Fjórði dagur Dakarrallsins var ansi langur, 718km og þar af 289km á sérleið. Fyrstu menn voru að fara af stað um 05:30 og voru að skila sér á enda um 16:30. Sérleiðin sem var að mestu leyti sandur en um miðbik var leiðin ansi gróf, 55 km í sandi og stórgrýti og fóru ansi margir á hausinn þar, bæði mótorhjól og fjórhjól.
Spánverjinn Joan Barreda Bort(Husqvarna) var öflugur í dag og ætlaði sér að vinna upp vandræði gærdagsins en þá lenti hann í að slíta nokkra teina sem töfðu hann og kom hann 44 í mark í gær sem setti hann í 18 sæti í heildina,hann var 24 af stað í dag en með fantagóðum akstri og þá sérstaklega á fyrsta hluta dagsins sem var svolítið snúin kom hann fyrstur í mark rúmum 8 mín á undan næsta manni og vann sinn annan sérleiða sigur þetta árið en það var Frakkinn Olivier Pain(Yamaha) sem kom svo annar í mark en þessi knái frakki þráir sinn fyrsta sérleiðarsigur, flottur akstur hjá honum í dag skilaði honum forustu yfir heildina og er hann nú tæplega tvær og hálfa mín á undan landa sínum David Casteu(Yamaha) en hann var þriðji í mark í dag.