Öllum funheitum íslenskum hjólamönnum er boðið í cross og enduro skóla í Svíþjóð. Gert er ráð fyrir að fara 4 apríl og koma aftur 20 apríl. Munu þeir elta Martin Dygdt um nokkrar vel valdar motocross brautir. Að lokum verður síðan endað á tveggja daga enduro námskeiði hjá Anders Erikson sem er margfaldur enduro meistari. Verður stefnan tekin á að hjóla sig rænulausan.
Allir munu senda eigin hjól út í gámi og sameinast um bílaleigu-bíla. Búið er að útvega gistingu fyrir alla.
Nauðsynlegt er að greiða staðfestingagjald fyrir áramót en markmiðið er að halda kostnaðinum í lágmarki og ánægjunni í hámarki. Þeir sem hafa áhuga eru því hvattir til að hafa samband við Einar Sigurðsson í 577-7080.
Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró
Ef það er enduro…þá er það hér
Frétt tekin af mbl.is
Átta slösuðust þegar hestar fældust.
Átta ferðamenn, sem voru að leggja af stað í hestaferð á vegum Íshesta í gærmorgun, voru fluttir á slysadeild, en þeir höfðu allir dottið af hestbaki er hestar þeirra fældust. Talið er að snarpur vindsveipur hafi fælt hestana með þessum afleiðingum. Ekki er talið að fólkið hafi hlotið alvarleg meiðsli.
Af öllum hugsanlegum ástæðum, þá hvarflaði ekki að vefstjóra að vindurinn væri sökudólgurinn. Afstaða himintunglanna var hinsvegar sérstök fyrir ofan Hafnarfjörð um helgina eins og dæmin sanna. Einn hestur tók upp á því að henda manni af og allir hinir gerðu það sama. Einn VÍKverji hóf dans upp á borði og allir hinir fylgdu á eftir. Einn drakk aðeins of mikið og hinir hjálpuðu honum. Sumir sofnuðu, aðrir ældu en flestir dönsuðu þó. Vefnum hefur hinsvegar ekki tekist að fá neinar fréttir af árshátíðinni þar sem enginn virðist muna neitt.
Enduro – hugmyndir um breytingar
Mig langar að leggja fram nokkrar hugmyndir varðandi framkvæmd enduro-keppna.
Ég vil áður en lengra er haldið, hrósa þeim sem að framkvæmd þeirra hafa staðið fyrir óeigingjarnt starf og þá sérstaklega Hirti líklegum. En eins og Íslendinga er siður tel ég mig hafa eitthvað til málanna að leggja og vil varpa hér fram nokkrum hugleiðingum og vona ég að með þessu komist af stað umræða um þessi mál.
VÍH er orðið deild í AíH
Stofnað hefur verið Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar (AÍH) og með þeim gjörningi hafa þrjú akstursíþróttafélög sameinast í eitt. Vélhjólaíþróttafélag Hafnarfjarðar, Rallýcrossklúbburinn og Mótorsportklúbbur Íslands standa á bak við þetta félag sem er deildaskipt. Vélhjóla, Rallýcross og Go-cart deildir munu starfa innan félagsins. Nýtt félag mun sækja um inngöngu í Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og ætlunin er að byggja upp sameiginlegt keppnissvæði fyrir þessar þrjár akstursíþróttir í Hafnarfirði. Hafi menn áhuga á að ganga í félagið þá geta þeir sent tölvupóst á Aron Reynisson (aronreyn@simnet.is ), Guðberg Guðbergsson (iceman@simnet.is ) eða Halldór Jóhannsson (hj@centrum.is).
Stjórn AÍH.
Gamli góði XR-600
Búinn er að setja saman nokkrar línur um “gamlan vin” –XR 600 sem nú er að mestu út-dauður, og fylgja 4 myndir. Gæti verið þokkaleg lesning. Kveðja 4.
Förum ca. 6 ár aftur í tímann og þá þótti Honda XR 600 ennþá einn flottasti “thumperinn” í bænum. Förum aðeins lengra aftur, kannski 10 ár og þá var bara ekkert annað til heldur en Honda XR 600 (amk í hugum flestra). Enginn var maður með mönnum nema eiga honduna, og ekki að ástæðulausu, hjólið var gott á þeirra tíma mælikvarða, virkaði vel, var fjölhæft, flott og ekki síst alveg ódrepandi. En svo kom Yamaha með YZ400 fourstroke sem svo óx úr öllu valdi og er afleiðingin fjórgengis bylting sem má alveg lýsa sem æði. Hondan þróaði síðar alveg nýja hugmynd af fjórgengishjóli sem í dag heitir CRF (og CRF-X sem er endúró týpan) og smátt og smátt helltist gamli góði XR-inn úr lestinni sem forystufákur í fjórgengisdeildinni. Auðvitað mega XR-in sín lítils gegn nútíma fjórgengishjólum í keppni. Þau eiga einfaldlega ekki sjéns (nema kannski í Baja). Lesa áfram Gamli góði XR-600
Innanhúss æfingar
Brotið hefur verið blað í sögu Vélhjólaíþróttaklúbbsins því að nú hefjast æfingar innanhúss og verða í allan vetur. Fyrsta æfingin verður sunnudaginn 3.nóvember kl 14.15 til 17.30. Á þessari fyrstu æfingu verður opið hús, þannig að allir félagsmenn geta mætt og prófað aðstæður. Seinna í vetur verður tímanum síðan skipt niður eftir hjólastærð og aldri keppanda og verður það auglýst síðar. Á staðnum verða stjórnarmenn sem koma til með að kenna reglur hússins og hvernig æfingafyrirkomulagið verður. Nýliðar, krakkar og unglingar eru sérstaklega velkomin. Aðgangseyrir er enginn.
Áhugasamir um þjálfarastöðu fyrir krakka og unglinga hafið samband við stjórnarmenn.
Sunnudaginn 3.nóv allir félagsmenn VÍK velkomnir í Reiðhöllinna í Víðidal milli klukkan 14.15 og 17.30.
Stjórnin