Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Klaustur 2004

Opnað verður fyrir skráningu í keppnina á Klaustri eftir þrjá daga (15 janúar).  Ég hvet alla áhugasama á að kynna sér vefsíðunahjá Kjartani.

Paris Dakar

Paris Dakar,
11.01.04 / Hjörtur Jónsson

Nú þegar 9 leiðum er lokið ag Dakar rallinu og 10. og 11. leiðum hefur verið aflýst vegna hættu á ræningjum og ekki neinar keppnis fréttir að fá næstu tvo daga ætla ég að hella smávegis úr viskubrunni mínum og miðla til þeirra sem vilja lesa.

Fyrsta keppnin fór fram í janúar 1979 og voru engin sérútbúin mótorhjól í keppninni. Þessi keppni var svo frumstæð að tímatökumennirnir fóru um það bil tveim tímum á undan fyrsta manni af stað inn í eiðimörkina með klukkurnar og þegar fyrsti keppandinn náði þeim skelltu þeir upp endamarki þar sem þeir voru ef þeir náðu ekki á þann stað sem þeir áttu að fara á samkvæmt upphaflegu plani. Fyrstu keppnina vann Frakkinn C. Neveu á Yamaha XT 550. Aðeins 8 mótorhjólamenn hafa unnið keppnina á hjóli. Oftast hefur Frakkinn Stephane Peterhansel unnið keppnina 6 sinnum, en hann er fyrstur í dag á bíl með rúmlega klukkutíma forskot. C. Neveu hefur unnið 5 sinnum og E. Orioli hefur unnið 4 sinnum, en hann datt út úr keppninni fyrir nokkrum dögum á bílnum sem hann ók.

Sú mótorhjólategund sem oftast hefur unnið er Yamaha með 9 sigra, BMW og Honda er með 5 sigra hvor tegund, KTM er með 4 sigra og Gagiva með 2 sigra.

Það er magnað hversu margir fyrrverandi hjólamenn eru að keppa á bílum í ár og á meðal efstu 8 eru þrír fyrrum hjólarar úr París Dakar. Þetta eru Peterhansel sem er fyrstur, Mayer í 6 og Magnaldi í 8. sæti, en þegar keppnin hófst voru þeir mun fleiri.

Upphafsmaðurinn og hugmyndafræðingurinn af þessari keppni var Frakkinn Thierry Sabine, en hugmyndina fékk hann 1977 þegar hann villtist á mótorhjólinu sínu í Líbönsku eiðimörkinni þegar hann var að taka þátt í rallý þar. Sabine fórst í þyrluslisi 14. janúar þegar hann var að stjórna 8. Paris Dakar rallinu. Hans einkunnar orð um Paris Dakar voru “ Paris Dakar er áskorun fyrir þá sem taka þátt og draumur þeirra sem ekki taka þátt“.

Dakarinn

Kannski man einhver eftir herra Lundmark, sem keppti á Klaustri síðasta ár.  Lundmark er komin á fullt í Afríku.  Er í 13.sæti tæpum 16 mínútum á eftir Esteve Pujol.  Lundmark er sá sem er efstur ef frá eru taldir atvinnumennirnir.  Á pgdakar.com  getið þið fylgst með keppninni dag frá degi og fræðst um ýmislegt sem kemur að slíkri keppni, kostnaður, æfingar o.fl.  Einnig ber að nefna að sýnt er frá keppninni á Eurosport á hverju kvöldi, 21.30 og aftur 00.00.  Góða skemtunn.   sveinn@enduro.

Nýtt félag í Garðabæ?

Nokkrir áhugasamir aðilar vilja kanna hvort áhugi sé fyrir því að stofna vélhjólafélag í Garðabæ. Umrætt félag yrði stofnað sem íþróttafélag til þess að vinna að því í samráði við bæjaryfirvöld í Garðabæ að fá úthlutað æfingasvæði sem gæti þjónað öllum aldursflokkum en þó einkum þeim yngri. Varðandi æfingasvæði er sérstaklega horft til fyrirhugaðs byggingarlands í nánd við Garðarholt. Áhugasamir eru beðnir um senda vefpóst á veffangið jh@isl.is með nafni, kt. og símanúmeri. Kveðja Jóhann Halldórsson

Arctic Trucks fyrstir að bjóða lán á mótorhjól

Lengi hefur verið ógerlegt að fá lán til kaupa á mótorhjólum á Íslandi en bílalán hafa verið vinsæl við kaup á nýjum bifreiðum. Nú hefur verið brotið blað í þeim málum því frá og með fimmtudeginum 28. ágúst verða slík lán fáanleg hjá Arctic Trucks, umboðsaðila Yamaha á Íslandi. Um er að ræða lán til kaupa á götuhjól um, fjórhjólum og torfærutækjum. Lánshlutfall er allt að 70% af kaup verði og er lánað til mest 5 ára. Al mennt verður lántaki að vera orðinn 30 eða 35 ára og hjólin ábyrgðar- og kaskótryggð allan lánstímann. Vext ir og lántökugjöld eru þau sömu og á sambærilegum bílalánum. Lánin eru mismunandi eftir því hvort um er að ræða kaup á götuhjóli, torfæruhjóli eða fjórhjóli. Þannig er t.d. lánshlut fallið mest við kaup á götuhjóli en minnst við kaup á torfæruhjóli. Arctic Trucks verður með hjóla daga sem opna á morgun og þar verða nýjustu gerðir Yamaha kynnt ar og auk þess nýju lánamöguleikarnir.

Nýidalur um helgina

Ég og Hóla-Palli erum á leið ( kl o9.oo ) inn í Sandbúðir, norðan Fjórðungsöldu. 30 mín. hjóla akstur á sprengisandi frá Nýjadalsskálanum. Verðum þar með „Base“ yfir helgina. Hjólamenn og konur sérstaklega, eru velkomin í kaffisopa hjá okkur yfir helgina. Það er góð spá fyrir miðhálendið í dag og enn betri á morgun. Næst í okkur í 855-4324.

Siggi Baldurs.