Nú styttist í lokin og harka hlaupin í keppendur og það sýndi Marc Coma(KTM) sem var þriðji af stað í dag og átti frábært start og kom fyrstur í mark.
Hann náði sínum 5 sérleiðasigri og þeim 21. yfir heildina og náði að koma 3mín og 57sek á undan sínum helsta keppinaut Cyril Despres(KTM) og dugði það honum að ná forustu yfir heildina með 1mín og 35sek. En stóra spurningin er sú hvort það dugi honum, þeir félagar hafa verið að skiptast á að vinna og það með um 2mín mun, má því reikna með að það verði allt gefið í á þessum síðust metrum keppninar.
Vilja menn meina að þetta hafi verið herbragð hjá honum að koma ekki fyrstur í mark í gær, hann hefði hægt viljandi á sér til þess að vera ekki fyrstur af stað í dag því þá gæti hann einbeitt sér meira að hraðanum í staðinn fyrir að einblína í leiðarbókina, hann gæti notað förin eftir hin hjólin og unnið upp tíma þannig, sérstaklega þar sem sérleið dagsins var ekki nema 197km.
Lesa áfram Dakar 2012 Dagur 12