Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Bréf frá Keppnisstjóra

Vefnum var að berast bréf frá Hirti Jónssyni, keppnisstjóra í Svínhaga.  Bréfið fjallar um svindl í keppni.

Bréf frá Hirti Jónssyni, keppnisstjóra, 30 júní 2003.

Að gefnu tilefni og áskorana frá mönnum ákvað ég að skrifa lítið bréf um Svínhagakeppnina.

Það er flestum ljóst að það voru menn í keppninni sem svindluðu á meðan að á keppni stóð í því formi að setja á bensín á hjólin inn í braut. Þessir menn stimpluðu sig svo inn í lokin og náðu þar með einum hring. Þessir sömu menn ættu að sjá sóma sinn í því að fara fram á það við yfirtímavörð (Guðjón tölvukall) að láta fella út þennann síðasta hring eins og keppandinn sem fór hálfan hring við Úlfarsfell 3. mai og fór hann fram á það að sá hringur væri felldur út þetta er virðingarvert og sýnir að Ríkharður Reynirsson no 57 er sá keppandi sem setur heiðarleikann ofar öllu öðru.

Keppnisstjórn getur ekkert gert í málinu því það sem dómarar sjá ekki geta þeir ekki dæmt á. Dómarar geta og meiga aldrei dæma á hluti sem þeir sjá ekki.

Hvað varðar að Einar no 1stoppaði ekki á réttum stað eftir fyrsta hring þá hefði hann átt að fá 5 mín Víti fyrir það. Ástæðan fyrir því að ekki var dæmt á hann Víti er sú að STOPP skiltið var ekki nógu vel sjáanlegt. Í reglunum er sagt að sá fær Víti sem ekki stoppar við STOPP FLAGGARA mjög loðið eftir að tímatökubúnaður var gerður sjálfvirkur og á ábyrgð keppanda sjálfra, en Einar stoppaði þó seint væri og hljóp til baka og stimplaði sig inn.Ef hann hefði fengið Víti hefði Einar hefði bara kært þennann úrskurð og örugglega unnið á því að vafaatreiði í reglum eru alltaf keppanda í hag.

Það er búið að hamra á því að keppendur ættu að vera heiðarlegir í garð hvors annars og keppnisstjórn reynir að gera sitt besta í vali á stafrsmönnum til að keppnishaldið gangi vel fyrir sig.

Hjörtur keppnisstjóri.

2nd Arctic-Trucks enduró áskorun!

Nú á laugardaginn 28.06 munum við í Arctic Trucks bjóða til sannkallaðrar enduró veislu!  Allir sannir enduró menn eru því vinsamlegast beðnir um að mæta í Skálafell kl.9:30 á laugardagsmorgunn.

Lagt verður af stað frá Skálafellsafleggjaranum kl. 10:00 stundvíslega, farið verður síðan um Þingvelli, upp Lyngdalsheiði (norður) og stoppað á Laugarvatni þar sem fyllt verður á bensín, hægt verður að setja bensín í trúss bílinn eða taka með sér pening og kaupa bensín á Laugarvatni. Grillið verður að sjálfsögðu með í för og fullt af „Keti og Smjeri“ svo allir geti troðið duglega í sig hvort sem þeir eru á bláum, gulum, appelsínugulum eða grænum hjólum.  Haldið verður svo áfram með mannskapinn vel nærðan upp Lyngdalsheiði (suður) að Ljósafossi, yfir Mosfellsheiði og komið til baka í Skálafell.

Gulli „Sonax“ og Yamaha Haukur eru keppnis menn í Yamaha liðinu og einir af fremstu enduró ökumönnum landsins og munu þeir leiða hópinn ásamt því að taka létta enduró kennslu á leiðinni.  Mætum með góða skapið og gerum þennan laugardag að ánægjulegum og eftirminnilegum enduró degi.

Ath. Öllum er boðið að taka þátt í þessari ferð með okkur, þeim að kostnaðarlausu.   F.h. Arctic Trucks Sigurjón Bruno

Starfsmenn í Pitt

Í fjórðu umferð íslandsmótsins í enduro kom mjög skýrt fram nauðsyn þess að starfsmenn séu þjálfaðir og viti nákvæmlega hvað þeir eigi að gera.

Vefurinn hafði samband við Torfa Hjálmarsson, starfsmann Suzuki liðsins og fékk hann til að tjá sig um ástæður þess að Valdimar lagði af stað í fimmta hring með sprungið að aftan.

