Í lok nóvember verður fáanleg 90 mínútna video spóla frá KFC og DV Sport Íslandsmótinu 2002. Samantekt verður frá öllum Íslandsmeistarakeppnum ársins ásamt skemmtiefni sem ekki hefur verið sýnt áður. Einnig verður gefin út sérstök 60 mínútna video spóla frá 1st TransAtlantic Off-Road Challenge keppninni sem fram fór á Kirkjubæjarklaustri. Hvað varðar framhald á þættinum Vélhjólasport þá eru viðræður í gangi um að fá fleiri þætti til sýningar í sjónvarpi og er vonast til að þeir gætu orðið 7-10 næsta sumar.
Kveðja, Karl Gunnlaugsson.
Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró
Ef það er enduro…þá er það hér
Husqvarna (og ISDE)
Ég sé og heyri að menn eru að velta fyrir sér stöðu Husqvarna í dag, og ekki að ástæðulausu. Sagansegir að Husqvarna opni útibú hér á landi í vetur. En ýmsar spurningar um stöðu Husqvarna eru í loftinu. Hér er það sem ég veit þó að er að gerast.
Husqvarna kynnti í fyrra nýja línu af hjólum og voru þar mest áberandi TE 250, 400 og 450. Ekki að álit mitt sé einhver stóridómur en persónulega tel ég að Husqvarna eigi ekki eins sterkt CROSS hjól og Honda CRF. En í ENDURO deildinni er stðan önnur og tel ég að TE450 sé eitt áhugaverðasta hjólið (ásamt KTM 450). Paul Edmundson hefur verið mjög ánægður með TE250 í ár sem líkist ekki í neinu “gömlu góðu” Husqvarna hjólunum. Hans helsta umkvörtunarefni er að aflið skortir eilítið í 250 hjólið miðað við Yamaha 250 sem hans helsti keppinautur, Knight, hefur ekið. Hinsvegar er kallinn byrjaður að nota TE 400 núna (í ISDE) og virðist vera drullu sáttur við hjólið. Ég sá stöðu mála í ISDE og það er gaman að sjá hversu sterk Husqvarna eru þar. Hvað varðar svo framleiðslumál hjá Husky eru blikur á lofti. Til stóð að fá nýtt fjármagn inn í reksturinn en það hefur nú hlaupið snuðra á þráðinn sem á mannamáli þýðir að peninga skortir sem kemur til með að koma niður á fjölda hjóla sem verða framleidd. Synd og skömm. Team Husqvarna UK og þar á meðal Paul Edmundson fengu ekki greidd umsamin laun frá Husky sl. season sem er tilkomið vegna áðurnefndra peningavandræða. Þrátt fyrir þetta bull hefur Paul líst yfir vilja sínum að vera í Team Husky næsta ár sem talsmenn Husky mega þakka fyrir. Þrátt fyrir allt bullið er Paul ánægður með hjólin og virðist hafa trú framhaldinu. Vonandi að nú geti þeir borgað umsamin laun. Husqvarna hefur reynt að einbeita sér að hafa hjól fyrir keppnisliðin klár en fá hjól hafa verið fáanleg fyrir almenning. Hvað varðar okkur hér á íslandi þá er stór aðili að undirbúa opnun Husqvarna umboðs með hækkandi sól, eða svo hvísla litlu fuglarnir. Ljóst er að það þarf stóran og fjársterkan aðila til að starta dæminu, það þarf að gerast af fullum krafti, kveða niður gamlar Husqvarna draugasögur og byrja að hirða dollur í íslenska endúróinu og crossinu. Auðvitað er það svo að önnur merki ss. KTM, súsúkí, Husaberg, Honda osfrv, eru ekki spör á yfirlýsingar um Husqvarna og hversu hrikalegt ástandið er þar. Því verður ekki leynt að peningavandræði ítalana eru veruleg en hvað gæði hjólanna varðar held ég að niðurstöður erfiðustu endúrókeppna í heimi (ss ISDE) þetta ár, í fyrra og svo framvegis tali sínu máli. Allavegana fyrir mig! Sú var tíða að enginn var maður með mönnum nema hann keppti á Husky. Þetta breyttist allt, peningavandræði komu í spilið og gæði hjólanna fóru hratt niður á við. Sl. 2 ár hafa orðið miklar breytingar og nú eru Husqvarna aftur með “hardcore” græjur. Hinsvegar kostaði framþróunin of mikla peninga og nú eru vændræði með að taka skrefið til fulls. Á meðan Husqvarna hefur ekki aur til að standa undir mikilli framleiðslu og standa í auglýsinga og áróðursherferðum eins og önnur companý gera, fær almenningur ekki að kynnast styrkleika nýju hjólanna. Þar til það gerist verðum við að treysta á hugsuði eins og Paul Edmundson að halda augum okkar opnum. Lesa áfram Husqvarna (og ISDE)
Fast Eddie
Síðastliðinn sunnudag kepptu Reynir Jónsson og Einar Sigurðsson i Fast Eddie enduroinu sem að þessu sinni fór fram i Tong Hall i Bretlandi. Brautin lág að mestu um skóglendi og þar sem hafði rignt nokkuð var mikil drulla og trjáræturnar mjög sleipar og erfiðar viðureignar. Voru félagarnir skraðir til þáttöku í Pro – flokki þar sem saman eru komnir allir bestu enduromenn Bretlands.
