Þá er þriðji keppnisdagurinn búinn og nóg var að gerast, morguninn byrjaði hér á sveitasetrinu með úrhellisrigningu og útlitið ekki spennandi. Þegar niður í pitt var komið tók við hasar í service á bryggjunni þar sem Kári byrjaði á að skipta um framdekk. Ég (Jonni) og Árni komum svo inn og ég þurfti að slíta afturgjörðina af, skipta um dekk og setja 2 nýja teina í gjörðina. Árni þurfti lítið sem ekkert að gera en Daði þurfti að skipta um olíu. Stebbi þurfti ekkert að græja og þetta gekk allt vel nema ég var 1 mínútu of lengi að græja dekkið og pabbi gleymdi sér í startinu og fékk 1 mínútu haha !
Allt gekk vel í gegnum fyrstu tvær sérleiðirnar en önnur þeirra var ekki á tíma. Við fórum í fyrsta sinn í sérleið sem var í skíðabrekku og þar var svaka stuð, upp og niður, sandbeygjur og drulla. Við komum allir á flottum tíma inn að fyrsta service nema að á leiðinni braut ég gírskiptinn á einhverjum trédrumb, fann aldrei fyrir neinu þar til ég ætlaði að skipta um gír og þá var ekkert…
Lesa áfram Dagur 7