Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Dakar 2014 – Marc Coma vinnur í fjórða sinn, KTM 13 árið í röð

Marc Coma fagnar sínum fjórða sigri í Dakar

Á þessum síðasta degi Dakar rallsins lá leiðin frá La Serena til Valparaíso. Hófst hún á 122km ferjuleið, svo stutt sérleið ekki nema 157km og svo 256km ferjuleið, samtals 535km en þó dagleiðin sé ekki löng þá er hún lúmsk, grýtt og fjallshlíðin er þyrnum stráð, þ.e.a.s þarna er mikið um kaktusa sem þarf að gæta sín á.

78 mótorhjól og 15 fjórhjól fóru af stað í morgun og allir kláruðu þeir daginn þó misshratt. Til þess að brjóta aðeins upp formið þá er startað í öfugri röð í dag, þ.e.a.s frakkinn Yannick Guyomarch(Yamaha) sem kom síðastur í mark í gær fór fyrstur af stað í dag. Hann er nú engin nýgræðingur í Dakar, er þetta hans 9 Dakar keppni en einungis sú 4 sem hann nær að klára en það er örugglega skemmtilegt að fá að fara fyrstur inná sérleiðina. Fór hann sérleiðina í dag á tímanum 3:03:09 meðan sigurvegari leiðar dagsins Cyril Despres(Yamaha) fór leiðina á tímanum 1:57:14 en fékk svo 5mín refsingu sem færði hann niður í 5.sæti fyrir daginn. Þarna má vel sjá muninn á atvinnukeppanda og svo áhugamannakeppanda, en það er ástríðan sem rekur þá alla í Dakar ævintýrið.

Það má líka taka hjálminn ofan fyrir hinni 29 ára spænsku Laia Sanz(Honda) en hún er einni kvenkyns keppandinn sem nær að klára í ár, kom hún 16 í dag og endar í 16.sæti yfir heildina, frábært árangur hjá henni.

En það eru fleiri naglar þarna því eins og var sagt frá áður þá datt David Casteu(KTM) illa á 8 sérleið og braut viðbein, hefur hann látið strappa sig saman á hverjum morgni því hann var staðráðin í að klára Dakar, tókst honum það og bara með fínum árangri, kom hann 10 í dag og er í 10.sæti yfir heildina, hörkunagli.

Lesa áfram Dakar 2014 – Marc Coma vinnur í fjórða sinn, KTM 13 árið í röð

Dakar 2014 – dagur 13 sérleið 12

Cyril

Leiðin á þessum næstsíðasta degi er frá El Salvador til La Serena. Að þessu sinni var náttgistingin uppí fjöllunum til þess að losna við morgunmistrið sem er alltaf þarna á morgnana og hefur áður tafið startið. Leiðin hefst strax á sérleiðinni og eru fyrstu 200km frekar grýttir og erfiðir, svo tekur við sandurinn og ef það er ekki nóg þá bíða keppanda risa sandöldur sem þarf að berjast í gegnum síðustu 150km, þurfa keppendur að gæta þess að vera ekki of nálægt hvor öðrum þar sem laus sandurinn getur verið varasamur. Það má reikna með að einhverji gefist upp við þessar erfiðu aðstæður í dag. Leiðin hófst á 350km erfiðri sérleið og svo tók við 349km ferjuleið.

Marc Coma(KTM) fór fyrstur af stað í morgun þrátt fyrir að hafa endað í 10.sæti í gær eftir að á hann reiknaðist 15mín refsing fyrir að skipta um vél í hjólinu sínu.

Við fyrsta tímapunkt við 44km var Helder Rodrigus(Honda) fremstur, reyndar bara 4sek á undan Cyril Despres(Yamaha) og 50sek á undan Marc Coma(KTM).

En Cyril Despres(Yamaha) ætlaði sér að vinna upp tíma í dag og á öðrum tímapunkti við 90km, var hann komin með 29sek forskot á Helder Rodrigus(Honda), Marc Coma(KTM) kom svo þriðji 1:17mín seinna, Olivier Pain(Yamaha) +1:41mín og Jordi Viladoms(KTM).

Lesa áfram Dakar 2014 – dagur 13 sérleið 12

Dakar 2014 – Dagur 11 sérleið 10

Barreda

Leið dagsins var frá Iquique til Antofagasta, hófst hún á 53km ferjuleið, svo tók við 631km sérleið og endaði á 5km ferjuleið. Er sérleiðin tvískipt og kannski sem betur fer vegna lengdar hennar, fyrri parturinn er 231km og er að mestu sandur og möl, svo er tengileið sem er 185km og á malbiki, svo er það 215km lokakafli sem er sandur og grýtt undirlag og þar mun reyna á rötun því sú leið liggur um námusvæði og það eru slóðar og leiðir útum allt.

Það var ekki að trufla Joan Barreda(Honda) í dag að hafa fengið 15mín refsingu í gær vegna hraðaaksturs þar sem hraðatakmörkun er, má gera ráð fyrir að það hafi verið í gegnum eitthvað þorp eða svoleiðis, það gilda oftast hraðatakmarkanir og er vel fylgst með því að keppendur virði þær.

Tók hann sinn fjórða sérleiðasigur í Dakar 2014 eftir fantagóðan akstur í allan dag.

