Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

GNCC í Morgantown USA

Krakkarnir á RacerX gerðu eitt stutt video fyrir okkur um þriðju umferð GNCC mótaraðarinnar. Keppnin var haldin á Steele Creek í Morgantown í Norður-Karólínu.

Þetta er dágóður skammtur af drullu, vatni, röttum, rugli, slóðum og fjöri.

[flv width=“480″ height=“320″]http://racerx.vo.llnwd.net/o15/20100408_NCGNCC.flv[/flv]

Munið félagsgjöldin

motogp10.gifKeppendalistinn fyrir Klaustur verður birtur um eða eftir helgina og vegna mikillar aðsóknar verður gengið mjög hart eftir því að keppendur séu skráðir í félag og hafi greitt félagsgjald. Þeir sem ekki hafa greitt félagsgjald í sinn klúbb geta því átt á hættu að vera hent út af listanum fyrir þá sem eru á biðlista inn í keppnina.

Ný verðskrá hefur tekið gildi og enn eru nokkrir dagar til að tryggja sér skráningu á lága verðinu hér á vefnum áður en greiðsluseðlar verða sendir út í næstu viku. Nú er einnig hægt að greiða fjölskyldugjaldið hér á vefnum.

Félagsgjöld VÍK 2010
Greitt á netinu / millifært 4.000 kr.
Greitt með greiðsluseðli 5.000 kr.
Greitt fjölskyldugjald á netinu / millifært 7.000 kr.
Greitt fjölskyldugjald með greiðsluseðli 8.000 kr.

Viðhaldsnámskeið VÍK

VÍK þakkar Einari / Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, fyrir aðstoðina og kennsluna á þessum þremur námskeiðum sem haldin voru. Það skal tekið fram að Einar gerði þetta án þess að taka greiðslu fyrir, þannig að þær tekjur sem komu inn af námskeiðunum renna til félgasstarfs VÍK.  Þetta er  félgasandinn í hnotskurn.

Við teljum að allir sem sóttu námskeiðin hafi haft gott af og vonandi geta flestir nýtt sér það sem boðið var uppá. Nú ættu viðkomandi að kuna að viðhalda hjólinu sínu og meta hvenar er komið að stærra viðhaldi, hvort að hann geri það sjálfur eða fái fagmenn til þess er síðan annað mál. 

VÍK mun að öllum líkindum halda sambærileg námskeið næsta vetur þar sem þörfin er klárlega fyrir hendi.

Takk fyrir okkur.   Lesa áfram Viðhaldsnámskeið VÍK

2. Apríl. Ekki síðri hjóladagur.

Ekki besta hjólaveðrið. En til hvers að kvarta. Það var hægt að hjóla.

Nokkrir ALVÖRU hjólarar létu veðrið ekki hafa áhrif á sig og hjóluðu eins og enginn væri morgundagurinn. Brautin var ágæt en það var pínkulítið kalt. En þá var bara að klæða sig aðeins betur. Það voru tekin reis. Það voru teknir endurohringir. Og það voru teknir fullt af æfingahringjum. Er hjólalífið bara ekki æðislegt… Lesa áfram 2. Apríl. Ekki síðri hjóladagur.

Rafmagns-KTM-ið komið til Íslands – Sýning í dag

Nýja KTM hjólið, knúið með rafmagni, verður í MOTO í dag

Nýju rafmagnsmotocrosshjólin frá KTM sem slógu í gegn á Alþjóðlegu mótorhjólasýningunni í Japan um síðustu helgi eru komin til landsins. Kalli Katoom hefur nokkuð góð sambönd í Austurríki og fékk hjólin lánuð í tvo daga nú þegar þau eru á leiðinni heim eftir sýninguna.  Hjólin koma í verslunina Moto í Rofabæ 7 um klukkan 11 í dag og ekki ólíklegt að KG sjálfur myndi læðast í smá sprett á supermoto-hjólinu í hádeginu eins og hann orðaði það. Verslunin verður opin allan daginn í tilefni þessa og boðið verður uppá kaffi og meðlæti.

Black Beach Bakki.

Nú styttist í Black Beach Bakka keppnina,
hér er smá vídeó bútur sem tekinn var af Eyþóri #11
á svæðinu í fyrra:

[flv width=“512″ height=“310″]http://www.motocross.is/video/mxgf/bbb/bbb.flv[/flv]