Eftir góða hvíld í gær tókst Cyril Despres no1 að sigra leið 9 í Dakarrallinu. Þetta er ótrúlegur árangur í ljósi þess að hann fór úr axlarliði og viðbeinsbrotnaði fyrir aðeins þrem dögum. Með þessum sigri tókst honum að vinna 4 mín á Coma sem enn er fyrstur. Það hentaði Despres vel að ræsa næst síðastur því erfiðasti kaflinn voru fyrstu 100 km og komnar voru góðar slóðir eftir þá sem á undan honum voru. Næstu 500 km voru .
Lesa áfram Dakar í gær
Greinasafn fyrir flokkinn: Dakar
Dakar í dag
Í dag verðir ekin leið 9 í Dakarrallinu og er sérleið dagsins 599 km., en leiðin er frekar hröð og mikið grjót. Eftir að hafa verið í pásu í gær þar sem keppendur notuðu tímann til að hvílast og fara yfir hjólin eftir fyrstu 8 keppnisdagana. Það sem breytist í dag er að keppendur eru ræstir í öfugri röð þ.e.a.s. síðasti er ræstur fyrstur og sá fyrsti er ræstur síðastur. Þetta gæti verið spennandi þar sem þetta hefur ekki verið gert áður, en hægt er að skoða stöðuna sem er uppfærð á síðunni www.dakar.com . Enn eru eftir 131 keppandi á mótor og fjórhjólum, en sá síðasti er 80 klukkutímum á eftir fyrsta manni.
HLJ
Lesa áfram Dakar í dag
Dakar fréttir
Síðustu tvo daga hefur mikið gengið á í Dakarrallinu. Í gær var fyrirfram veðjað á Frakkann Fretigne no. 12 á Yamaha. Hann fór af stað með látum og var langfyrstur framan af eða allt þar til að hann krassaði í tvígang frekar hressilega og stórskemmdi hjólið, en náði að klára og gera við hjólið til bráðabirgða. Í gærmorgun var það ljóst að Cyril Despres no. 1 er viðbeinsbrotinn eftir krassið í fyrradag. Hann ákvað að halda áfram og óku hann og liðsfélagi hanns David Casteu saman í gær, en voru 30 mín á eftir fyrsta manni.
Lesa áfram Dakar fréttir
Paris – Dakar leið 6
Í gær var ekin leið 6 í Dakarrallinu og er skemmst frá því að segja að Íslandsvinurinn Sala var annar í gær. Þetta kom honum upp um eitt sæti í heildarlistanum og er hann nú í 7. sæti. Sigurvegarinn frá því í fyrra Cyril Despres frá Frakklandi lenti í því að fara úr axlarliði á vinstri öxl, en um tíma var haldið að öxlin eða viðbeinið væri brotið líka. Þrátt fyrir þetta ætlar hann að halda áfram í dag, en á ekki von á því að vera í toppbaráttunni í dag. Leiðin í dag er mjög erfið og er fyrirfram búist við því að litlu hjólin nái góðum árangri á þessari dagleið og er helst veðjað á Yamaha 450 keppanda no 12 David Fretigne, en hann keppir fyrir Yamaha Frakklandi á WRF 450. Síðustu tvö ár hefur hann verið á 2WD 450 Yamaha, en kaus að vera á venjulegu eindrifs hjóli í ár og keppa í 250-450 flokki. Hann er nú efstur í þessum flokki og í sjötta sæti alls.
Lesa áfram Paris – Dakar leið 6
Paris – Dakar
Nú stendur sem hæðst hin árlega Paris-Dakar keppni. Eftir 5 daga keppni eru keppendur að byrja að tína tölunni einn af einum í bæði hjóla og bílaklassa. Spánverjinn Coma (no2) er efstur, en aðeins 1:25 mín á undan Frakkanum Desperes (no1) sem vann í fyrra. Íslandsvinurinn Sala (sem keppti á móti Einari 2004 á Klaustri) er 8. 40 mín á eftir Coma, en þeir aka allir KTM. 10 mín. eru frá sæti 1. í sæti 10 eftir 5 daga keppni.
Í bílakeppninni eru ótrúlega margir fyrrverandi mótorhjólamenn. Sigurvegarinn frá því í fyrra S.
Lesa áfram Paris – Dakar
Red Bull roManiacs
{mosimage}Við fáum sendar fréttatilkynningarnar frá þeim í Rúmeníu. Þessi keppni er að slá í gegn svo um munar og hér er video frá degi 3 8 Mb erlendis. Fréttatilkynningin er á ensku hér fyrir neðan.