Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Myndband frá 2.umferð íscrossins

Hér er video frá annari umferð Íslandsmótsins í íscrossi í boði jonni.is

Transatlantic Offroad Challenge – Klausturskeppnin endurvakin!

Smellið fyrir stærri mynd
Brautarstæðið og gróf staðsetning brautarinnar (smellið á fyrir stærri mynd)

Já eins og legið hefur í loftinu þá hefur keppnin á Klaustri verið endurvakin. Keppnin fer fram 23. maí nk. í landi Ásgarðs sem er ca. 2 km. ofan við gömlu brautina. Gengið hefur verið frá 5 ára samningi við landeigendur um keppnishaldið og ef allt gengur að óskum munum við byggja upp aðstöðu við brautina fyrir keppendur og áhorfendur. Þessi samningur er mjög ánægjulegur og verður vonandi lyftistöng fyrir sportið ekki síður en ferðamennsku á svæðinu. Feðgarnir Eyþór og Hörður á Ásgarði og tengdasonur Eyþórs Guðmundur Vignir sem einnig er rekstraraðili Skaftárskála eiga bestu þakkir skyldar fyrir að bjóða hjólafólk velkomið á landið sitt. Það er því markmið okkar að þetta samstarf og umgengni á svæðinu öllu verði til fyrirmyndar.
Í landi Ásgarðs er líka stórskemmtileg motocrossbraut sem Kjartan á Klaustri aðstoðaði við að leggja fyrir um tveimur árum. Undirbúningur er þegar hafinn og er komnar grófar línur á keppnisbrautina. Hún verður núna mun nær þjóðveginum þannig að keppendur og áhorfendur eiga að geta fylgst mun betur með keppninni á hverjum tíma.
Skráning hefst kl. 22:00 þann 10. mars nk. hér á vefnum og það er um að gera fyrir menn að vera vel vakandi því röðun á startlínu verður „fyrstir koma – fyrstir fá“! Góðar stundir.
Stjórn VÍK

Ómar Ragnarsson mætir á fund Slóðavina

Ferða og útivistarfélagið slóðavinir vekur athygli á félagsfundi sem fram fer 3. mars kl. 20:00 hjá Arctic Trucks, Kletthálsi 3.  Öllu áhugafólki um ferðalög til fjalla er boðið að taka þátt.

Undanfarnar vikur hefur hörð, óvægin og einsleidd umræða átt sér stað í bloggheimum og fjölmiðlum um umferð vélknúinna ökutækja í náttúru Íslands. Upphafið að þessari umræðu má rekja til erindis Andrésar Arnalds, fagmálastjóra hjá Landgræðslunni, sem flutt var á málstofu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir nokkru.  Í erindinu teiknar Andrés upp dökka mynd af þróun skipulagsmála á Íslandi: Stjórnlausri nýmyndun vegslóða, algjöru aðgerðarleysi stjórnvalda, virðingarleysi ferðaþjónustuaðila við umhverfið, og slæleg vinnubrögð við útgáfu landakorta svo eitthvað sé nefnt.  Máli sýnu til stuðnings notar Andrés ljósmyndir og texta sem teknar eru af heimasíðum hjólafólks, jeppafólks, félagasamtaka og ferðaþjónustuaðila.  Andrés mun flytja erindi sitt á fundinum.

Andrés hefur náð að hrista vel upp í jeppa-, mótorhjóla- og göngusamfélaginu og án efa mun hann geta hrist upp í fundarfólki á miðvikudaginn líka.

Ómar Ragnason flytur erindi á fundinum og mun án efa ná að hrista upp í fundarfólk líkt og Andrés, en þó vonandi með öðrum formerkjum.

Stjórn félagsins kvetur alla sem áhuga hafa á málefninu að fjölmenna á fundinn.

Það er allt að gerast hjá VÍK

Stjórnarmenn í VÍK eru, að venju, hrikalega virkir þennan veturinn, þá er eins gott fyrir félagsmenn að vera á tánum og taka þátt í öllu sem er að gerast á vegum klúbbsins. Það eru búin að vera hjólanámskeið í Reiðhöllinni, það eru búnar að vera innikeppnir, ískeppnir, næringarnámskeið, þrekþjálfun og svo má lengi telja. Mars er mánuðurinn sem toppar síðan allt í vetrarstarfi klúbbsins.

Skyndihjálparnámskeið verður þann 11.03.10.    Aðalfundur verður þann 16.03.10

Og nú erum við með VIÐHALDSNÁMSKEIÐ. Hér setjum við upp námskeið fyrir alla þá sem hafa ekki grunnþekkingu í því að þjónusta hjólin.

Námskeiðið er í samstarfi við og hjá Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, en þar eru menn hoknir af reynslu í mótorhjólaviðgerðum.

Skráning sendist til: olafur@bernhard.is eða í S. 864-1243 Óli Gísla. Lesa áfram Það er allt að gerast hjá VÍK

Sérsniðið mótorhjóla-skyndihjálparnámskeið

Sérsniðið skyndihjálparnámskeið verður haldið fimmtudaginn 11.03. kl: 19-22 í Reykjavík (staðsetning auglýst síðar). VÍK í samstarfi við strákana
í Slökkviliðinu sem séð hafa um sjúkrabílinn á keppnunum hjá okkur hafa sett saman sérsniðið skyndihjálparnámskeið fyrir hjólafólk. Þetta námskeið
hentar þeim sem stunda æfingar í Moto-Cross, Enduro og eru í ferðamennsku.
Eftirfarandi eru helstu þættir sem farið er í: Lesa áfram Sérsniðið mótorhjóla-skyndihjálparnámskeið

Klaustur framundan

Undirbúningur fyrir keppnina á Klaustri sem allir hafa beðið eftir er kominn vel á veg. Vanir menn hafa verið að skoða og mæla út brautarstæðið og lofa mjög skemmtilegri braut þar sem skemmtilegustu kaflarnir sem menn muna úr gömlu brautinni verða enn skemmtilegri, sandurinn verður öðruvísi og aldrei að vita nema meiri bleyta þvælist fyrir keppendum en eitt er víst að það er varla grjót að sjá nokkurs staðar í brautinni. Staðurinn er í næsta nágrenni við Klaustur og rétt hjá gömlu brautinni þannig að menn geta farið að panta sér gistingu á „sama stað og síðast“. Brautin verður nær veginum en áður og verður aðgengilegri fyrir áhorfendur sem nú ættu auðveldlega að geta fylgst með nánast öllu hlutum brautarinnar. Sem sagt, mjög spennandi allt saman, enn eru þó nokkur formsatriði ókláruð en það gengur allt saman vel. Skráning frestast því um nokkra daga en við stefnum á að hún hefjist 10. mars.

Lesa áfram Klaustur framundan