja að Cyril Despres sigraði leiðina og var þetta 4. leiðin sem hann sigrar í þessari keppni. Þetta er 14. sigur hanns á sérleið frá því að hann hóf að keppa í Dakarralli. Cyril Despres er ekki eini keppandinn á hjóli sem ákveður að klára keppnina þótt hann sé viðbeinsbrotin. 1986 var keppandi á BMW sem hét Gaston Rahier og var fyrrverandi heimsmeistari í
Lesa áfram Dakar 12.leið

Dakar 11. leið

Leið 11 lauk í gær með sigri Alain Duclos á KTM 450, en hann keppir undir merki Frakklands en er í raun frá Afríkulandinu Mali. Þetta var fyrsti sigur hans í Dakar en honum hefur á undanförnum árum gengið mjög vel á síðustu dögum rallsins enda á heimaslóð. Staða fyrstu manna er sú sama og kemur varla til með að breytast mikið á þessum 4 dögum sem eftir eru.
S. Peterhansel er enn fyrstur í bílaklassanum þrátt fyrir að hafa villst á leiðinni í gær og tapað við það 15 mín á liðsfélaga sinn skíðakappann Luc Alpand sem er 25 mín á eftir Peterhansel.
Lesa áfram Dakar 11. leið

Sorg í Dakar

Nú eru 5 keppnisdagar eftir í Dakarrallinu, en í gær óku mótorhjólin í sorgarfylkingu og kepptu ekki til minningar um Andy Caldecott, en hann var 12. mótorhjólamaðurinn sem tapar lífinu í þessari keppni á mótorhjóli. Alls hafa 23 keppendur, en 20 aðstoðarmenn, áhorfendur og starfsmenn látist í tengslum við þessa keppni frá 1979.
   S. Peterhansel er á góðri leið með að vinna sinn 9. sigur í þessari keppni hefur 40 mín forustu í
Lesa áfram Sorg í Dakar