Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Viðhaldsnámskeið VÍK, FRESTAÐ!!!

3. hluti viðhaldsnámskeiðs VÍK sem var dagsett á morgun, Miðvikudaginn 31.03.2010. Frestast  til Miðvikudagsins 07.04.2010.  Þetta gerum við vegna þess að margir eiga ekki heimagengt annað kvöld.

Vonandi veldur þetta ekki óþægindum fyrir ykkur.

MBK

Óli Gísla

Skyndihjálparnámskeið Slóðavina á miðvikudagskvöld

Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir halda skyndihjálparnámskeið á miðvikudagskvöld. Farið yfir þau atriði sem snúa beint að mótorhjólafólki og þeim áverkum sem við verðum oftast fyrir. Kennari á námskeiðinu er Björgvin Herjólfsson, skyndihjálparkennari, en hann kom líka til okkar í fyrra og þótti standa sig mjög vel.

Námskeiðið tekur mið af þeirri skyndihjálp sem veitt er á fjöllum, fjarri góðum samskiptum og hjálp. Meðal efnis sem farið verður yfir er beinbrot, innvortis áverkar, hreinsun sára, stöðvun blæðingar, marblettir og bólgnun, áverkagreining o.fl. Námskeiðið verður bæði bóklegt og verklegt. Fyrir verklega hlutan eru þátttakendur hvattir til að taka hjálminn sinn með. Við munum æfa okkur í að taka hjálm af „slösuðum“ félaga okkar.

Lesa áfram Skyndihjálparnámskeið Slóðavina á miðvikudagskvöld

KTM frumsýnir rafmagnshjól á morgun

KTM rafmagnshjól

Austuríski mótorhjólaframleiðandinn KTM, ætlar að frumsýna nýja línu af mótorhjólum á alþjóðlegu mótorhjólasýningunni í Tokyo á morgun. 2 hjól verða kynnt og segir KTM að þessar frumgerðir séu mjög líkar því sem að almenningur geti keypt eftir nokkur misseri.

Nýja línan gengur undur nafninu „Freeride“ og segir KTM að eftirspurn sé eftir umhverfisvænum hjólum á markaðnum í dag. Hjólin muni skila allt  að 30 hestöflum og 45 newtonmetrum. Prófanir á hjólinu hafa reynst vel og staðið vel undir væntingum segir Harald Plöckinger hjá þróunardeildinni þeirra.

Lesa áfram KTM frumsýnir rafmagnshjól á morgun

Black Beach Bakki

Laugardaginn 24. apríl ætlar MotoMos að halda þriggja tíma strandkeppni í landi Bakka rétt vestan við hafnarframkvæmdirnar í Landeyjafjöru og suður af flugvellinum á Bakka.
Keppnin hefst á hádegi og stendur í þrjá tíma. Hægt er að skrá sig í þriggja manna, tveggja manna liðum og einstaklings keppni.
Framkvæmd og fyrirkomulag keppninnar verður svipað og í Klausturskeppnunum. Sér-Íslenski tímatökubúnaðurinn frá Guðjóni verður notaður (eins og á Klaustri), ræst verður með hlaupastarti.
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu sæti í öllum flokkum. Einstaklingsverðlaun verða veglegust og síðan koll af kolli.
Skráning hefst í keppnina eftir nokkra daga á  www.motocross.is  og verður tilkynnt með nokkra daga fyrirvara.
Brautin verður á bilinu 10-15 km og lögð á jarðýtum, en brautarlagningarmaðurinn er á leið til Belgíu til að kynna sér Belgískar sandbrautir.

Viðhaldsnámskeið VÍK

Einar Sig að sýna hvernig hægt er að gera við göt á vélarhlífum.

 2. Hluti viðhaldsnámskeiðs VÍK fór fram á Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur í gærkvöldi. Mjög góð mæting var á námskeiðið og hægt er að fullyrða að fólk fékk vel fyrir peninginn. Einar Sig og Einar Sverris sáu um að troða inn í fólk eins mikilli visku og hægt var á tveimur klst. Einar Sig kenndi allt um kúpplingar og ventlastillingar á meðan Einar Sv kenndi allt um umhirðu og stillingar á börkum. Einnig var Einar Sv með fyrirlestur í umhverfisvænum hreinsiefnum fyrir loftsíur. Í lokin fengu allir að sjá hluta af verkfæraúrvali sem er í boði frá MX Sport. Lesa áfram Viðhaldsnámskeið VÍK