Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Paris – Dakar

Nú stendur sem hæðst hin árlega Paris-Dakar keppni.  Eftir 5 daga keppni eru keppendur að byrja að tína tölunni einn af einum í bæði hjóla og bílaklassa.  Spánverjinn Coma (no2) er efstur, en aðeins 1:25 mín á undan Frakkanum Desperes (no1) sem vann í fyrra. Íslandsvinurinn Sala (sem keppti á móti Einari 2004 á Klaustri) er 8. 40 mín á eftir Coma, en þeir aka allir KTM. 10 mín. eru frá sæti 1. í sæti 10 eftir 5 daga keppni.
         Í bílakeppninni eru ótrúlega margir fyrrverandi mótorhjólamenn. Sigurvegarinn frá því í fyrra S.
Lesa áfram Paris – Dakar

Æfingarsvæði fyrir torfærumótorhjól.

Í Morgunblaðinu í gær birtist góð grein eftir Ómar Jónsson, þar sem hann skrifar um aðstöðuvanda íþróttarinnar og fl. Hér er greinin:
Það er deginum ljósara að torfæru mótorhjólaíþróttir eru ekki lengur jaðarsport. Mótorhjólaíþróttir hafa vaxið svo mikið að gera má ráð fyrir tvöföldun iðkenda árlega síðastliðin fjögur ár.
Ef ekki verður á næstunni  bætt úr brýnni þörf á æfinga svæðum stefnir fljótlega  í mikið óefni.
Ástæða þess að ég sting niður penna um málefni vélhjólafólks nú, er umræðan sem fram fór á Alþingi á
Lesa áfram Æfingarsvæði fyrir torfærumótorhjól.

Knight sigrar Last man standing

Smellið til að stækka !!Red Bull Last Man Standing keppnin var haldin um síðustu helgi. Það er skemmst frá því að segja að snillingurinn David Knight á KTM vann titilinn og sigraði þar með 87 aðra fræga og góða keppendur sem var boðið að taka þátt.  Það var á einum stað í keppninni sem maður gat aðeins tekið því rólega og pústað í 10-15 sekúntur, en annars var þetta ein alerfiðasta keppni sem ég hef tekið þátt í og einnig ein sú skemmtilegasta, sagði FIM Enduro heimsmeistarinn 2005. Sjöfaldi AMA enduromeistarinn Mike Lafferty KTM var annar þeirra sem veitti Knight einhverja keppni, en hann lenti í óhappi og vann sig eftir það úr fimmta í
Lesa áfram Knight sigrar Last man standing

Á Geitlandsjökli

Þórarinn Ingi Ólafsson og Þór Kjartansson fóru 25.október upp á Geitlandsjökul. Þeir biðu eftir rétta færinu í nokkra daga, og þegar búið var að rigna talsvert á jöklinum og úrkomulaus frostakafli fylgdi á eftir drifu félagarnir sig af stað. Jökullinn var glerharður og ekkert vandamál að fara hratt yfir.
Farið var upp frá Jaka sem er skáli vestanmegin við jökul og þaðan beint upp á Geitlandsjökulinn. Þeir fóru svo niður NA-hlið Geitlandsjökulsins og þar niður í skriðjökulinn. Síðan keyrðu þeir alla leið yfir jökul og í kaffi í Skálpanesi sem er skáli austan megin við jökul. Smellið á myndina til að sjá skemtilega myndasýningu.