Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Keppnislið

Uppröðun á keppnisliðum skýrist með hverjum deginum.  Lið JHM Sport – TM Racing er komið á hreint.  Liðið skipa;

Viggó Örn Viggósson # 1 En 2Mx Hjól TM 300 Cross
Árni Stefánsson # 11 Hjól TM 300 Cross
Sölvi Árnason # 14 Hjól TM 300 Cross
Kári Jónsson # 66 Hjól TM 125 Enduro

Jón Magg # 65 Hjól TM 400 Enduro keppir sem einstaklingur í Enduró.

Fréttatilkynning frá KTM

Gleðilegt Ár og þökkum liðin.
Nýtt keppnisár er framundan og miklar breytingar hafa orðið á skipan keppnisliða fyrir 2002. Team KTM Ísland er engin undantekning frá því.  Viggó Viggósson hefur sagt skilið við liðið eftir 2 góð ár og Moto-Cross titil 2000 og  Enduro titil 2001, við þökkum Viggó fyrir frábæran árangur og óskum honum velfarnaðar í  nýju keppnisliði á komandi tímabili.

Team KTM Ísland Shell – Coca-Cola – KitKat 2002 verður skipað eftirfarandi ökumönnum.
Einar Sigurðarson #4 KTM 520 SX / EXC
Helgi Valur Georgsson #5 KTM 380 SX / 520 EXC
Guðmundur Sigurðsson #9 KTM 380 EXC
Gunnar Þór Gunnarsson #15 KTM 300 EXC
Liðsstjórn: Karl Gunnlaugsson & Sigurjón Bruno Walters.

Óánægja með keppnisdagatalið

Vefnum hefur borist bréf frá Vestmannaeyjum.

Hvað er í gangi! Vilja menn sleppa eyjakeppninni úr Ísl.mótinu í crossi næsta sumar? Eða hafa menn upp á eitthvað betra að bjóða. Í Eyjum er fullbúin braut sem lögð er í náttúrulegu landslagi með brekkum, hólum og hæðum + tilbúnum pöllum. Brautin er erfið MX-braut(kannski of erfið fyrir suma). Eru menn kannski að setja fyrir sig ferðakostnað fyrir eina ferð með Herjólfi á meðan við förum u.þ.b. 6 keppnisferðir yfir sumarið og látum það ekki hindra okkur í að stunda þetta frábæra sport. Það hljómar undarlega að menn séu tilbúnir að fórna því að keppa á þessari alvöru mx-braut þar sem keppt er með fullu leyfi og stuðningi bæjaryfirvalda, fyrir kannski braut í Reykjavík sem ekki er til en verður vonandi einhverntíman að veruleika.
Hvað finnst mönnum vera boðleg mx-keppnisbraut???
1. Reykjavík (???????????)
2. Selfoss (stuttur góður æfingahringur)
3. Akureyri (flatt svæði með stórum stökkpöllum (supercross))
4. Ólafsvík (mjög góð braut)
5. Eyjar (tilbúin braut frá náttúrunnar hendi)
Þetta eru aðeins mínar hugleiðingar, með von um breitt keppnisdagatal og skemmtilegt motocross tímabil.
Með (o-ring)keðju Sævar „Langston“ B-kongur
PS. í Eyjum er hægt að hjóla 11 1/2 mánuð á ári. Allir velkomnir nema fýlupúkar.

