Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Úrslit frá Mývatni

Þá er enn ein Mývatnsveislan afstaðin og fór hún fram með miklu pompi og prakt ! Það var býsna fín mæting og var spennandi keppni á öllum vígstöðvum. Keppt var í 5 greinum eins og áður og voru það samhliðabraut, fjallaklifur, ísspyrna, ískross og snocross.

Hér eru top 3 úrslit úr öllum greinum:

Ískross – 3. umferð Íslandsmótsins

Kvennaflokkur:
1. Andrea Dögg Kjartansdóttir
2. Ásta Margrét Rögnvaldsdóttir
3. Ásdís Elva Kjartansdóttir
Lesa áfram Úrslit frá Mývatni

Bolaöldusvæðið lokað í dag!

Því miður var hellirigning í nótt og næturfrost í morgun þannig að Bolaöldusvæðið verður lokað í dag vegna bleytu og drullu. Þorlákshöfn er því málið í dag, miðarnir fást á Olís, Norðlingaholti eða í söluskálanum í Þorlákshöfn. Látum vita hvort við reynum við opnun á morgun.

Ekki á hestastígunum eða utanvega!

Við viljum minna alla sem eru að spá í að hjóla á morgun að nota kerrurnar og keyra með hjólin á þau svæði sem opin eru eins og Þorlákshöfn (nú fást miðarnir á Olís í Norðlingaholti) og Bolaöldubrautina þ.e. ef veður leyfir í fyrramálið. Allir slóðar eru rennandi blautir og enduro kemur ekki til greina nema mögulega á línuvegum. Ekki reyna að keyra út fyrir veg – það kemur bara í hausinn á okkur.
Og af gefnu tilefni munum að reiðstígar eru fyrir hesta og alls ekki mótorhjól – látum reiðstígana algjörlega eiga sig!

Lesa áfram Ekki á hestastígunum eða utanvega!

Bolaöldubraut opnar kl. 13 – enduroslóðar LOKAÐIR

Eftir skoðun í kvöld var ákveðið að reyna að opna Bolaöldubrautina á morgun kl. 13. Í fyrramálið verður farið í að laga brautina lítillega, losa polla og gera hjáleiðir ef þarf. Stefnt er á að reyna opnun kl. 13-17 þ.e. ef ekki rignir stórkostlega í nótt og fyrramálið. 85 brautin verður líka opin á morgun. Kynnum þetta endanlega í fyrramálið. Muni
Vinsamlegast að allir enduroslóðar eru HARÐLOKAÐIR í Bolaöldu um helgina og þangað til annað verður tilkynnt!

Framtíðarsýn VÍK kynnt á aðalfundinum

Framtíðarsýn VÍK í Bolaöldu

Aðalfundur VÍK var haldinn í gærkvöldi og voru aðalfundarstörf haldin í takt við gamla siði og reglur. Hrafnkell Sigtryggsson var endurkjörinn formaður og reikningar kynntir. Hann kynnti framtíðarsýn stjórnarinnar og bar hana undir félagsmenn. Tillagan gekk útá mikilvægi þess að félagið eignist betri æfingaraðstöðu, þar með talda innanhússaðstöðu aukþessara liða:

  • Ökukennarasvæði norðan við svæðið
  • Hjólahöll
  • 3 motocrossbrautir til viðbótar –Ný 85cc braut, byrjendabraut fullorðinna, ný æfingabraut
  • Flóðlýsing á aðalbraut
  • Trial/þrautabraut
  • Freestylesvæði
  • Uppgræðsluáætlun
  • Geymsluaðstaða fyrir hjól
  • Nýtt og stærra þvottaplan
  • Bundið slitlag inn á svæðið

Bar Hrafnkell upp þá tillögu að hefja undirbúning byggingu hjólahallar auk hinna atriðanna. Tillagan var samþykkt einróma og stefnt er að að hjólabyggingin verði tilbúin árið 2015 en önnur atriði fyrr.

Lesa áfram Framtíðarsýn VÍK kynnt á aðalfundinum

Viðhaldsnámskeið VÍK

Síðastliðinn Miðvikudag var 1. hluti í viðhaldsnámskeiði á drullumöllurnum. Mjög góð mæting var á námskeiðið og voru allir mjög áhugasamir um það sem Einar Sig/ Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, framreiddi úr reynslubankanum. Okkar von, hjá VÍK, er að þeir sem mæta á námskeiðin hafi í lokin kunnáttu í að sjá til þess að hjólin séu tilbúin til notkunar fyrir hverja hjólaferð. A.m.k að skilja hvað þarf til þess. Nú eða þá bara að skilja að það þarf að gera við á ákveðnum tímapunkti. Næsta námskeið verður Miðvikudaginn 24.03.10. Kl: 19:30

Frægðarför var farin í myndatöku á námskeiðinu en því miður þá gaf tölvan, sem geymdi myndirnar, upp öndina áður en þessi grein var rituð. Vonandi verður hægt að bæta úr því á næsta námskeiði.