Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Motocross matseðill

Fríða Rún Þórðardóttir næringarráðgjafi hélt fyrirlestur hjá VÍK um daginn um næringu keppenda í motocrossi.  Þótti fyrirlesturinn bæði áhugaverður og lærdómsríkur. Fyrir þá sem misstu af eru hér tveir matseðlar sem hún bjó til fyrir mótorhjólamenn og gætu gefið mönnum góðar hugmyndir:

MotoCross-Matseðill

Nesti-í-keppnisferðum

Kári Jónsson sigraði aftur í Endurocrossinu

Kári Jónson á fullri ferð
Kári Jónson á fullri ferð í Reiðhöllinni

Önnur EnduroKross keppnin var haldin í gær í Reiðhöllinni. Fjöldi fólks lagði leið sína í höllina að þessu sinni og fylgdist með baráttunni. 25 manns voru skráðir til keppni, allir bestu ökumenn landsins sem allir ætluðu sér stóra hluti. Brautin sem lögð var á laugardaginn með samstilltu átaki fjölda góðra manna bauð upp meiri hraða en í fyrstu keppninni. Grjótkaflinn ógurlegi sem stoppaði marga þá hafði verið gerður aðeins viðráðanlegri – en þó langt frá því að vera auðveldur. Keppendum var skipt í þrjá hópa og eftir tvö moto fóru sex efstu menn áfram í lokariðil en næstu átta þar á eftir þurftu að fara í Síðasta séns moto.

Mikil barátta og hörkukeppni á milli manna einkenndi lokakeppnina, sérstaklega var gaman að fylgjast með jaxlinum Hauki Þorsteinssyni sem keyrði brautina alltaf á jöfnum hraða í fremsta hóp. Hann lét sér aldrei bregða þó einn og einn hraðari ökumaður kæmist fram úr (Einar #4 🙂 heldur pikkaði hann aftur upp í næstu eða þar næstu þraut! Lesa áfram Kári Jónsson sigraði aftur í Endurocrossinu

Brautin klár, þetta verður gaman!

Brautin í Reiðhöllinni var kláruð í kvöld kl. 22 og lítur bara vel út. Það verður nokkuð hraðari braut en síðast, meira flæði, stökkpallar og flottur grjótkafli.
25 keppendur eru skráðir og dagurinn lítur mjög vel út. Skoðun hjóla hefst kl. 13 en keppnin hefst kl. 14, keppendur fá aðeins einn æfingahring. Keppendur keyra tvö moto í þremur hópum, efstu tveir úr hverjum hóp komast áfram. Næstu 8 fara í síðasta séns og tveir efstu þar komast áfram í úrslit. Það verða því 8 keppendur sem keyra úrslitamotoið og berjast í 10 mínútur til síðasta bensíndropa.
Við ítrekum að þetta er ekki síst fjáröflun félagsins fyrir sumarstarfið – því borga ALLIR sig inn í húsið. Einnig, að við erum gestir í hesthúsahverfi og því eiga öll hjól að vera með dauðan mótor nema inni í húsi. Sjáumst á morgun og góða skemmtun 🙂
Hér er dagskrá og keppendalisti: Lesa áfram Brautin klár, þetta verður gaman!

Endurokross – Skráning enn opin, aðstoð óskast um helgina.

Enn vantar nokkra keppendur á keppendalistann þannig að skráning er enn opin fyrir keppnina. Þeir sem hafa áhyggjur af skemmdum á hjólunum geta verið rólegir því grjót/brautin verður höfð talsvert viðráðanlegri þannig að það verði litlar líkur á skemmdum á hjólunum.
Brautarlagningin hefst kl. 15 á morgun og þá er öll aðstoð vel þegin. Laghentir og duglegur menn með verkfæri, skrúfvélar, skóflur og verkvit eru svo sannarlega velkomnir. 🙂 Sjáumst um helgina.

Önnur keppni vetrarins í Endurokrossi á sunnudaginn í Reiðhöllinni

Kári Jónsson vann fyrstu umferðina
Kári Jónsson vann fyrstu umferðina

Á sunnudaginn 14. febrúar nk. munu Nítró og Vélhjólaíþróttaklúbburinn endurtaka leikinn og bjóða til mótorsportveislu í Reiðhöllinni í Víðidal. Þetta er í annað skipti á Íslandi sem svona keppni er haldin en síðasta er bæði keppendum og áhorfendum ógleymanleg.

Skemmtun fyrir áhorfendur og pressa á keppendur.

Brautin síðast reyndist mörgum ótrúlega erfið og þess er að vænta að menn mæti enn grimmari til leiks núna þegar menn vita hverju má búast við. Brautin um helgina verður þó án efa talsvert breytt og með öðru sniði og ætti að bjóða upp á harða keppni milli allra bestu hjólaökumanna landsins. Sem fyrr eiga keppendur von á spennandi hindrunum; stökkpöllum, staurabreiðum, stórgrýti, hleðslusteina- og dekkjahrúgum, kubbagryfjum og mörgu fleira. Lesa áfram Önnur keppni vetrarins í Endurokrossi á sunnudaginn í Reiðhöllinni

Sögustund Slóðavina

Næstkomandi miðvikudagskvöld, 10. febrúar, stendur Ferða- og útivistafélagið Slóðavinir fyrir Sögustund í samvinnu við Bernhard Vatnagörðum. Nú sem endranær er sögustundin helguð frumkvöðlum í ferðamennsku á mótorhjólum þar sem sérstaklega er horft til ferðalaga í óbyggðum Íslands. Í sal verða til sýnis nokkur af þeim mótorhjólum sem notuð voru til ferðalaga hér á Íslandi í denn. Á seinasta ári tókst þessi viðburður vonum framar og mættu yfir 100 manns og hlustuðu á sögur og horftu á myndir af ferðalögum sem farnar voru fyrir rúmlega þrjátíu árum síðan. Í ár verður róið á svipuð, en þó ekki sömu mið, og verða m.a. sagðar sögur frá ferð Snigla á Látrabjarg, vorferð í Landmannalaugar á torfæruhjólum, ágústferð á NA-land ásamt fleiri sögum. Njáll Gunnlaugsson, höfundur Þá riðu hetjur um héruð – 100 ára saga mótorhjólsins á Íslandi, segir frá og sýnir myndir úr einstöku safni sínu. Sögustundin fer fram hjá Bernhard í Vatnagörðum, hefst kl. 19.00 og er allt áhugafólk um ferðalög á mótorhjólum velkomið. Veitingar í boði Bernhard og Slóðavina. Til sölu verður bók Njáls Gunnlaugssonar, en andvirði bókarinnar fer í uppbyggingu á mótorhjólasafni Íslands sem nú er í smíðum á Akureyri (www.motorhjolasafn.is).