Hjóla-paradísin

Ísland er án vafa eitthvert flottasta enduro land í heimi.  Við eigum ógrynni af vegum, vegarslóðum, hestatroðningum og rolluslóðum sem skera landið þvert og endilangt.  Því til viðbótar liggja þessir slóðar um eitt stórbrotnasta land heimsins, út frá jarðfræðilegu- og/eða fegurðarsjónarmiði.  Við enduró-hjólamenn höfum þann lúxus að upplifa tvöfalda hamingju.  Að fá að hjóla og um leið ferðast um Ísland.
Ísland er búið að upplifa einhvern tískutopp undanfarin 3 misseri og virðast engin lát á þessum toppi.  Alltaf verður Ísland, einhvernveginn, vinsælla og vinsælla.  Það telst ekki tiltökumál í dag, 11 janúar, að einhver grein birtist í þekktu tímariti erlendis um Ísland, eða að einhver risa sjónvarpsstöð sýni einhvern þátt um landið.  Þetta var ekki „normið“ fyrir 10 árum.
Það að við hjólamenn, höfum þetta gríðarlega frelsi stýrist að mestu leyti á því að við höfum verið mjög fáir.  Undanfarið hefur hinsvegar orðið gríðarleg fjölgun.  Hver veit nema ferðamenn fara að ferðast á hjólum einnig.  Þetta frelsi okkar til að njóta landsins og hjólamennskunnar getur breyst á örskotsstundu.  Svo virðist sem tiltölulega auðvelt sé að koma því í kring við yfirvöld að setja upp skilti þar sem fram kemur að akstur vélhjóla er bannaður.  Það mun hinsvegar reynast óvinnandi að ná þessu skilti niður aftur.  Landið þolir miklu fleiri hjólamenn og ekkert þarf að breytast svo lengi sem við höfum hugfast að aka ekki utan vega og sýna fyllstu kurteisi gagnvart öðrum vegfarendum.  Það yrði dapurt ef einn eða tveir hjólamenn yrðu þess valdir að einhver ákveðin leið lokast.  Leið sem kannski á annað hundrað hjólamenn hafa ekið ár eftir ár, án vandræða.
Sú hugsun, að þetta er „hálfgerð“ auðn, að enginn sjái til mín eða að ræfils landeigandinn á hvort eð er of margar rollur er í raun algert aukaatriði.  Aðalatriðið er að með þessu atferli er verið að skemma fyrir okkur hjólamönnum.  Nú þegar hafa verið framkvæmd mörg skemmdarverk.  Sem dæmi má nefna innanbæjarakstur.  Fyrir ekki meira en 3 árum var hægt að aka í rólegheitunum, beint út úr bílskúrnum og út úr bænum, framhjá lögreglustöðinni í Hafnarfirði, mæta tveimur lögreglubílum og veifa þeim án neinna afskipta þó svo viðkomandi væri á númerslausu hjóli eða crossara.  Í dag er þetta ekki hægt, þökk sé fíflaskap 1-4 manna innanbæjar á samsvarandi hjólum.  Ár eftir ár  aka tugir hjólamanna um viðtekna slóða án neinna vandræða.  Síðan kemur hneykslisfrétt einn daginn í fjölmiðlum um eitt eða tvö hjólför utan vega og öll þjóðin og þar á meðal yfirvaldið, dæmir alla hjólamenn.
Aðalatriðið er að með slíku framferði völdum við okkur sjálfum og félögum okkar margfallt meiri skaða.
En hvað um það.  Með öllum þeim vor-leysingum sem eiga sér stað í dag þá er svosem allt í lagi að birta smá vor-hugleiðingar fyrir okkur íslensku hjólamennina.  Stolt okkar er hinsvegar landið okkar og það kemur því engum okkar á óvart að BMW hefur sett „exotic ride“ titil á grein um Ísland á vefsíðu sína.  Sjá vefsíðu.  GM.

Ferðasaga og myndasería

Jakob Þór Guðbjartsson sendi frá sér stutta ferðasögu frá ævintýraferð umhverfis Langjökul.  Því til viðbótar sendi hann okkur myndaseríu frá hjólaævintýri í Marakó árið 2001.  Sjá ferðasögumyndaseríu.

Dakar 2002

KTM Austurríki mun senda 12 ökumenn í 4 liðum til keppni í erfiðustu
mótorhjólakeppni sem til er,  PARIS – DAKAR sem hefst um áramótin. Hér á eftir fylgir fréttatilkynning ásamt tæknilegum upplýsingum um KTM 660 Rally og KTM 950 Rally hjólin.