Greinasafn fyrir flokkinn: Dakar

Dakar 2014 – Dagur 7

Hvíldardagurinn er í raun varla hvíld, jú keppendur eru ekki á ferðinni en það er margt sem þarf að gera. Hjólin eru tekin í gegn og sum hverjir skipta um mótor en ekki má skipta um mótor nema fá refsingu, síðan sú regla komst á þá hafa mörg toppliðin skipt um mótor og sætt sig við refsinguna. Ekki er ennþá ljóst hvort þau velji það einnig núna. Gríðarlegur fjöldi fréttamanna er á svæðinu og er slegist um að ná tali af keppendum svo það er nú kannski ekki hvíld í því en það er hluti af Dakar keppninni.

Margar þekktar persónu kíkja við á hvíldardeginum og líklega var Sebastian Loeb margfaldur heimsmeistari í ralli þeirra þekktastur að þessu sinni, þekkir hann marga þarna og hver veit nema að við eigum eftir að sjá hann keppa í Dakar, margir fyrrum heimsmeistarar í ralli hafa og eru að keppa í Dakar.

Núna eru 83 mótorhjól og 17 fjórhjól í hjólaflokkunum, það hafa því 91 keppandi á mótorhjóli og 23 fjórhjól hætt keppni af ýmsum ástæðum.

Lesa áfram Dakar 2014 – Dagur 7

Dakar 2014 – Dagur 4

Alain Duglos

Þá var komið að seinni degi maraþonshlutans, þ.e.a.s fyrri maraþonhlutans en í dag var hjólað frá San Juan að Chilecito, 59km ferjuleið í byrjun, svo tók við 352km sérleið og svo 151km ferjuleið í mark. Leiðin í dag mun reyna mikið á rötun keppenda og að auki eru þeir flestir á slitnum dekkjum frá því í gær og verður það erfitt á grýttri leiðinni í dag.

Það voru ansi miklar sviptingar í dag og ný nöfn að berjast á toppnum. Joan Barreda(Honda) fór fyrstur af stað en lenti í vandræðum, villtist nokkrum sinnum en náði að vinna svolítið til baka undir restina með fantagóðum akstri. Það dugði honum þó ekki nema í 6 sæti í dag en hann heldur samt forustu yfir heildina.

Fyrsti maður í gegnum fyrsta „cheakpoint“(vantar gott nafn á þetta) sem var við 177km línuna var Francisco Lopez(KTM) og um 2mín seinna kom Alain Duglos(Sherco) og 1:36mín eftir það Marc Coma(KTM). Svo komu David Casteu(KTM) +6:12mín, Cyril Despres(Yamaha) +6:18mín og svo forustumaður keppninnar Joan Barreda(Honda) +7:43mín en þetta stóð ekki lengi því Jeremias Israel Esquerre(Speedbrain), Jordi Viladoms(KTM) og Olivier Pain(Yamaha) stungu sér uppfyrir þá David Casteu(KTM) og Cyril Despres(Yamaha) svo það eru sviptingar.

Lesa áfram Dakar 2014 – Dagur 4

Dakar 2014 – Dagur 3

Ruben Faria

Leið dagsins lá frá San Rafael til San Juan, byrjaði hún á 292km ferjuleið en svo átti að taka við 373km sérleið alveg til enda en sérleið dagsins var stytt um 130km þar sem fyrriparturinn af henni var ekki talin nógu öruggur eftir miklar rigningar sem hafa geysað þarna og er allt landslagið illa skorið, endaði dagurinn því í 535km í heildina. Jarðvegurinn í dag var frekar grýttur og má segja að þessi leið í dag sé forsmekkurinn af því sem koma skal í fjöllunum með tilheyrandi tæknilegum leiðum. Hjólin fara hæðst í um 4300 hæð yfir sjávarmáli og blasir þá við keppendum stórkostlegt útsýni en kannski ekki miklar lýkur á að þeir gefi sér tíma til þess að njóta þess en þessi mikla hæð mun það reyna mikið á menn og tæki.

Það er svo annað sem sker úr með þennan dag en þetta er fyrri dagurinn af fyrri maraþonhlutanum, þ.e.a.s í kvöld verða þeir einangraðir frá öðrum keppendum og þjónustuliði, verða þeir að reiða sig á eigin kunnáttu og aðra keppendur með aðstoð og þá varahluti sem þeir eru með sjálfir eða „vatnsberarnir“ þeirra.

157 hjól áttu að hefja daginn en 152 fóru af stað þar sem nokkrum tókst ekki að græja hjólin fyrir daginn.

Það urðu mikil afföll af toppnum í dag, þegar þetta er ritað eru margir af topp 20 sem ekki eru búnir að skila sér í mark. Rubin Faria(KTM) sem var í 6 sæti yfir heildina í gær datt illa og er úr leik, sömu sögu er að segja frá Frans Verhoeven(Yamaha) en hann braut á sér olnbogann. Sigurvegara gærdagsins Sam Sunderland(Honda) kom í mark í dag í 74 sæti og liðsfélagi hans Paulo Goncalves(Honda) sem var í 7 sæti í gær en kom í 65 sæti inn í dag en þeir stoppuð báðir og biðu eftir þyrlu vegna slasaðs keppanda, ef ég man rétt þá er í reglum Dakar að keppandi getur ýtt á hnapp á hjólinu þínu þegar hann stoppar til að aðstoða slasaðan mann og ýtir svo aftur á hann þegar hann hefur lokið aðstoð og á sá tími að dragast frá heildartímanum. Reyndar lentu þeir svo báðir í að villast og töpuðu miklum tíma þannig líka. Er Sam Sunderland(Honda) í 30 sæti yfir heildina og Paulo Goncalves(Honda) er í 28 sæti yfir heildina.

