Á 10 degi Dakar rallsins var leiðin 636km í heildina og af því voru 357km sérleið, hún var ekki ósvipuðu leiðinni í gær, þröng á köflum, margar beygjur og reyndi vel á keppendur en hún var tiltölulega auðveld að elta svo ekki reyndi mikið á rötun í dag sem gaf til kynna að hraðir hjólarar gætu lagað sinn hlut.
Skipuleggjendur Dakar rallsins eru alltaf að reyna hafa hana öruggari og reyna að aðskilja hjól og aðra eins og hægt er, 2 svoleiðis kaflar í dag, kannski ekki langir en allt telur þetta, sá fyrri var 47km og seinni 68km og oft á tíðum eru þessir sér hjólakaflar mun skemmtilegri, þrengri leiðar, illfærara og þar með skemmtilegri.
Joan Barreda Bort(Husqvarna) er á fullri ferð og tók sinn 4 sérleiðasigur í dag. Það var harður slagur nánast alla leið í dag milli Cyril Despres(KTM) og Joan Barreda Bort(Husqvarna) sem endaði með að Joan Barreda Bort(Husqvarna) kom 1:15mín á undan í mark, komst hann þá í 27 sæti í heildina en það bilanir sem háðu honum á degi fimm eru þess valdandi að hann er ekki ofar. Liðsfélagi hans Paulo Goncalves(Husqvarna) var svo aldrei langt undan en hann skilaði sér þriðji í dag, tæpum 3 mín á eftir honum.