Hvet allt hjólafólk til að lesa grein Ara Trausta Guðmundssonar um landnýðingsskap torfæruvélhjólaökumanna. Getur það verið að marg af því sem þar kemur fram sé rétt? Hvernig eigum við að bregðast við svona löguðu?…. Jakob.
Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró
Ef það er enduro…þá er það hér
Bóndinn á nýja hjólinu
Finnur stórverktaki að fá nýja draumahjólið sitt í gær. Aldrei meira, hjól með bílmótora, segir Bóndinn, sem var með sýnum mönnum, að undirbúa götuna við Bautann undir malbik. Tryggvi bróðir færði honum hjólið, KTM 300cc EXC 2 stroke 2005,beint í vinnuna. Finnur rétt gaf sér tíma að setjast á hjólið fyrir myndatökuna.
Honda hættir framleiðslu á XR
Þegar líða tekur að 25 ára afmæli eins allra vinsælasta hjóls sem framleitt hefur verið, hefur verið ákveðið að hætta framleiðslu á Hondu XR250R í Mars 2005, og stóribróðir XR400R mun einnig hverfa af færiböndunum.
Hjólin sem taka við XR-inu á enduro og trail markaðinum eru CRF250X og CRF450X, en 450 hjólið er ekki enn komið með framleiðsludagsetningu. XR250 hjólið var algjört hit fyrir Hondu þegar það kom fram 1979 og XR400 var það sem mikill fjöldi manna völdu sér þegar það kom fram á síðasta áratug síðustu aldar. Miðað við endingu hjólanna og áræðanleika, verða þrátt fyrir það þúsundir hjóla í umferð í mörg ár enn.
12 tímar, Enduro í Belgíu
Ein af stærstu endurokeppnum á meginlandinu var haldin í La Chinelle í Belgíu fyrr í mánuðinum. Keppninni er skipt upp í þrjú heat , 5, 4 og 3 tíma og er keppt í þriggja manna liðum. Daniel Crosset, Benjamin Halleux og Jérôme Taesch á Gas Gas 250 stóðu sig frábærlega. Félagarnir leiddu keppnina frá upphafi og kláruðu með 8 mínútna forskoti á næstu menn. Staða 3ja efstu var þessi:
1- D. Crosset/B. Halleux/J. Taesch (GAS GAS 250-2Str.)
2- M. Despontin/I. Peter/F. Van Dijk (KTM 250-2Str.)
3- N. Delporte/D. Denil/E. Baumans (Yamaha 450-4Str.)
KTM ferðin 2004
Um helgina 27. og 28. ágúst verður 6. KTM ferðin farinn. Um er að ræða ferð fyrir KTM eigendur og verður nú haldið á nýjar slóðir. Fyrir þá sem vilja 2 daga ferð er mæting á Selfossi með hjól á kerru kl: 10:00 á föstudagsmorgun. Gist er á VÍK á föstudagskvöld. Þeir sem komast ekki fyrr en á laugardagsmorgun mæta kl: 10:30 á VÍK í Mýrdal. Farinn verður 6-8 tíma ferð á laugardag og gist verður á laugardagskvöld á VÍK. Trússbíll fylgir þeim sem hjóla hringinn og ráðlagt að hafa 10-20 lítra bensín brúsa með í trússbílnum. Grillaðar pylsur í hádeginu á laugardag og svakaleg grillveisla um kvöldið, Chef al´a Katoom reiðir þá fram grill´de Bib Mousse með l´advance kartöflum og roll´ala´fjall á fæti. Farangursleiðangursstjóri og Tour Guide er margfaldi Íslandsmeistarinn Einar Sigurðarson og hefur hann valið leiðina sem er eftir þjóðvegi #1 þar sem áð verður við fornsögulega staði og Einar fræðir hópinn um land og spól. Allar nánari upplýsingar og skráning eru hjá Einari í S: 577-7080 eða á email einar@ktm.is Athugið að max komast 34 í túrinn og er óðum að fyllast.
David Knight Bretlandsmeistari í Enduro
Íslandsvinurinn Knight á KTM 525 innsiglaði titilinn með því að vinna þriðju umferðina í Breska enduroinu, þrátt fyrir að ein umferð sé eftir. Hann hefur þá unnið allar keppnirnar í ár. Paul Edmundson á Hondu varð annar í þriðju umferðinni og Juan Knight á GasGas 300 varð þriðji, en fjórði var svo annar íslandsvinur Edward Jones á KTM 250. Þrátt fyrir sigurinn tók Knight enga áhættu og undibýr sig nú fyrir Six days Enduroið sem haldið verður um miðjan september í Póllandi. Lokaumferðin í Breska enduroinu verður svo í október.