Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Hálendisæfing hjá enduro.is

höfundur: Haraldur og Kjartan

Helgina 15.-16.sept var hálendisæfing hjá enduro.is. Sex hjólahetjur tóku þátt í æfingunni.

· Guðmundur Bjarnason Husaberg 501
· Haraldur Ólafsson KTM 520
· Hjörtur L. Jónsson Husqvarna 410
· Kjartan Kjartansson Gas Gas 300
· Okto Einarsson KTM 520
· Sveinn Markússon Husaberg 501

Hér sjá glöggir menn eflaust að tvær míní hetjur vantaði. Heimir og Brutus Maxus voru fjarverandi og Torfi og póleraði Bergurinn einnig. Vitað var að hjólin höfðu mikinn áhuga á að leggja í ferðina, eigendurnir báru fyrir sig einhverjar afsakanir sem sönnum hetjum sæmir ekki. Guðjón hafði betri afsökun, Husabergurinn hans lá í þúsund pörtum á einhverju borði uppi í Vélhjólum og sleðum. Árni Ísberg, pyttstjóri liðins bara fyrir sig hina undarlegustu afsökun, hann sagðist vera að fara í réttir, eins og hann hefði ekki þurft að umgangast nóg af sauðum í þessar ferð, ýmist tví- eða fjórfættum. Páll brekkan var vant við látinn, hann þurfti að stumra yfir kærustunni í orðsins fyllstu merkingu. Lesa áfram Hálendisæfing hjá enduro.is

Ferðaskýrsla

höfundur: Haraldur Ólafsson

Hálendis- og vatnaæfing enduro.is 11. og 12. ágúst 2001

Laugardaginn 11.ágúst lögðu 6 enduro-hetjur upp í æfingartúr um hálendi Íslands. Fimm hjólamenn og einn bílstjóri á trússbíl.Hetjurnar 6 voru þeir;

  • Haraldur Ólafsson (KTM 520 EXC),
  • Sveinn Markússon (Husaberg 501 FE),
  • Kjartan Kjartansson (Gas Gas 300 EC),
  • Árni Ísberg (Husaberg 400 FE),
  • Páll Ágúst Ásgeirsson (KTM 400 EXC).
  • Guðmundur Bjarnason (ISUZU Troper turbo intc, 38´)

Ferðin hófst við Hrauneyjar og var ekið af stað kl 13:30. Ekki tókst öllum að komast klakklaust af stað. Hjólið hans Sveins var með einhver leiðindi við eigandann, eftir margar gangsetningar og jafn margar ádrepslur var ákveðið að opna blöndunginn. Kom þar í ljós að Sveinn drekkur ekki einn þegar hann læðist út í bílskúr, blöndungurinn var nefnilega fullur af Holsteinbjór, Sveinn sagði reyndar hann vera fullan af vatni. Eftir að runnið hafði af Holsteinbergnum gekk hann eins og í sögu og BergSveinn vatni gat haldið áfram. Lesa áfram Ferðaskýrsla

Áverkar í enduro

höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Áverkar í Endurokeppnum .

Í september 1996 var haldin fyrsta Endurokeppnin (sérleið við Litlu Kaffistofuna)sem ég starfaði við. Í þessa keppni mættu 27 keppendur og af þeim slösuðust tveir (viðbeinsbrot og brákaður hriggur). Meðalhraði sigurvegara var 60, km á kl.

Keppni 2. September 1997 (sérleið við Litlu Kaffistofuna) mættir voru 35 keppendur og af þeim rifbeinsbrotnaði 1 keppandi. Meðalhraði sigurvegara var 56 km, á kl. Lesa áfram Áverkar í enduro

VHS hjólatúr – útlendingar

Kistufellstúrinn er nú í fullum undirbúningi hjá Vélhjól og Sleðar.  Gert er ráð fyrir einhverjum útlendingum og er mikill hasar í gangi.  Sjá nánar áwww.biker.is

Flottur ferðatúr

Hetja síðustu helgi er ekki Hakkinen heldur Karl Gunnlaugsson.  Ef einhverjum tekst að ota góðum hjólatúr í sjónvarpið þá er það hann.  Hjólamenn kipptust til í sófanum þegar fréttin birtist og jafnóðum rifjuðu upp hina svæsnustu hjólatúra sem þeir hafa sjálfir lennt í.  Einhvernveginn varð himininn heiðskýr og og birti vel til í þessum litla hjólaheimi og vonandi að umfjöllum fjölmiðla verði eins jákvæði og var nú um helgina.  Stórt myndasafn hefur verið birt áwww.ktm.is úr þessum túr og vill vefstjóri minna menn á að gera meira af þessu.  Þeir sem ekki hafa tækifæri á að birta myndir og frásögn skulu einfaldlega sníða þetta til í tölvunni og senda sem fréttaskot.  Athygli skal vakin á að myndasafnið inniheldur nokkra appelsínuhúðaða „berga“ sem eru ekki við hæfi barna 🙂

Viðbeinsbrot

sta sunnudag viðbeinsbrotnaði Guðmundur Bjarnasson Ameríkufari.  Var hann staddur út á Reykjanesi, akandi hraunslóðann meðfram Núpshlíðarhálsi sem nær frá nýju borholu Hitaveitunnar við Trölladyngju að Krísuvíkurvegi.  Tveir jeppar voru á sömu slóðum og keyrðu þeir Guðmund á sjúkrahús.  Guðjón Magnússon og Ishmael David voru með honum og sáu þeir um að koma hjólinu í bæinn.  Guðmundur reyndist illa viðbeinsbrotinn og virðist sem einhver bein-bútur / flís sé að flækjast milli brotanna.  Ekki er gert ráð fyrir neinni hjólamennsku frá hans hendi fyrr en síðar í haust.