Greinasafn fyrir flokkinn: Dakar

Dakar 2013 – dagur 10 – Barreda berst af hörku

Barreda

Á 10 degi Dakar rallsins var leiðin 636km í heildina og af því voru 357km sérleið, hún var ekki ósvipuðu leiðinni í gær, þröng á köflum, margar beygjur og reyndi vel á keppendur en hún var tiltölulega auðveld að elta svo ekki reyndi mikið á rötun í dag sem gaf til kynna að hraðir hjólarar gætu lagað sinn hlut.

Skipuleggjendur Dakar rallsins eru alltaf að reyna hafa hana öruggari og reyna að aðskilja hjól og aðra eins og hægt er, 2 svoleiðis kaflar í dag, kannski ekki langir en allt telur þetta, sá fyrri var 47km og seinni 68km og oft á tíðum eru þessir sér hjólakaflar mun skemmtilegri, þrengri leiðar, illfærara og þar með skemmtilegri.

Joan Barreda Bort(Husqvarna) er á fullri ferð og tók sinn 4 sérleiðasigur í dag. Það var harður slagur nánast alla leið í dag milli Cyril Despres(KTM) og Joan Barreda Bort(Husqvarna) sem endaði með að Joan Barreda Bort(Husqvarna) kom 1:15mín á undan í mark, komst hann þá í 27 sæti í heildina en það bilanir sem háðu honum á degi fimm eru þess valdandi að hann er ekki ofar. Liðsfélagi hans Paulo Goncalves(Husqvarna) var svo aldrei langt undan en hann skilaði sér þriðji í dag, tæpum 3 mín á eftir honum.

Lesa áfram Dakar 2013 – dagur 10 – Barreda berst af hörku

Dakar 2013 – dagur 9 – Langur og strangur dagur

Despres

Nú er seinni hluti Dakar rallsins hafin og hefst hann á lengstu sérleið rallsins heilir 593km en heildar kílómetrar dagsins eru 852km. Það er því eins gott að keppendur hafi náð að hvíla sig í gær og tekið hjólin líka í gegn því það er heilmikið eftir.

En það er sossum ekki mikil hvíld á þessum svokallaða hvíldardegi því keppendur eru bæði að dytta að hjólunum og svo eru fréttamenn mjög ágengir með að fá þá í viðtöl og allt tekur þetta tíma og orku en tilheyrir því að vera í Dakar rallinu. Það er einkennandi fyrir þá sem taka þátt í Dakar rallinu að í hvert skipti sem eitthvað kemur uppá þá heyrist í þeim „svona er bara Dakar“, þetta rall er svo hátt skrifað hjá keppnisfólki að það þykir heiður að taka þátt í því og því er aldrei hallmælt, bara sagt „svona er bara Dakar“.

En svona keppni er erfið og mikil afföll, þegar 8 dögum var lokið þá voru 42 mótorhjól dottin út, 11 fjórhjól, 47 úr bílaflokki og 10 úr trukkaflokki eða samtals 110 keppendur sem eru hættir keppni af ýmsum ástæðum.

Lesa áfram Dakar 2013 – dagur 9 – Langur og strangur dagur

Dakar 2013 – dagur 8 – rigning settur allt úr skorðum.

Allt á floti

Það má segja að veðurguðirnir hafi stýrt 8 deginum í Dakar rallinu í dag, það ringdi svo mikið að stórir kaflar af fyrsta hluta dagsins sem voru komnir á kaf. það var því strax í ljóst í morgun að það yrði að sleppa fyrsta kafla leiðarinar og þar með voru trukkarnir t.d flautaðir út strax þar sem þeirra leið var eingöngu þar en bílar og hjól voru sett af stað á nýjum stað en gamanið stóð ekki lengi. En þegar rigningin jókst urðu síðustu 30km algjörlega áofærir og var því rauða flagginu veifað og endamark ákveðið við leiðarpunkt 2 sem var við 374km upphaflega en það var ekki svo langt vegna breytingana á fyrsta parti leiðarinar.

Þessi leiðindi í veðrinu gerði það einnig að verkum að allir vegir og slóður hurfu nánast og lentu nánast allir í því að villast á einhverjum tíma í dag, reyndar var við gatnamót þegar komið var 122km inná leiðina sem flestir villtust, höfðu þeir einhverra hluta vegna misskilið og fylgdu leiðinni með fjallinu í stað þess að fylgja ánni sem var rétta leiðin. Jafnvel toppökumennirnir lentu í þessu eins og Kurt Caselli(KTM) og Olivier Pain(Yamaha) en hann kom mjög illa útúr þessu, kom 77 í mark en tapaði samt ekki meiri tíma en það að hann er í 4 sæti í heildina.  Lesa áfram Dakar 2013 – dagur 8 – rigning settur allt úr skorðum.

