Ítalarnir hafa bitið í skjaldarrendurnar, snúið upp á rörið og unnu annan daginn í 6 days og eru komnir í fyrsta sæti í liðakeppninni á undan Frökkum og Finnum. David Knight hefur gert það sama, en hann sigraði í gær og er nú kominn 10 sek o/a á undan Merriman sem varð í öðru sæti. Þetta er að fara að minna á keppnina 2003 þar sem Everts og Merriman skiptust á forystu í hörku keppni.
Lesa áfram ISDE dagur 2
Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró
Ef það er enduro…þá er það hér
ISDE dagur 1
Eftir fyrsta keppnisdag í Slovakíu leiða Frakkar, aðrir eru Ítalir og þriðju Finnar. Ástralinn Stefan Merriman var hraðastur í gær og Bretinn Íslandsvinurinn David Knight örstutt á eftir honum, en liðin þeirra eru í fimmta og sjötta sæti. Merriman var í miklu stuði og sagði að honum líkaði brautin mjög vel og að þetta væri nánast sama braut og keppt var í heimsmeistarkeppninni í fyrra, þannig að hann gat sett hjólið strax hárrétt upp, en hafa bæri í huga að þetta væri einungis fyrsti dagurinn og allt gæti gerst. Nánari úrslit hér fyrir neðan.
Lesa áfram ISDE dagur 1
GNCC fréttir
Barry Hawk á Yamaha sigraði um helgina í GNCC. Það leit úr fyrir það í byrjun að allt færi eins og venjulega , að Juha Salminen KTM myndi tryggja sér enn einn sigurinn, en hann lenti í því að verða bensínlaus og missa alla helstu keppinautana fram úr sér. Shane Watts KTM stoppaði og lét Salminen hafa nægt bensín til að komast í pittinn, þar sem hann gat fyllt á. Salminen skilaði sér í sjöunda sæti og er ennþá með um 50 stiga forystu í mótinu. Annar varð Mullins á Yamaha og þriðji Lafferty á KTM.
Lesa áfram GNCC fréttir
ISDE six days
Þáttökulistinn fyrir ISDE ( International six days enduro ) er orðinn klár. Þarna eru margir stórvesírar í enduroheiminum eins og t.d. Stefan Merriman, Samuli Aro, Mika Ahola, David Knight, Paul Edmondson, Simone Albergone, Alessio Paoli, Bartos Obluki, Fred Hoess og síðast en ekki síst Kurt Caselli frá USA. Við reynum að fylgjast með keppninni, sem er ein þekktasta endurokeppni í heiminum í dag. Hér er þáttökulistinn í heild.
Lesa áfram ISDE six days
Enduro Bolöldu í fréttum
Enduro keppnin við Bolöldu hefur farið mikinn í fréttum. Á föstudag í síðustu viku var fréttatilkynning um komandi keppni í MBL-Bílar. Í gærkvöldi var frétt frá mótinu í íþróttafréttum Stöðvar 2. Síðar um kvöldið kom enn lengri frétt í Olíssport á SÝN. Í morgunsjónvarpi Stöðvar 2 í morgun var fréttin síðan endursýnd. Ekki er þar við setið, heldur verður sagt frá mótinu í SUPERSPORT á SIRKUS í kvöld kl. 19:50 og grein um mótið ásamt myndum mun birtast í MBL-Bílar á morgun, föstudag. Myndir frá mótinu eru þegar komnar inn á www.supersport.is en fréttaklippur og sjónvarpsþátturinn verður settur inn á síðuna um helgina.
Bjarni Bærings
Stelpu enduroferðin
Jæja stelpur, þá er komið að enduroferðinni okkar. Við ætlum að mæta í Nítró og leggja af stað þaðan ca. kl. 10 í fyrramálið. Allar stelpur velkomnar, þessi ferð er líka fyrir byrjendur !! Nitró býður upp á léttar veitingar í ferðinni. Frábær veðurspá !! Sjáumst hressar, kveðja Tedda
Lesa áfram Stelpu enduroferðin