September 2003 ræðst hann á Skandinavíu, Eystrasaltslöndin, Evrópu, yfir Afríku og þvera Sahara. Áætlanir gera ráð fyrir að ferðin taki allt að fimm mánuði.
Meðan aðrir fara ferðir á SuperCross í USA… í endurteknar æfingabúðir í Svíþjóð… þvert yfir USA… þá af ofangreindu er það ekki spurning að Jakob Þór stefnir í að verða krýndur ævintýra-kóngur hjólamanna fyrir árið 2003… nema hann komi til baka í niðursuðudósum… íblandaður hýenukjöti Zengelmanna.
Jakob Þór heldur úti frábærri vefsíðu og eru allar nánari upplýsingar inn á www.simnet.is/geokobbi
Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró
Ef það er enduro…þá er það hér
Nánar um Dakar
Dakar rallið er nú í fullum gangi og er hægt að fylgjast með gangi mála á Eurosport á hverju kvöldi kl: 21:30. 155 hjól hófu keppni og er aðeins ein verksmiðja með keppnislið og það 2. Team KTM Gauloises og Team KTM Telefonica. Nokkrir gamalreyndir hjólakallar eru á bílum og má þar nefna Stephan Peterhansel á MMC Pajero en hann leiðir keppnina í bílaflokki. Hér fylgja svo nokkrar staðreyndir um keppnina, en einnig er hægt að fylgjast með á www.dakar.com og www.ktm.at
Lesa áfram Nánar um Dakar
Dakar
Menn mega ekki gleyma því að um hver áramót fer fram eitt frægasta rallý heimsins, Dakar. Sýnt er frá þessu á Eurosport eldsnemma á hverjum morgni og síðan endursýnt yfir daginn. Menn eru hvattir til að kynna sér dagskrá eurosport og fylgjast með þessu. Hver veit nema einhver eitilharður íslendingur tekur sig til eitthvert árið og sýnir þeim hvernig á að gera þetta.
Enduroefnisfræði 101
Enduroefnisfræði 101
Eftir Jakob Þór Guðbjartsson (uppfært 27.12.2002 )
Hlífðarföt fyrir mótorhjólafólk hafa tekið miklum beytingum á undanförnum
áratugum. Nú er ekki eingöngu hægt að vera í leðri, heldur bjóða
framleiðendur upp á mikið úrval öryggisfatnaðar úr gerfiefnum. Fjöldi þeirra
gerfiefna sem eru á markaðnum í dag hleypur á hundruðum, ef ekki þúsundum og því má
ætla að gæðin séu æði misjöfn.
Öryggisfatnaður kemur ekki í veg fyrir beinbrot, heldur ver húðina fyrir bruna- og svöðusárum. |
Enduroefnisfræði 101 er ætlað að opna augu mótorhjólafólks fyrir þeirri staðreynd að
vefnaðarvara er ekki bara vefnaðarvara, leður er ekki bara leður og að ekki er kálið sopið
þó í ausuna sé komið. Með því að þekkja hugmyndafræðina á bak við notkun
öryggisefnana og virkni þeirra aukast líkurnar á að við kaupum öryggisfatnað sem þjónar
réttum tilgangi. Lesa áfram Enduroefnisfræði 101
(H)jólakveðjur
Vefurinn óskar öllum hjólamönnum gleðilegra jóla. Ekki er kominn nákvæmur tími á áramótafund AÍH en hann verður haldinn í skála Hafnarfjarðabæjar við Hvaleyrarvatn upp úr hádegi. Ekki fáum við frostið en allir fá þó félagsskapinn af hvor öðrum. Allir verða velkomnir en nánari upplýsingar berast eftir jólahátíðina.
Þorlákshöfn
Allur akstur í nágrenni Þorlákshafnar er stranglega bannaður nema með leyfi landeiganda. Borið hefur á því undanfarið að menn hafi hópast þangað í leyfisleysi og jafnvel án þess að bera neina virðingu fyrir landinu. Örfáir hafa hjólað þarna og þá með leyfi landeiganda. Hafa þeir borið sig þannig að hlutunum að eigendur landsins og aðrir náttúru unnendur hafa skilið sáttir við. Landeigendur eru hinsvegar komnir á það stig að hætta algjörlega að leyfa akstur, jafnvel þó svo óskað sé eftir leyfi með fyrirvara og akstrinum skynsamlega hagað. Vefurinn hefur því verið beðinn um að koma því áleiðis að allur akstur er stranglega bannaður.