Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Klausturskeppnin – þetta er að bresta á!

Eins og flestir vita að þá mun skráning hefjast kl.22:00 í kvöld hér á vef VÍK.  Þannig að nú fer hver að verða síðastur að ganga frá sínum félagsgjöldum til að geta skráð sig.  VÍK hefur rætt um fjölda takmarkanir í þessa keppni og hafa menn verið að gæla við að takmarka fjöldann við 300 keppendur.  Ekkert hefur verið ákveðið í þá veru ennþá, en ef af verður, að þá gildir sú regla að fyrstu 300 eru inni.  Tekið skal fram, að ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum ennþá en VÍK áskilur sér rétt til að setja slíkar takmarkanir á skráningu ef þurfa þykir.  Einnig hefur VÍK áhuga á að halda sérstaka 85cc og kvennakeppni á laugardaginn 22 mars.  Fyrirkomulag hennar verður auglýst nánar síðar, en í fyrstu hefur verið hugsað um að þetta verði um klukkutíma keppni og hefjist kl.16.  VÍK hefur ekki ákveðið hvort sú keppni verðir skráningarskyld en væntanlega þurfum við að vita hversu margir hafa áhuga á að taka þátt.  Þannig að upplýsingar um 85cc og kvennakeppnina munu fara í loftið fljótlega og hvernig þátttakendur geta tilkynnt þátttöku sína.

2 viðburðir í kvöld

Rétt að minna menn á tvo viðburði í kvöld. Fyrst er það viðhaldsnámskeiðið sem VÍK heldur í samstarfi við Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur sem er klukkan 19.30 (lesið allt um það hér).

Svo er það skráningin í Klaustur sem hefst klukkan 22:00 hér á forsíðunni á motocross.is

Viðhaldsnámskeið VÍK

Á morgun, Miðvikudag, hefst námskeiðaröð VÍK í viðhaldi á drullumöllurum.  Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur –  Bæjarflöt 13 Grafarvogi, sér um kennsluna og hefst námskeiðið Kl: 19:30. Góð þáttaka er á námskeiðin og víst er að hinir fróðleiksfúsu fá eitthvað til að moða úr eftir að Einar verður búinn að hella úr viskubrunni sínum. Minnum þáttakendur á að mæta á réttum tíma til að missa ekki af neinu. Þeir sem eiga eftir að borga, vinsamlegast klárið það áður en mætt er á námskeiðið.  

Námskeiðin eru eftirfarandi Lesa áfram Viðhaldsnámskeið VÍK

Undirbúningur fyrir Klaustursskráningu

motogp10.gifNú styttist í skráninguna fyrir Klaustur. Til að fyrirbyggja misskilning og vesen þurfa menn að vera yfirvegaðir yfir tölvunni miðvikudagskvöldið svo skráningin gangi smurt fyrir sig. Hér eru nokkur tips fyrir verðandi keppendur:

  1. Greiðið félagsgjöldin í VÍK, eða annað félag innan MSÍ, hér og nú því allir sem keppa þurfa að vera í félagi.
  2. Veljið ykkur liðsfélaga Lesa áfram Undirbúningur fyrir Klaustursskráningu

Góður Jútúbari fyrir keppendur í Endurocross

Auglýsingarnar í byrjun eru kannski leiðinlegar en þetta kemur að lokum

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=K7zpH0VU0kY[/youtube]