Dakar 2013 – dagur 7 – dauðsfall setur skugga á daginn

Caselli

Það féll skuggi á keppni dagsins er fréttist að keppandi númer 106, hinn 25 ára franski nýliði, Thomas Bourgin hafði lent í árekstri við lögreglubifreið á ferjuleið skömmu eftir að rallið hófst. Er þetta 3 dauðsfallið sem tengist ralli ársins en fyrir 2 dögum varð einnig umferðaróhapp er tveir leigubílar lentu í hörðum árekstri við þjónustutrukk á ferjuleið, ökumaður og farþegi annars leigubílsins dóu en 7 menn úr hinum bílunum voru fluttir slasaðir á sjúkrahús.

Leiðin í dag var löng, 806km og þar af 220 á sérleið og leið morgundagsins er einnig löng, þá verða hjólaðir 247km á ferjuleið og 491km á sérleiðum og eru þessi tveir síðustu dagar fyrir hvíldardag kallaðir maraþondagar þar sem ekki er leyfð aðstoð á milli þeirra, verða keppendur að treysta á sjálfan sig og aðra keppendur með allar viðgerðir og þá eingöngu þau verkfæri og varahluti sem þeir eru með sjálfir.

Lesa áfram Dakar 2013 – dagur 7 – dauðsfall setur skugga á daginn

Dakar 2013 – dagur 6 – heimamaður vann dagleiðina

Lopes

Nú er löngum degi lokið en það bíður þeirra lengri dagur á morgun, dagurinn í dag var uppá 767km og þar af 454km á sérleið og hún var ekki alveg sú léttasta en þó talin léttari en sú sem bílarnir fóru. Sérleiðin hófst í sandinum í Atacama eyðimörkinni og voru nokkrir púðursand hlutar, eftir tæplega hundrað km malbikstengingu tók við um 120km illfær og grýttur kafli til enda og reyndi sá kafli mikið á hjól og menn.

PortugalinnPaulo Gongalves(Husqvarna) var ekki heppinn í dag, eftir að hafa leitt keppnina fram að grýtta kaflanum þá gerðist eitthvað, ekki ennþá vitað hvað það var en þar stoppaði hann í 15-20mín og kom hann í 66 sæti í mark en „eins manns dauði er annars manns brauð“ því Francisco Lopez(KTM) sem hafði fylgt honum eins og skugginn skaust þá frammúr en á tímabili var eitthvað að hrjá hann og hægði hann ferðina en hann komst fyrstur í mark og það kætti heimamenn því Lopez er frá Chile þar sem rallið er núna.

Skammt á eftir honum komu liðsfélagarnir Ruben Faria(KTM) og Cyril Despres(KTM) en þeir hjóla þetta þétt en af öryggi og er gott fyrir þá að vera svona saman fyrir morgundaginn en hann lengri en dagurinn í dag.

Lesa áfram Dakar 2013 – dagur 6 – heimamaður vann dagleiðina

Dakar 2013 – dagur 5 – Barreda í vandræðum

Casteu

Þessi fimmti dagur Dakar rallsins byrjaði ansi gróft fyrir hjólin en þau fóru ekki sömu sérleið og bílarnir í dag, hjólin fóru 136km sérleið sem byrjaði strax og endaði svo á 274km ferjuleið í mark. Fyrstu 80km voru í gegnum þröngar leiðir í fjöllunum og var oft á tíðum ansi stórgrýtt svo það varð að gæta þess að sprengja ekki, einnig var leiðin villugjörn og lentu ansi margir í vanda með það.

Frönsku liðsfélagarnir David Casteu(Yamaha) og Olivier Pain(Yamaha) sýndu klærnar í dag og komu fyrstir í mark.

David Casteu(Yamaha) bæti enn einum sérleiðarsigri í safnið og kom rúmri mín á undan Olivier Pain(Yamaha) en hann heldur ennþá forustu í heildina með rúma mín á liðsfélaga sinn og rúmum 6 mín á Cyril Despres(KTM).

En það gekk illa hjá sigurvegara gærdagsins Joan Barreda(Husqvarna) en hann lenti í villu og einnig í bilunum með hjólið, stoppaði það nokkrum sinnum og virtist það vera eitthvað tengt bensíni, kom hann 3 tímum á eftir fyrsta manni í mark og lítur framhaldið ekki vel út hjá honum sem er miður þar sem hann var að standa sig frábærlega. Er hann sem stendur í 59 sæti. Lesa áfram Dakar 2013 – dagur 5 – Barreda í vandræðum