Lesa áfram Dakar 2014 – Dagur 11 sérleið 10

Dakar 2014 – Dagur 10

Atacama eyðimörkin

Leið dagsins lá frá Calama til Iquique byrjar með 37km ferjuleið og svo 422km sérleið, mun hún leiða þá langt í norður og munu þeir í fyrsta skipti í þessu ralli sjá sjóinn. Leiðin liggur aftur inni Atacama eyðimörkina sem er þekkt fyrir háar sandöldur, munu keppendur fara um 150km í eyðimörkinni og þarna mun skilja á milli þeirra sem þekkja eyðimerkurakstur og hinna sem eru ekki eins vanir sandinum en fjörið byrjar rétt í lokin og má reikna með mörgum áhorfendum við síðustu 3km þar sem brekkurnar eru með ca.30% halla og það vill engin bremsa á leiðinni niður.

Strax á fyrstu kílómetrum var ljóst að það yrði barist í dag, á fyrsta tímapunkti sem var við 39km munaði ekki nema 40sek á milli fyrsta og sjötta manns, voru það Cyril Despres(Yamaha), Marc Coma(KTM), Stefan Svitko(KTM), Alain Duglos(Sherco), Joan Barreda(Honda), Jordi Viladoms(Yamaha) og spænska senjorítan Laia Sanz(Honda) en hún fór af stað 17 í dag.

Gott dæmi um að menn gefast ekki svo auðveldlega upp í Dakar er t.d David Casteu(KTM) fór af stað 11 í dag með öxlina strappað þar sem hann braut viðbein í gær en það verður að segjast að þetta er ekki sniðugt en nú er spurning hvort hann nái að klára í dag.

Lesa áfram Dakar 2014 – Dagur 10

Dakar 2014 – Dagur 9

Cyril

Leið dagsins frá Salta/Uyuni til Calama og hefst á 24km ferjuleið og svo 462km sérleið, liggur hún til að byrja með um Salta De Uyuni sem er stæðsta saltslétta í heimi. Verður hjólaði í stórum hring meðfram henni að mestu en einnig inná sléttuna. Hið mikla eldfjall Tunupa mun gnæfa yfir þeim í allan dag með sína 5300m hæð. Eftir saltsléttuna liggur leiðin í gegnum Andes Cordillera fjallgarðinn og yfir í Chile, þar verða bæði tæknilega leiðir og svo baráttan við þunna loftið. Það kom svo í ljós þegar átti að fara af stað að það varð að breyta leiðinni aðeins af sömu ástæðum og síðustu daga, leiðin ekki talin örugg vegna rigninga. Tafðist startið einnig um 15mín þar sem það var of lágskýjað fyrir þyrlurnar, það voru samt engar stórbreytingar.

Fimmfaldi sigurvegarinn í Dakar Cyril Despres(Yamaha) átti loksins góðan dag. Var hann þriðji af stað í morgun á eftir þeim Joan Barreda(Honda) og Marc Coma(KTM). Þegar 50km voru búnir af sérleiðinni var Marc Coma(KTM) orðin fyrstur, 49sek á undan Cyril Despres(Yamaha) og Joan Barreda(Honda) 51sek á eftir og Juan Pedrero Garcia(Sherco) var svo fjórði 1:29mín á eftir. En þetta átti eftir að breyttast því þegar Helder Rodrigus(Honda) kom að tímapunkti við 50km var hann orðin 8sek fljótari en Marc Coma(KTM) en það gengur ekki vel hjá öllum, Alain Duglos(Sherco) sem hefur verið að berjast á toppnum stoppaði rétt eftir fyrsta tímapunkt vegna bilunar, var hann stopp í um 15mín og það er ekki gott en hann er komin á fulla ferð aftur.

Lesa áfram Dakar 2014 – Dagur 9

Dakar 2014 – Dagur 8

Þessi fyrsti dagur eftir hvíldardaginn er líka fyrri dagur af hinu seinna maraþonhluta, þ.e.a.s þar sem verður hjólað í 2 daga án þess að fá þessa venjubundnu þjónustu um kvöldið. Leiðin liggur frá Salta til Uyuni og hefst með langri ferjuleið, 334km, svo tekur við 401km sérleið og undir lokin er það 33km ferjuleið að bækistöð kvöldsins.

Fljótlega liggur leiðin inní Bólevíu og þar mætir keppendum erfiðar fjallaleiðir sem eru útum allt og reynir mikið á rötun þarna. Það sem mun hjálpa þeim eru þau fáu fjallaþorp sem leiðin liggur um og geta þeir nýtt sér þau sem kennileiti, verður svo bækistöðin við salt sléttuna miklu, í 3600m hæð yfir sjávarmáli. Það urðu breyting á sérleiðinni í dag þar sem það var svo lágskýjað að öryggisþyrlur komust ekki á loft, var því startinu inná fyrrhluta sérleiðarinar fært að tímahliði 3 og þar með verður fyrsti hluti 130km í stað 232km. En svo breyttist þetta meira eftir að búið að var að skoða leiðina og endaði sérleið dagsins í 104km vegna mikillar skemmda eftir rigningarnar undanfarið.

Lesa áfram Dakar 2014 – Dagur 8