Úrslitin eru kominn frá Endurokeppninni við Leirtjörn. Þau eru undir Dagatal og Úrslit. Þessari mynd náði vefstjóri af Frisk þar sem hann var með Valda á hælunum.
Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró
Ef það er enduro…þá er það hér
Hestar og hjól
Þessa dagana er mikið um að það sé verið að koma hestum í haga. Oftar en ekki nota hestamenn tækifærið og ríða í sveitina, hvort sem þeir eru á leið á suðurlandið, Borgarfjörðinn, eða þaðan af lengra. Mikil traffik hesta er því á slóðum og vegum á þessum svæðum og á leiðum út frá borginni. Biðjum við alla hjólamenn að sýna ýtrustu varkárni og tillitsemi, fara út í kant og drepa á hjólunum og bíða þar til að ljóst þykir að hestarnir fælist ekki vélarhljóðið. Tillitsemi kostar ekkert.
Umhverfisnefndarbæklingurinn
Bæklingurinn sem umhverfisnefnd VÍK gaf út er nú kominn inn á vefinn og er linkurinn á hann hér til hliðar. Þeir örfáu sem ekki hafa kynnt sér innihaldið hafa nú tækifæri til þess á aðgengilegan hátt.
Olísssport um daginn
Guðni í Púkanum sendi okkur upptöku frá því þegar þeir í Olissporti sýndu frá Klaustri um daginn. Þetta er frekar lítil upplausn, eins og hann segir sjálfur…. sjá video
Skráningar- og félagakerfi mótorhjólaklúbbanna tekið í notkun
Skráningar og félagakerfi mótorhjólaklúbbana er hér með tekið í notkun. Hér geta menn skráð sig í alla mótorhjólaklúbba á landinu og borgað félagsgjöld. Keppnisnúmer eru fengin í kerfinu þó svo nokkra næstu daga virðist sem að mörg góð númer séu laus þá er alls ekki svo og verður það lagað á næstu dögum þegar félagalistar annarra félaga verða uppfærðir. Skráning í allar keppnir í Íslandsmóti auk nokkurra bikarmóta fer einnig fram í gegnum kerfið. Skráning hefst nú í fyrstu Endúrókeppni ársins auk annarra keppna. Langbest er fyrir skipuleggjendur mótanna að greitt sé með kreditkorti. Kerfið er sjálfvirkt og mun upphæðin takast út af kortinu um leið og umsókn er staðfest. þeir sem millifæra fá upplýsingar á skjáinn hjá sér um hvaða reikning á að millifæra á og leiðbeiningar um tilvísunarnúmer. Hægt er að skrá sig í allar keppnir ársins eða eina í einu. Til að geta keppt í Íslandsmótinu í motocrossi eða enduro þurfa menn að vera félagsbundnir í einn af klúbbunum sem eru listaðir upp í kerfinu.
Skráning er þá hafin í endurokeppnina við Leirtjörn 12 júní og henni lýkur á miðvikudagskvöld kl 23.59
Bruni
Línan milli þess að vera með tjúnað ofurhjól eða tifandi tímasprengju getur verið æði þunn eins og þessi góði maður komst að raun um á Klaustri.