höfundur: Haraldur og Kjartan
Helgina 15.-16.sept var hálendisæfing hjá enduro.is. Sex hjólahetjur tóku þátt í æfingunni.
· Guðmundur Bjarnason Husaberg 501
· Haraldur Ólafsson KTM 520
· Hjörtur L. Jónsson Husqvarna 410
· Kjartan Kjartansson Gas Gas 300
· Okto Einarsson KTM 520
· Sveinn Markússon Husaberg 501
Hér sjá glöggir menn eflaust að tvær míní hetjur vantaði. Heimir og Brutus Maxus voru fjarverandi og Torfi og póleraði Bergurinn einnig. Vitað var að hjólin höfðu mikinn áhuga á að leggja í ferðina, eigendurnir báru fyrir sig einhverjar afsakanir sem sönnum hetjum sæmir ekki. Guðjón hafði betri afsökun, Husabergurinn hans lá í þúsund pörtum á einhverju borði uppi í Vélhjólum og sleðum. Árni Ísberg, pyttstjóri liðins bara fyrir sig hina undarlegustu afsökun, hann sagðist vera að fara í réttir, eins og hann hefði ekki þurft að umgangast nóg af sauðum í þessar ferð, ýmist tví- eða fjórfættum. Páll brekkan var vant við látinn, hann þurfti að stumra yfir kærustunni í orðsins fyllstu merkingu. Lesa áfram Hálendisæfing hjá enduro.is