Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Paris-dakar myndasýning

Vélhjólaíþróttaklúbburinn býður til myndasýningar. Þann 18. september kl 20.00. næstkomandi ætlar París-Dakar ökumaðurinn sænski Bertil Marcusson að halda fyrir okkur myndasýningu í nýju félagsheimili VÍK í Bolaöldu. Bertil hefur tekið þátt í París-Dakar í tvígang, bæði skiptin á mótorhjóli, auk þess sem hann fer reglulega með túrista á mótorhjólum um sandöldur Marokko í Afríku. Auk þess að fjalla um París-Dakar ætlar Bertil að segja okkur hvernig akstur og slóðamálum er háttað í Svíþjóð. Vonumst til að sjá sem flesta, Vélhjólaíþróttaklúbburinn.

Lesa áfram Paris-dakar myndasýning

Félagsfundur í næstu viku – enduro

Bara rétt að minna á félagsfund VÍK í næstu viku. Umræðaefnið að þessu sinni er enduro á Íslandi.  Farið verður almennt í skipulag enduro-ferða og reynt að fokusa á ferðalög á hjólum frekar en stutt skrepp frá bílskúrnum.  Enduro er ekki bara stundað á <525cc hjólum.  Því hvet ég þá sem eru að hjóla á stærri hjólum
Lesa áfram Félagsfundur í næstu viku – enduro

Salminen komin á flug í GNCC

Um síðustu helgi var önnur umferð GNCC ( Grand National Cross Country  ) í Washington USA. Skemmst frá því að segja að Juha Salminen KTM heldur uppteknum hætti í henni Ameríku og sigraði aðra umferðina eins og þá fyrstu sem haldin var á Florida. Salminen hafði orð á því að hann hefði verið orðinn þreyttur eftir tvo hringi, en eftir þá hefði hann smollið inn og verið í control eftir það, og trúlega hefði Florida keppnin ennþá setið í honum. Glenn Kearney Suzuki varð annar og hélt Juha uppteknum allan daginn. Liðsfélagi Kearney, gamla off road hetjan Rodney Smith vann sig upp í þriðja eftir crass í byrjun og var þar mestan part dagsins, en crassaði þá aftur og endaði áttundi. Sá sem kláraði þá þriðji var Mike Lafferty KTM og fjórði liðsfélagi hans Robbie Jenks KTM.
Lesa áfram Salminen komin á flug í GNCC

„Hells gate“ og „The Tough One“

Ný tegund af Endurokeppnum hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarin tvö ár.  Þetta eru keppnir þar sem keppendur þurfa að fást við mjög erfiðar þrautir og oft á tíðum þurfa þeir aðstoð áhorfenda til þess að klára.  Dæmi um slíkar keppnir eru “Hells gate” og The Tough One” sem báðar hafa verið haldnar á þessu ári og David Knight hefur unnið.  Það sem vekur athygli er að þeir keppendur sem standa sig hvað best í þessum erfiðu keppnum eru oft á tíðum fyrrverandi eða jafnvel núverandi Trials keppendur. 
Lesa áfram „Hells gate“ og „The Tough One“

Mótorhjólaiðnaðurinn

Vegna greinargerðar um mótorhjólaiðnaðinn á Íslandi sem ég er að vinna að þessa dagana vantar mig ef einhver á í fórum sér dagbækur um allt það sem menn eyða í mótorhjólið sitt. Um er að ræða kostnað s.s. bensín, dekkjakostnað, olíur, bón, galla, hjálma og kostnað er tengist því að nota hjólið. Einnig væri gott að fá dagbækur um endurotúra og kostnað vegna þeirra. Lokið hef ég úttekt á muninum á venjulegum endurotúrum og akstri í merktri endurobraut í endurotúrum og er mikill munur á slysatíðni þar á, ef einhver á upplísingar um
Lesa áfram Mótorhjólaiðnaðurinn