Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Gamlar myndir frá Klaustri

Startið á Klaustri 2002

Ef þú átt myndir eða myndbönd frá gömlum Klausturs keppnum, sendu okkur þær og við birtum þær hérna á vefnum. Ekki skiptir máli hvort þetta séu einhverjar hágæða myndir heldur meira til að deila stemmningunni sem hefur verið á keppnunum í gegnum árin. Myndbönd eru einnig velkomin og við getum séð um að breyta þeim í format fyrir vefinn.

Sendið efni á vefstjori@motocross.is

Nokkur dæmi: Vefalbúm Hondaracing, Vefalbúm motocross.is, Ljóshraði 2002, Startið 2005

Spurning að koma sér í form?

Onecore gengið ætlar að setja af stað námskeið fyrir þá sem ætla að keppa á  Klaustri, 4x í viku verður æft undir leiðsögn þjálfara, 2x þrek og styrkur síðan 2 tækni æfingar og hjólaþol, þetta er ætlað öllum og allir velkomnir, nema þetta eru 8 manna hópar og ef allt fyllist gerum við nýjan hóp,
æfingar verða mánud, þrek kl18,
miðvikudagar hjólað kl17,
fimmtudagar þrek kl18,
laugdardagar hjólað kl 11æft verður c.a 3 tíma á hjólinu og c.a 2 tíma í þrek..

Skráningu í Klaustur er lokið – Uppselt

Nú hafa 400 manns skráð sig í TransAtlantic Off-Road Challenge keppnina á Klaustri.

Skráningu er lokið.

Takmörkun á fjölda – hámark 400 keppendur

VÍK hefur ákveðið í samráði við landeigendur að takmarka fjölda keppenda við töluna 400 talsins.  Þannig að þegar fjöldinn fer í 400, að þá verður lokað á skráningu.  Ef þú hefur ekki gert upp hug þinn, að þá er ekki eftir neinu að bíða því nú þegar eru skráðir hátt í 350 keppendur og 180 lið.  Þannig að gera má ráð fyrir að takmarkinu náist í kvöld eða á morgun.  VÍK þakkar hjólamönnum áhugann og mun birta lista yfir keppendur og rásnúmer í kringum páskana.

Gríðargóðar viðtökur

Stemmningin fyrir Klaustur virðist vera engu lík. Vefþjónninn fékk að finna fyrir því í gærkvöldi þegar menn voru hvað spenntastir eftir að klukkan myndi slá tíu. Þjónninn lifði þetta af og skráningin gekk almennt vel fyrir sig, allavega streymdu inn 85 lið á fyrstu 20 mínútunum, þannig það var svipað spennandi að horfa á skráningarnar streyma inn, eins og að horfa á startið á Klaustri 2004.

Helgi Már Gíslason náði holuskotinu og er því fyrstur á ráslínu  en hann var 5 sekúndum á undan Hákoni Inga Sveinbjörnssyni að skrá sig.

Nú eru 306 keppendur skráðir. Lesa áfram Gríðargóðar viðtökur

Skráning í TransAtlantic Off-Road Challenge – Klaustur 2010

Skráning er hér með hafin í níundu árlegu TransAtlantic Off-Road Challenge. Hin eina og sanna Klaustur keppni.

Vinsamlega vandið ykkur við skráninguna til að forðast mistök og óþarfa bras. Sá sem skráir liðið borgar fyrir alla 3 keppendurna. Einungis er hægt að greiða með kreditkorti. Lágmarksvélastærð í keppnina er 125cc 2T og 250cc 4T. Lágmarksaldur í keppnina er xx ára.

  1. Veljið ykkur flokk
  2. Veljið hversu margir verða í liðinu
  3. Smellið á GREIÐA hnappinn
  4. Fyllið út nafn, heimilsfang osfrv fyrir kreditkorthafann
  5. Skrifið nafn ALLRA KEPPANDA í liðinu í ATHUGASEMDIR fyrir neðan nafnið á korthafanum
  6. Smellið á Greiða með korti og fyllið út kortaupplýsingar

Lesa áfram Skráning í TransAtlantic Off-Road Challenge – Klaustur 2010