Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Góðar jólafréttir – endurosvæði vonandi á réttri leið

Undanfarna mánuði hefur stjórn VÍK, meðlimir úr enduro-, motocross og umhverfisnefnd og fleiri lagst á eitt við að leita félaginu varanlegra aksturssvæða í nágrenni Reykjavíkur. Umferð torfæruhjóla um Hengilssvæðið og Reykjanes hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og það er orðið löngu tímabært að taka á þeim málum og beina umferðinni annað. Þar er frumkvæði okkar sjálfra lykilatriði frekar en að bíða eftir aðgerðum opinberra aðila með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Á undanförnum mánuðum hafa ýmsar hugmyndir verið viðraðar og rætt hefur verið við marga aðila um þessi mál. Við höfum horft sérstaklega hlýtt til Sveitarfélagsins Ölfus sem ræður yfir hvað mestu ónýttu landssvæði í nágrenni Reykjavíkur ásamt því að ræða við Umhverfisstofnun og Landgræðslu Ríkisins til að skýra okkar sjónarmið og þarfir. Af þessum viðræðum er ljóst að við eigum góða bandamenn víða sem vilja vinna með hjólamönnum til að draga úr landskemmdum af völdum mótorhjóla. Um leið er fullur vilji til að tryggja okkur aðgang að svæðum þar sem við getum stundað okkar íþrótt í sátt við annað útivistarfólk og hagsmunaaðila.

Í gær, 20. desember, áttum við undirritaðir góðan fund með fulltrúum sveitarfélagsins Ölfus ásamt fulltrúa Landgræðslu Ríkisins þar sem þessi mál voru rædd opinskátt og málefnalega. Í ljós kom að hjá þessum aðilum er góður skilningur á aðstæðum okkar og vilja til að draga úr skemmdum af völdum torfæruhjóla t.d. í kringum Hengilinn og víðar. Í umræðunni voru nokkur svæði sem geta komið til greina frá Litlu kaffistofunni til Þorlákshafnar. Niðurstaða fundarins var sú að málið yrði rætt af fyllstu alvöru innan sveitarfélagsins og afstaða verði tekin til tillagna okkar um miðjan janúar. Það kom fram í máli fulltrúa Ölfus að mikill vilji væri innan sveitarstjórnarinnar að bæta úr aðstöðuleysi hjólamanna, enda voru menn sammála um að ástæður landskemmda væri að hluta aðstöðuleysi okkar hjólamanna að kenna. Með aukinni þjónustu við hjólafólk yrði hægt að beina umferð annað og minnka álag á viðkvæmum svæðum. Við bindum miklar vonir við þessar málaleitanir og treystum því að niðurstaða sveitarfélagsmanna verði jákvæð þannig að við getum fyrr en seinna boðið félagsmönnum aðgang að sérstökum hjólasvæðum.

Lesa áfram Góðar jólafréttir – endurosvæði vonandi á réttri leið

Reynsluakstur á KTM 525 EXC

Varðandi KTM reynsluaksturinn sem birtist í MBL urðu þau leiðu mistök að það gleymdist að taka fram að allur akstur hafi farið fram á löglegum vegaslóðum sem eru flestum hjólamönnum vel kunnir. Biðst ég velvirðingar á því. Þar sem sumar myndirnar voru teknar við eða á grasi hefði verið betra að taka það skýrt fram að ekki var verið að spóla upp gróið land heldur einungis um uppstillingar fyrir myndatöku að ræða. Þó þess gerist etv ekki nauðsyn ætla ég samt að sjá til þess að þessar upplýsingar komist líka til skila í náinni framtíð á síðum Bílablaðsins. Með kveðju, ÞK

Smella fyrir stærra

Tilkynning frá KTM Austria

KTM Rally ökumaðurinn Richar Sainct frá Frakklandi lést í dag eftir að hafa mist stjórn á KTM 660 Rally hjóli sínu í Rallye des Phararons.
Richard Sainct vann Dakar Rally 3 sinnum.

Ævintýra hjólaferð til Bretlands

Helgina 5. – 7.og 18. – 21. nóvember stendur KTM Ísland og KTM Adventure Tours UK fyrir ferð til Bretlands í hjólabúðir hjá KTM Adventure Tours við Plymouth.
Flogið verður út fimmtudaginn 4. og 18. nóvember með seinni vél Icelandair til London, þar verður hópurinn sóttur og keyrður á Wheeldon Farm sem er rétt við Plymouth í suður Englandi..

Lesa áfram Ævintýra hjólaferð til Bretlands

Flott mynd


Tímar og úrslit frá Hellu

Tímarnir frá Enduroinu á Hellu og úrslitin í Íslandsmótinu eru loks allir komnir á sinn stað HÉR