Si Melber sem keppti í Þorlákshafnar-enduró hefur skilað sinni vinnu og birtist greinin „Postcard from Iceland“ í nýjasta hefti TBM. Vefurinn hefur tekið sér það glæpsamlega athæfi í hönd að scanna inn greinina og birta hana á vefnum. Lesa áfram Grein úr júní hefti TBM
Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró
Ef það er enduro…þá er það hér
79 keppendur
Skráning fór fram í V&S í gærkveldi og hefur verið lokað fyrir hana. 79 keppendur ákváðu að spreyta sig. 26 í B flokk og 53 í A flokk. 14 lið skráðu sig og eru það þau sömu og voru í síðustu keppni. Upplýsingar um hverjir keppa berast vefnum í kvöld. Nauðsynlegt er fyrir keppendur að kynna sér pistil keppnisstjóra.
Skráning í næstu keppni
Nú er komið að skráningu í keppni tvö af þrem til Íslandsmeistara í enduro. Keppnin verður haldin við Litlu Kaffistofuna rétt utan við Reykjavík. Fyrirkomulag skráningar er það sama og verið hefur nema til viðbótar geta menn nú skráð sig á vefnum. Nánari upplýsingar er að sjá undir „Dagatal og úrslit“ hér til hliðar. Athugið að allar upplýsingar eru veittar á „need to know basis“ þannig að mæting klukkan og fleira birtist síðar. Þess má geta að eftir síðasta „fellibyl“ tók VÍK þá ákvörðun að gefa öllum mx verslunum kost á að sjá um skráningu í keppnirnar, þó einni í einu. Verslun Vélhjól_og_Sleðar mun sjá um skráningu í þess keppni.
Allir velkomnir á sunnudaginn
VH&S verður með skipulagða dagsferð á sunnudaginn. Mæting er á hádegi í gryfjurnar við Mosfellsbæ. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef VH&S.
Lambhagi – Fávitaháttur
Landvörður Lambhaga og nærliggjandi svæðis gaf sig á tal við umsjónarmann vefsíðunnar og talaði um miklar gróðurskemmdir. Mikil vinna hefur verið lögð í uppgræðslu sem síðan er fótum troðin í algjöru virðingarleysi af einhverjum hjólamanni / mönnum. Þetta svæði ásamt fleirum á landinu er í stuttu máli frábært hjólasvæði. Með þessu áframhaldi verða komin upp skilti þar sem hjól eru bönnuð og þegar það gerist þá eru þau komin til að vera. Svæðið er morandi í slóðum sem hreinn draumur er að keyra. Sá mikli fjöldi hjólamanna sem hefur í gegnum árin notið þessa hjólasvæðis án athugasemda og í vinsemd Landvarðar mun hálshöggva, húðfletta og tæta í sig hvern þann sem sést til eða fréttist af vera valdandi að gróðurskemmdum. Það fáránlegasta af öllu er að einmitt á þessu svæði þar sem allt er morandi í slóðum, þurfa menn að vera frekar heilalausir verði þeir valdir að skemmdum.
Vefurinn auglýsir því „open season“ á alla heilalausa og greiðir 800 krónur fyrir bensínhöndina og 270 krónur aukalega ef úlnliðurinn fylgir.
Allir velkomnir í hjólatúr
Laugardaginn 9 júní býður Verslunin MOTO og KTM Ísland öllum hjólamönnum og konum í hjólatúr. Lagt verður upp frá Kolviðarhól kl. 12. Menn eru beðnir um að mæta klukkan 11. Ferðin er 4-5 klst. með óvæntum uppákomum og reyndum leiðastjórum. Jón Guð og Einar eru að plotta leiðina en túrin er fyrir „ALLA“ óreynda sem reynda. Lágmarksbensín fyrir tvígengishjólin er 12 lítrar þannig að menn verða að vera með aukabensín með sér.