Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Úrslitin í Enduroinu á Hellu og í Íslandsmótinu 2004

Vefstjóri henti hér inn overall úrslitum á vefinn. Vona að menn sýni þolinmæði með restina af úrslitunum, en við óskum Einari Sigurðarsyni á KTM til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn, en í öðru sæti varð Valdimar Þórðarson á Yamaha og í því þriðja Ragnar I Stefánsson á Hondu.  Í Baldursdeild var það Gunnlaugur Karlsson sem varð Íslandsmeistari á KTM, annar varð Helgi Már Gíslason og þriðji Ágúst Már Viggósson…meira um keppnina síðar

Umhverfisnefnd óskar eftir GPS hnituðum slóðum

Umhverfisnefnd VÍK sótti fjölmennan fundi um utanvega akstur. Að fundinum stóðu Umhverfisráðuneyti og Umhverfisstofnun. Þeir sem fylgst hafa með fréttum undanfarna daga hafa væntanlega heyrt um nefnd sem á að koma með tillögur að nýtingu vega/slóða, eða með öðrum orðum ákveða hvað er vegur og hvað ekki. Landmælingar og vegagerðin hafa verið dugleg undanfarin ár að gps mæla vegi og slóða (þó ekki slóðana sem við förum). Félagsmenn 4×4 hafa einnig verið duglegir að safna „trökkum“ (gps leiðum) af þeim slóðum og vegum sem þeir fara um og væntanlega munu þau gögn renna í þetta verkefni, jeppamönnum til góðs. Einnig veit ég að einhverjir hjólamenn eru að trakka slóða og leitast umhverfisnefndin því eftir samstarfi við hjólamenn um söfnun þeirra trakka sem við höfum nú þegar. Við erum að leita að gögnum um vegi, slóða, einstígi, þjóðleiðir og allt annað sem við erum að fara, jafnt á láglendi sem hálendi. Það sem við getum ekki notað eru gps punktar af OFF-ROAD akstri af skiljanlegum ástæðum. Margar af þeim leiðum sem hjólamenn erum að fara eru trúnaðarmál þeirra sem þær fara. Því verða gögnin meðhöndluð sem trúnaðarmál og ekkert sent frá nefndinni nema með fullu samþykki þeirra sem eiga gögnin. Þeir sem vilja hjálpa okkar með þessa söfnun geta haft samband við Jakob (892-1373) eða sent mér trökkin beint í geokobbi@simnet.is. P.S. Nefndin á að skila af sér 1. des 2004 og því höfum við enn nokkurn tíma til að undirbúa baráttuna fyrir slóðunum okkar.
Umhverfisnefnd

Enduro Hellu

5. & 6. umferð Íslandsmótsins í Enduro fer fram á Hellu laugardaginn 11.09.´04 Keppt verður á frábæru keppnissvæði sunnan við þjóðveg nr. 1 þar sem keppt var2001 og 2002. Beygt er til hægri u.þ.b. 500m eftir að ekið er framhjá bensínstöðinni á Hellu. Brautarlagning fer fram föstudaginn 10.09.´04 og eru keppendur hvattir til að mæta og aðstoða við brautarlagninguna. Þeir keppendur sem mæta fyrir kl. 13:00 ber að tilkynna sig til brautarstjórans Guðbergs Kristinssonar við komu á svæðið. Keppendur sem aðstoða við brautarlagningu fá að aka keppnisbrautina 1 hring í hvora átt þegar lagningu brautarinnar líkur. Skráningarfrestur í keppnina er til 24:00 fimmtudaginn 09.09.´04 Keppendum er bent á að kynna sér vel dagskrá og sérreglur keppninnar.
kveðja, Enduro nefnd

Frá Umhverfisnefnd

Eins og félagsmenn hafa eflaust tekið eftir hefur að undanförnu verið nokkur umræða
í fjölmiðlum um akstur utan vega og oftar en ekki hafa hjólamenn legið undir
ásökunum ? því miður ekki alltaf að ástæðulausu.

Í dag, þriðjudaginn 7. september, var kallaður saman fundur á vegum
Umhverfisstofnunar. Tilgangur fundarins var tvíþættur, annarsvegar til að kynna
nýstofnaðan vinnuhóp sem hefur það hlutverk að koma með tillögur um hvaða vegi má
aka í óbyggðum og hverja ekki. Og hinsvegar að leita eftir skoðunum helstu
útivistarfélaga og hagsmunaaðila hvað megi gera til að sporna við utanvegaakstri. Lesa áfram Frá Umhverfisnefnd

Tilkynning frá Enduro nefnd / Skráning hafin

Vegna tafa á leyfum hefur enn ekki verið gefinn út staðsetning á keppnissvæði fyrir næstu helgi. Allar líkur eru á að keppnin fari fram á Hellu sunnan þjóðvegar 1 þar sem keppt var 2001 og 2002. Þetta svæði er eitt af þeim betra sem keppt hefur verið á, grónir sandmelar, gras, lækjarsprænur og drullupittir. Lítið sem ekkert grjót og engar þúfur = bara gaman ! Þar sem margir keppendur hafa dregið skráningu mun skráningarfrestur verða framlengdur til fimmtudags kl: 24:00 Endanleg staðfesting verður gefinn út á fimmtudag. Dagskrá verður sú sama og verið hefur í sumar hvað varðar keppnisdaginn.
kveðja Enduro nefnd.

HH túrinn

HH Túrinn (invitational) hafi verið rosalegur í ár, sjá www.lexi.is fyrir myndir og vídeo.