Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Nornaveiðar

Grátbrosleg umræða er hafin á spjallkorkinum.  Grátleg fyrir það ok sem lagt er á VÍR menn og brosleg fyrir skilningsleysi fulltrúa sýslumanns.

Til að gera 2ja ára sögu stutta þá var stofnað Vélhjólaíþróttafélag Reyknesinga (VÍR).  Félagið er komið með skriflegt leyfi bæjaryfirvalda (landeiganda) fyrir akstri á Broadstreet.  Félagið er komið með tryggingar og búið að uppfylla skilyrði sem önnur félög í öðrum bæjarfélögum hafa þurft að uppfylla.  Samt neitar fulltrúi sýslumanns og leggur það fyrir lögregluembættin að banka upp á hjá fólki ef mótorhjól er fyrir utan.  Gera húsvitjun á félagsfundi VÍR.  Stöðva allar bifreiðar hvar sem til þeirra sést ef þær hafa kerru í aftanídragi með hjóli.

Vefurinn sér sig knúinn til að höfða til lögregluembættanna og sýslumanns.  Við vitum að samskipti Fáfnis í Grindavík við félagasamtök erlendis var vafasöm en vinsamlegast leggið ekki þessa íþrótt á sama borð.  Þetta eru strákar á öllum aldri sem vilja vernda náttúruna og vinna að uppgangi íþróttarinnar.  Þetta gera þeir með því að setja þessi hjól inn á afmarkað svæði sem hefur nú þegar verið notað í 27 ár og bæjaryfirvöld / landeigendur samþykkja.

Einhversstaðar heyrði vefurinn að eitt af skilyrðunum sem sýslumaður hefði sett var að svæðið væri ekki afmarkað fyrr en búið væri að setja girðingu utan um allt svæðið.  Hvernig er með GoKart brautina.  Afhverju þarf motocross braut að uppfylla ný og ný skilyrði.  Vefurinn kom að þessu máli að litlu leyti fyrir rúmu ári síðan.  Svo virðist sem í hvert sinn sem skilyrðum hefur verið mætt býr sýslumaður til enn önnur skilyrði, byggð á eigin túlkun.

Hvað svo sem til er í þessu þá verða menn að leysa vandamálin en ekki búa þau til.  Með þessum aðgerðum sýslumanns verða til fullt af  vandamálum.  Utanvegaakstur, landspjöll, innanbæjarakstur svo eitthvað sé talið upp.  Enda þorir enginn hjólamaður að mæta á motocross brautina sem bæjaryfirvöld hafa gefið leyfi fyrir.

Mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Myrkrahöfðinginn þar sem yfirvaldið tók á göldrum með miklu offorsi á kannski eitthvað sameiginlegt, eða kannski ekki.  Þar var fjallað um galdraofsóknir sem eiga ekkert sameiginlegt með aksturskeppni á mótorhjólum í braut.  Og þó.  Yfirvaldið í myndinn hafði þann sið að brenna meinta galdramenn.  Yfirvaldið í Reykjanesbæ situr fyrir íþróttamönnum, sem eru að æfa sig fyrir íslandsmótið í motocrossi og meinar þeim um æfingar í motocrossbraut Reyknesinga.  Í báðum tilvikum er litið á þetta sem afbrot.  Í báðum tilvikum er þetta glæpur.  Menn eru því afbrotamenn eða glæpamenn.  Í dag, í upplýstu þjóðfélagi, höfum við skömm af þeim aðförum sem yfirvaldið sýndi meðan á þessum galdraofsóknum stóð og biðst vefurinn, sem Íslendingur, afsökunar á öllum þeim voru brenndir og niðjum þeirra.  Vefurinn þekkir marga Reyknesinga sem hafa einnig skömm af fulltrúa sýslumanns í þessu máli.

Ef vefurinn man rétt var yfirvaldið vanað í mynd Hrafns Gunnlaugssonar.

GM

Að sparka í liggjandi hund??!!

Vegna þýðingu á grein úr RacerX hér á vefnum langar mig (Bjarni Bærings) að upplýsa eftirfarandi. Hjólaframleiðandinn Cannondale hefur nokkrar verksmiðjur í Bandaríkjunum. S.l. 3 ár hafa þeir lokað 2 þeirra í desember og janúar í hagræðingarskyni þar sem eftirspurn eftir torfæruhjólum og reiðhjólum er í lágmarki yfir vetrarmánuðina. Í 1 verksmiðju til viðbótar er gjarnan unnið á hálfum vöktum þetta tímabil. Að loka verksmiðju tímabundið er því ekki það sama og að hætta framleiðslu.