Sagði hann að um leið og Valdimar kom í pitt með sprungið dekk hafi starfsmenn „panikað“.  Valdi var í fjórða sæti og mjög æstur.  Öskraði á þá að herða á dekkjastoppurunum.  Meðan Torfi var að þessu þá tók annar starfsmaður sig til og losaði dekk af öðru hjóli.  Torfi vissi ekki af þessu og áður en þeir vissu þá taldi Valdi þetta vera orðið nóg og þaut af stað.  Um leið og hann lagði af stað þá áttuðu Torfi og Tóti sig á því að þeir voru komnir með annað dekk næstum tilbúið og það þyrfti ekki nema eina til tvær mínútur til að setja nýtt dekk undir.  Hlupu þeir öskrandi yfir pittinn og reyndu að komast í veg fyrir Valda en tókst ekki.

Til stóð að skipta um eftir hringinn en Valdi var orðinn of æstur og neitaði með öllu að stoppa í pittinu.

Eftir keppnina þá bölvuðu Suzuki menn sjálfumn sér.  Þeir hefðu getað verið með dekk tilbúin fyrir flest hjólanna og búnir að skilgreina hlutverk hvers starfsmanns þannig að menn séu ekki að þvælast fyrir hvor öðrum.

Er reynsla þeirra ágætis dæmisaga fyrir aðra pitt starfsmenn.  Suzuki menn ætla sér að halda nokkra fundi á næstunni og skipuleggja og æfa viðbrögð.  Spurning hvort fleiri nýti sér ekki þessa reynslu og geri slíkt hið sama.

Fjórir stimpluðu sig ekki inn

Fjórir keppendur óku framhjá tímatökuhliðinu í fyrsta hring, án þess að stimpla sig inn.  Voru þetta Ishmael David, Magnús Sveinsson, Einar Sigurðsson og Helgi Valur Georgsson.

Einar Sigurðsson áttaði sig á þessum mistökum eftir 20 metra.  Klossbremsaði og fleygði hjólinu frá sér.  Hljóp til baka (þar sem ekki má aka í öfuga akstursstefnu í braut) og stimplaði sig inn.  Hann náði að stimpla sig inn fyrstan en meðan hann hljóp til baka þá tóku framúr honum fjórir keppendur.  Við þessi hlaup tapaði Einar um 30 sekúndum og má segja að þær hafi haft mikil áhrif á gang keppninnar.  Viggó sigraði með 37 sekúndna forskot á Einar.  Einar lauk síðan deginum með því að sigra í seinni umferðinni og vinna overall úrslit dagsins.

Ishmael David áttaði sig á mistökunum þegar hann hafði ekið 4-500 metra inn í hring 2.  Bað til Guðs um að hann hefði verið stimplaður handvirkt inn en fékk ekki ósk sýna uppfyllta.  Ishmael er enn í dag að gráta mistökin.  Í seinni umferðinni bilaði hjólið hjá Ishmael í fjórða hring en hann var þá í 17 sæti.

Magnús Sveinsson áttaði sig á þessu þegar hann lauk sínum öðrum hring og tók þá eftir því að keppandinn fyrir framan sig stoppaði til að stimpla sig inn.  Magnús var þá í hörku „race“ við annan keppanda og sá ekki mikinn tilgang í að halda áfram þar sem hann var sjálfkrafa orðinn einum hring á eftir.  Hætti hann strax.  Í seinni umferðinni þá lenti hann í vandræðum með kúblinguna eftir ána þar sem olíana var orðin eins og mjólk á litinn.

Helgi Valur var hundfúll yfir þessum mistökum og mætti fyrir bragðið tvíelfdur í seinni umferð og endaði í 8 sæti í þeirri umferð.

Mikil dramatík hjá Suzuki

Strax eftir fjórða hring kom Valdimar Þórðarsson inn í pitt með sprungið að aftan.  Hafði hann tapað um einni mínútu á því að aka með sprungið í brautinni en Valdimar var þá í fjórða sæti.  Fljótlega eftir að vinna hófst við að skipta um dekk komu Reynir Jónsson og síðan Sölvi Árnasson í gegnum hliðið.  Við þetta féll Valdimar úr 4 sæti niður í 6 sæti.

Spennan varð það mikil að Valdimar ákvað að sleppa viðgerð og gaf allt í botn.  Fór af stað með sprungið að aftan.  Tapaði síðan 4,5 mínútum á næsta hring og 2,5 á þeim síðasta eða 7 mínútum í heildina og endaði hann í 12 sæti.

Ef aðstoðarmenn hans hefðu fengið að skipta um dekk og ekki verið lengur en rúmar 6 mínútur að því þá hefði hann endað í 10 sæti.  Hann hefði jafnvel getað endað í 7 sæti ef aðstoðarmennirnir hefðu skipt um dekkið á innan við 5,5 mínútum.  Má því draga þá ályktun að æsingurinn hafi kostað hann heil 5 sæti eða 10 stig til íslandsmeistara.