Lesa áfram Dakar 2014 – Dagur 3

Dakar 2014 – Dagur 2

Sunderland

Leið dagsins lá frá San Luis til San Rafael, fyrsta ferjuleið 304 km og svo 359 km sérleið og menn kældir niður með 62 km ferjuleið í restina, alls 725 km dagleið.

Í dag er fyrsta aðskilda sérleiðin, þ.e.a.s hjólin fara ekki sömu sérleið og bílar og trukkar sem er gott, undirlagið í dag var að mestu moldarslóðar og smá sem var aðeins grýtt, rétt um 70km og annað eins í sandi.

Það voru 173 keppendur í hjólaflokki sem fór af stað en Cristian Peralta(Honda) féll illa í gær og slasaðist á fæti og treysti sér ekki af stað í morgun en Escalé bræður á Suzuki sem komu seint í mark í gær eftir að hjólið bilaði hjá öðrum þeirra og hinn dró í mark höfðu greinilega komið því í lag því þeir voru báðir í dag og enduðu í 101 og 111 sæti sem er gott, í gær voru þeir í 173 og 174.

Allir 40 keppendur í fjórhjólaflokki eru ennþá með.

Það var samkvæmt venju sigurvegari gærdagsins sem var Joan Barreda(Honda) sem fór fyrstur af stað inná sérleið dagsins og hélt því alveg að fyrsta „cheakpoint“ sem er eftir 177km af sérleiðinni, var nokkuð ljóst að hann ætlaði ekki að gefa neitt eftir í dag en það var frekar miklar sviptingar inná leiðinni í dag, landi hans Marc Coma(KTM) kom 1:25mín á eftir honum í fyrsta „cheakpoint“ og frakkarnir Alanis Duclos(Sherco) og Cyril Despres(Yamaha) komu svo nánast saman þar í gegn, Duclos 4:03mín og Depres 4:09mín. Francisco Lopez(KTM) var í 6 sæti í gær en var í dag á fljúgandi ferð, var komin í 3ja sæti á fyrsta „cheakpoint“ einungis 3:05mín á eftir fyrsta manni.

Lesa áfram Dakar 2014 – Dagur 2

Dakar 2014 – Dagur 1

Barreda

Leið þessa fyrsta dags í Dakar átti að vera frekar þægileg svona til að koma keppendum í gírinn fyrir komandi átök. Fyrsti leggur var 405 km ferjuleið en svo tók við 180 km sérleið og í lokin voru það 224 km ferjuleið, í heildina voru þetta 809 km.

Það var skemmtilegt að sjá tegundirnar sem eru fyrstir í mark í dag en það segir svosem ekki mikið um það sem koma skal. Voru það Honda, KTM, Yamaha, Sherco og Honda sem voru í fyrstu fimm sætum. Fyrstu 10 menn fylgdust nokkuð þétt saman í dag og komu í mark á tæplega 5 mín mun og er greinilegt að menn eru svona að stilla sig inn.

En það var spánverjinn Jose Barreda Bort(Honda) sem kom fyrstur í mark í dag og sagði hann við komuna í mark þetta „ég er mjög sáttur við þessa fyrstu leið. Í byrjun var í smá basli með fjöðrunina en svo fór að ganga betur. Við munum skoða þetta í kvöld svo ég geti farið hraðar á morgun. Ég stefni á að halda þessum hraða og helst auka hann á næstu dögum“.

Annar í mark í dag var Marc Coma(KTM) en hann kom 37sek seinna í mark, sagði hann þetta eftir daginn „fyrstu dagarnir í Dakar eru aldrei auðveldir, það tekur á að finna réttan hraða og halda honum til lengdarsvo ég fór tiltölulega létt inní daginn en eftir því sem leið á fann ég hvernig ég fór að verða einbeittari og fann minn hraða. Ég er því sáttur við fyrsta dag og þá sérstaklega þar sem fyrsti dagurinn er krítískur á framhaldið, komast í gegnum fyrsta dag án vandræða er gott og ég er sáttur“.

Lesa áfram Dakar 2014 – Dagur 1

Leiðin 2014

Leiðin sem keppt er á þetta árið liggur í gegnum 3 lönd, byrjað er í Argentínu, hjólað svo inní Bólavíu og endað svo í Chile. Er leiðin sögð með þeim erfiðari í Dakar rallinu, heildarvegalengdin þetta árið er þrískipt, þ.e.a.s hjólaflokkur fær 8734 km, bílaflokkur 9374 km og svo trukkarnir 9188 km.

Af þeim 8734 km sem hjólaflokkurinn þarf að klára eru 5228 km á sérleiðum.

Skipuleggjendum Dakar rallsins er umhugað um öryggi keppenda og einnig að allir flokkar fái næga ögrun í leiðunum og í þetta sinn eru 5 sérleiðir sem aðskilja hjólin og hina keppendurnar og eru þær rúmlega 2000 km, eru þessar leiðir þrengri og tæknilegri en það sem bílarnir og trukkarnir fara.

Sú nýbreytni og til þess að hafa þetta erfiðara(eins og það væri það ekki fyrir) þá verða 2 svokallaðar maraþonleiðir, ná þær yfir 2 daga hvor og er i heild 2702 km.

Lesa áfram Leiðin 2014