International Six days enduro keppnin er líklega elsta mótorsportkeppni í heiminum þar sem enn er keppt árlega. Keppnin var fyrst haldin árið 1913 í Englandi og verður haldin í Finnlandi í 86.skipti í ár og þykir mikill heiður að sigra keppnina. Íslendingar eru að senda lið til keppninnar í fyrsta skipti og er þetta fyrsta landslið sem MSÍ hefur sent til keppni í Enduro.
Haukur Þorsteinsson hefur verið aðaldrifkrafturinn á bakvið för liðsins í ár og vefstjóri náði af honum spjalli í gær þegar liðið kom saman kvöldið fyrir brottför. „Ég hef alltaf haft áhuga á að hjóla bæði enduro og annað svo hefur maður heyrt í mönnum tala mikið um þetta Six days í gegnum árin en ég hef aldrei hugsað útí neinar alþjóðlegar keppnir eða landslið og vissi í raun ekki af þessari keppni eða um hvað hún snérist. Á endanum fór ég á netið og leitaði uppi keppnina og las mig til. Ég minntist svo á þetta við Kalla Gunnlaugs formann MSÍ og þar frétti ég að menn hafi oft spáð í að senda lið og en alltaf eitthvað staðið í veginum. Ég spurði hann hvort ég ætti ekki bara að setja saman hóp því kannski erum við ágætir í enduro. Það var lítið mál og ég tók upp símann og hringdi í menn sem ég taldi koma til greina, allir tóku vel í þetta en kostnaðurinn var auðvitað talsverður sem setti strik í reikninginn. Það var úr að við erum að fara 6 ökumenn og 6 aðstoðarmenn og allir bara skelfilega spenntir.“
Hvað eruð þið eiginlega að fara útí?