21-22 júlí verður 3rd edition af KTM ferðinni 2001. Ferðin er eingöngu fyrir KTM eigendur og verður farið inn á svæðið fyrir ofan Þjórsárdal. Gist verður í svefnpokagistingu Hólaskógi við Sultartangavirkjun. Grill og Geðveiiiiiikkki. Leiðangursstjóri er Einar Sigurðarson Íslandsmeistari í Enduro og lofar hann skemmtilegum slóðum sem henta öllum, byrjendum sem lengra komnum. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Ella Æsta í MOTO.
Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró
Ef það er enduro…þá er það hér
CCM Go-Moto dagur
Á ferð minni um England um daginn lenti ég í óvæntri uppákomu, Steve félagi minn sem keppti með mér í Dubai Rally var búinn að undirbúa dag fyrir okkur félagana „út að leika“ með CCM verksmiðjunni. CCM verksmiðjan er Bresk og smíðar Enduro og Super-Moto hjól með STÓRUM Rotax móturum. Verksmiðjan hefur öðlast nýtt líf eftir að Frú Fogarty eiginkona World Superbike heimsmeistarans Carl Fogarty keypti meirihlutinn í fyrirtækinu. CCM skipuleggur daga um allt Bretland þar sem menn geta komið og tekið þátt í Super-Moto Endurance keppnum sem eru uppsettar fyrir 3-4 keppendur í liði og er keppnin 2 tímar og 1 tími í æfingu og qulifying á undan. Það má líkja svona degi við Go-Kart á 2 hjólum. Keppnin var haldinn á Three Sisters circuit sem er ofvaxinn Go-Kart braut og einning notuð fyrir klúbbkepnir á hjólum. Mest gaman var að fylgjast með Kónginum Carl Fogarty en hann er hreint ótrúlegur, einnig var David Jeffrais góður en hann er eini maðurinn til að fara hringinn á Mön hraðar en 125 mílur. Geta mín var bágbori n og land og þjóð til skammar en liðið okkar endaði þó í 4 sæti af 16. Það er eflaust hægt að finna upplýsingar um CCM á netinu fyrir þá sem hafa áhuga. Þetta væri einnig gaman að skoða hvort hægt væri að gera á kart brautinni í Krísuvík eða Njarðvík.
Super-Moto kveðja,
Katoom
Önnur umferð í enduro
Úrslitin hafa verið birt á vefnum. Fljótlega eftir að B flokkur var ræstur rofnaði straumur af tímatökubúnaðinum. Þetta hafði engin áhrif á búnaðinn hvað varðar heildarniðurstöðu (ovarall) en millitímar og aðrar skemmtilegar upplýsingar eru ónýtar. Tveir keppendur fengu refsingu, 5 mínútur hvor. Viggó Viggósson, sigurvegari dagsins fékk 5 mínútna refsingu en hélt samt efsta sæti. Guðmundur Bjarnason færðist hinsvegar niður um 1 sæti við sína 5 mínútna refsingu. Í báðum tilvikum var það fyrir að sleppa hliði.
Vitað er um einn keppanda sem var meinað um þáttöku þar sem hann mætti of seint en keppendur áttu allir að vera mættir kl. 12.
Á tímabili snjóaði og rigndi á keppendur en undir lok dagsins er ekki vafamál að veðurguðirnir voru okkur hliðhollir. Hjörtur Líklegur keppnishaldari, stóð sig yfir 100 prósent og var skipulag og framsetning keppninnar til sóma.
Lokastaðan í Enduro 2001
Búið er að reikna stig liða og raða þeim upp. Á þessari stundu eru þessar niðurstöður óstaðfestar. Sjá stöðu.
Bréf frá Hirti Líklegum
Vefnum hefur borist bréf frá Hirti þar sem hann lýsir síðustu keppni, eins og hún kom honum fyrir sjónir. Af bréfi þessu má ráða að Hjörtur hefur lagt keppnishalds skóna á hilluna. Við skulum vona að þetta fari eins og með marga aðra góða menn sem hafa gert slíkt hið sama, en þó átt afturkvæmt.
Fyrsti kvennkeppandinn
Skv. frétt Morgunblaðsins í dag verða 27 keppendur í B flokk og er viðbótin sænskur kvennmaður, Anette Brindwall. Vefnum hafa ekki borist neinar upplýsingar né bikini myndir um þennan keppanda en spennandi verður að fylgjast með árangri hennar.