Það er rétt sem kemur fram í RacerX að Cannondale hefur ekki skilað miklum arði til hluthafa sinna og býr ekki yfir miklu eigin fé. Ástæðan er sú að síðustu 2 ár hafa gífurlegum fjármunum verið varið í þróun á nýju torfæruhjólunum þeirra. Vöruþróun er fjárfesting, og það fyrirtæki sem fjárfestir ekki, á ekki vaxtarmöguleika. Cannondale er skráð á Nasdaq undir kennimerkinu “BIKE”. Gengi bréfanna hefur fallið á rúmu ári úr 2$/hlut niður í tæpan 1$/hlut, en s.l. ár hefur verið erfitt fyrir allan iðnað í USA. Velta Cannondale jókst hinsvegar s.l. ár mun meira en sambærilegur iðnaður í USA, eða um 257% umfram meðaltalið. Síðasta viðskiptadag Nasdaq (24.01.2003) hækkaði gengi bréfa Cannondale um 4%.

Það er ekki aðeins staðföst trú á eigin framleiðslu sem styrkir Cannondale í sókn sinni, heldur einnig spörkin frá samkeppnisaðilunum – sem sumir hverjir virðast eyða meiri orku í að sparka í liggjandi hund frekar en að klappa eigin ketti.  Bjarni Bærings.

Cannondale LOKAR??

Það mun braka í íslenskum keppnisliðum og mörgum keppendum við þessa frétt.  Tímaritið Racer X komst að því að Cannondale mótorhjóla deildin væri að renna sitt skeið.  Fyrirtækið lokaði verksmiðjunum í Bedford og Bethel í Pennsylvaníu fyrir tveimur dögum ásamt reiðhjóla framleiðslunni sem kemur úr þessum verksmiðjum.  Hið metnaðarfulla mótorhjóla verkefni hefur verið vandamál fyrir Cannondale frá upphafi þó svo þeim hafi orðið ágengt undanfarið, sérstaklega varðandi fjórhjólin.  Svo virðist sem þónokkrir nátengdir fyrirtækinu hafi laumað því til fjölmiðla að Cannondale hafi ekki náð að greiða út laun þessa vikuna.  Efni fréttarinnar er unnið af www.racerxill.com

X-Moto, Hjóladagur

Eftirfarandi fréttatilkynning var að berast vefnum frá versluninni Moto.

„Jæja þá er stjórnin búinn að skila af sér keppnisdagatalinu fyrir 2003 og er það gott mál. Breytingar eru litlar og ágætt að þetta fari að festast á sömu helgar ársins. Uppi var hugmynd um fyrstu Enduro keppni ársins 10. maí en vegna Alþingiskosninga þann daginn var víst fallið frá honum. Ég skora hinsvegar á hjólamenn og konur að fjölmenna á hjóladag Verslunarinnar MOTO laugardaginn 10. maí. kl:11:00 við Húsmúla. Farinn verður hringur um Hengil svæðið og boðið í grill mitt alles í hádeginu. Gleðilegt keppnis og ferða ár og fulla ferð og engar bremsur. Festið daginn í minnisbókina. X – Moto á kosningadag. Kveðja, Katoom“

Miklar breytingar

Ótrúlegur fjöldi hefur nú þegar breytt keppnisnúmeri sínu.  Margir sem voru með tveggja stafa númer fengu sér þriggja stafa númer og þeir sem voru með hærri númer voru ekki lengi að grípa tækifærið og fá sér lægri númer.
Sumum er nákvæmlega sama hvaða númer þeir eru með.  Sumir vilja fá eins lág númer og hægt er og aðrir einhver flott númer eða númer sem hafa einhverja merkingu.  Allar samstæður, 222, 333, 444… 999 eru teknar.   Husaberg eigandi er líklega kominn með 501, flugstjóri með 757.  KTM eigendur eru komnir með 520 og 525.  450, 440, 500, 300 og 200 eru einnig gengin út.  Enn eru tæplega 800 númer á lausu en skiptimarkaðnum lokar á hádegi á sunnudaginn.

Gróska í vefnum

Nýjar vefsíður, síður einstaklinga og liða spretta fram þessa dagana.  Af því nýjasta má nefna Heimasíða vélhjóla og vélsleðamanna á Húsavík Icemoto.tkTeam Galfýr og Team KFC.  Fjölmargir hafa endurbætt vefi sína og má þar nefna Sniglana.
Af netföngum margra má ráða að Mr. Pastrana senior hafi verið einn af þeim fyrstu til að nýta sér 3 daga „Wet Wild Night Live Reykjavik Tour“ ferðirnar sem Icelandair auglýsti í bandarískum fjölmiðlum fyrir um 14 árum.  Flestir þessara ungu hæfileikaríku ökumanna bera „jú“ hans eftirnafn!