Hér er smá video frá jaðarsportþættinum Ljóshraða sem Bjarni og Jói Bærings voru með á Skjá einum í gamla daga. Árið er 2002 og umræðuefnið er Trans-Atlantic off road challenge.
[flv width=“384″ height=“284″]/video/mxtv/16/TORC2002.f4v[/flv]
Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró
Ef það er enduro…þá er það hér
Myndir frá íscrossi á Leirtjörn
Ég settir nokkrar myndir frá Íscrossinu um helgina inn á vefalbúmið. Skoðið og njótið.
Kv. Haraldur
Rúmlega 30 keppendur á Leirtjörn á morgun
Rúmlega 30 keppendur eru skráðir til leiks í annarri umferðinni í Íslandsmótinu í Ís-crossi. Leirtjörnin er gaddfreðin og tilbúin fyrir keppnina.
Keppnin hefst klukkan 12 á hádegi en keppendur eiga að mæta klukkan 10. Nánari dagskrá hér.
Góð aðstaða er fyrir áhorfendur á svæðinu til að horfa á keppnina úr bílum sínum ef það verður kalt.
Fyrir þá sem ekki vita er Leirtjörnin undir Úlfarsfelli, beygt upp hjá Bauhaus og uppfyrir nýja hverfið. Sjá kort hér
Ís-cross í Reykjavík
2. umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross fer fram laugardaginn 20. febrúar á Leirtjörn v/ Úlfarsfell, Reykjavík.
Skráning fer fram á www.msisport.is og er skráning opin til miðnættis á fimmtudagskvöld 18. febrúar.
Mæting keppenda er kl. 10:00, tímatökur hefjast kl: 11:00 en keppnin sjálf kl: 12:00.
Allur akstur á Leirtjörn er bannaður fram að keppni.
Öll umferð á tjörninni er bannaður á keppnisdag fyrir utan keppendur og starfsmenn.
Áhorfendum er bent á bílastæði við vestur enda tjarnarinnar og gott útsýnissvæði við suð-vestur endan. Áhorfendur og keppendur eru beðnir að leggja bílum þannig að ekki hljótist ónæði fyrir aðra vegfarendur.
Leirtjörn og umhverfi er í eigu Reykjavíkurborgar og er svæðið mikið notað til útivistar og biðjum við alla sem leggja leið sína á keppnina að ganga vel um og skilja ekki eftir drasl á svæðinu.
Myndband frá endurocrossinu
Hér er myndband sem sett var saman frá endurcrossinu á sunnudaginn. Ég veit að Maggi er að setja saman vandaðri umfjöllun frá keppninni, en þangað til.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=z-zIvgk_UOg[/youtube]
Endurocrossið í fréttum gær
RÚV, sjónvarp allra landsmanna, klikkar ekki á því frekar en fyrri daginn og var með umfjöllun um endurocrossið í 10 fréttum í gær.
Hér er linkur beint á fréttina.