Einar keppti a KTM 450 og Reynir ók Hondu CRF 450. Startið var ekki ósvipað því sem var á Klaustri í vor: hópur manna byrjaði keppnina med slökkt á vélunum. Strax i upphafi varð Reynir fyrir stóru áfalli þegar hjólið hans (sem var i fremstu röð við hliðina a Einari) fór ekki i gang. Upphófst mikil dramatík sem endadi ekki fyrr en meirihluti keppanda var lagður af stað og Rob Wobb sem var „makkinn“ hans Reynis kom inn á brautina og kom hjólinu i gang. Það má segja að Reynir hafi þurft að yfirstíga stóran andlegann þröskuld við þetta óhapp og óttuðumst við sem horfðum á að hann mundi etv. missa algerlega móðinn. Það gerði hann sem betur fer ekki og hóf keppnina med síðustu mönnum. Ekki gott. Fljótlega fóru hjólin þá að snúast og átti hann góða brautartíma eftir þetta. Einar náð hinsvegar góðu starti og var greinilega í góðu formi og sýndi fantagóða takta. Hélt hann stöðu sinni út alla keppnina og gott betur, því hann náði að kroppa i eitt og eitt sæti er menn fóru að detta út. Greinilegt að hann er í æfingu, bæði á hjólinu og að keyra á erlendri grundu. Í lok dags var Einar i 16 sæti og Reynir i 19 sæti sem verður að teljast góður árangur í Pro flokki. Ég fékk tækifæri til að aka brautina i lok keppninar. Hrikalega sleip, krefjandi brekkur, allt á kafi í trjám og djúp drulla….. ekkert grín í þriggja tíma keppni. Hefði ég þurft að aka alla keppnina hefði ég ekki verid lengi ad láta mig hverfa ofan i einhverja lautina með bjór í annari og vindil i hinni. Að keppni lokinni var „fagnað“ med viðeigandi hætti glæsilegri frammistöðu okkar manna. DBR voru mjög hrifnir af frammistöðu drengjanna. Ljóst er að slíkum víkingaferðum fylgir gríðarleg ný reynsla. Til hamingju strákar með flotta frammistöðu……4
Lambhagi
Enduroskreppurinn er að breytast í alvöru æfingu fyrir stóru ferðina. Í stað dagsferðar um nágrenni Reykjavíkur hefur Stein Tótu ákveðið að vera í Lambhaga um helgina.
Farið verður þaðan um hádegisbil og stefnt á Dómadal og nágrenni. Menn geta ÞÁ valið hvort þeir fari hí bæinn um kvöldið eða veri í Grilli og gítar um kvöldið.
Steini guidar, grillar og gítrar.
Grillið verður 1,000kall á haus.
Það tekur ekki nema einn og hálfann tíma að rúlla þarna upp eftir. Frábærar leiðir um allt alveg inn að tjaldi. Leiðin er einföld. Keyrt upp Landssveitina að bænum Skarði, þar út af til vinstri ( Loka hliðum takk ) og upp með Þjórsánni austanverðri. Slóðin greinist í tvennt og liggja báðar að tjaldstæðinu. Greiðfærari leiðin er á vinstri innan við fyrsta hlið. Steini
Enduroskreppur
Næstkomandi laugardag, 20 júlí verður enduro skreppur VHS. Ekið verður um nágrenni Reykjavíkur undir villtri leiðsögn Steina Tótu. Ef veður leyfir verður grillveisla í boði VHS. Mæting er klukkan 11 við Vélhjól og Sleðar (VHS) og lagt af stað þaðan. Skreppurinn er tilvalin æfing fyrir enduro ævintýrið mikla sem verður síðustu helgina í ágúst í boði VHS.
Athugið að allar tegundir manna og hjóla eru velkomnar. Menn/konur eru beðin um að skrá sig í ferðina með því að hringja í 587-1135. Nauðsynlegt er að fjöldinn sé nokkurnveginn á hreinu svo nóg verði af mat. Ekkert gjald – bara gleði.
2 stroke motocross hjól þurfa 5 lítra á bakið.
KTM ferðin 2002
KTM ferðin 2002 4th edition verður farinn um helgina. Þetta er fjórða ferðin sem KTM Ísland stendur fyrir. Ferðin er fyrir KTM hjólaeigendur og var fyrst farinn sumarið 1999. 4th edition ferðin hefst á föstudagsmorgun kl. 10 og fara þá 20 KTMeigendur af stað og aka uppí Hrauneyjar þar sem gist verður. Á laugardagsmorgun kemur svo 20-30 manna hópur og lagt verður af stað kl. 10:30 í 250 km túr um svæðið sem er eitt besta Enduro svæði sem til er. Áætlað er að hópurinn komi aftur í Hrauneyjar á milli 18 – 19 og er þá heljarinnar a´la Katoom grill fyrir hópinn. Skráning er til kl:18 á miðvikudaginn 10. júlí. S:586-2800