Nú eru einungis 8 dagar í að Dakar rallið hefjist.
Verður án efa gaman að fylgjast með því eins og áður. Ætla ég að reyna eftir fremsta megni að fjalla um það og setja inn fréttir eftir hvern dag.
Einhverjar breytingar hafa orðið liðum og má líklega fullyrða að sú stæðsta hafi verið þegar fimmfaldi sigurvegarinn Cyril Despres fór frá KTM yfir til Yamaha og hefur Yamaha YZ450F rally hjólið nánast verið endurbyggt og verður því skemmtilegt að fylgjast með hvernig honum vegnar í nýju liði á nýju hjóli.
Sagði hann við þessa breytingu “ég hefði getað valið öruggu leiðina og haldið áfram hjá KTM en mér fannst ég verða að fara í hálfgerð sálarleit. Ég fór í heimsókn til Yamaha og sá þá myndir úr mörgum Dakarkeppnum og varð fyrir áhrifum af Jean-Claude Oliver og Stéphane Peterhansel en þeir unnu marga Dakar sigra. Það sem liggur hjá mér núna er hvort ég sé fær um að skipta um lið, hjól og samt vinna rallið en það á eftir að koma í ljós”. Eru Yamaha menn að vonum ánægðir að fá hann í lið með sér og eygja nú sigur í Dakar en áður en KTM fór að einoka sigur í Dakar var Yamaha nánast ósigrandi. Frakkinn Michael Metge(18 sæti 2013) mun verða honum til halds og traust eða svokallaður “vatnsberi”.