Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Myndir frá Mývatni

Við feðgarnir fórum á Mývatn um helgina. Ég tók nokkrar myndir sem ég hef nú sett inn í vefalbúmið. Skoðið og njótið.

Haraldur

Úrslit úr íscrossinu

Af jonni.is
Í dag fór fram 1. umferðin í Íslandsmótinu í Ískross 2010 í frábærum aðstæðum heima á Mývatni. Mótið átti upphaflega að vera á Ólafsfirði en þurfti að færa það vegna lélegra aðstæðna þar. Mótið var keyrt snemma og hratt svo að menn gætu náð handboltaleiknum ! En þetta var alveg frábær keppni í alla staði, ísinn var harður og menn áttu misgott með að ná tökum á honum ! Hér eru top 3 úrslitin í öllum flokkum !
Lesa áfram Úrslit úr íscrossinu

DVD diskur frá ISDE 2009

Kominn er út DVD diskur frá Six Days keppninni í Portúgal sem haldin var í haust. Hér er trailerinn

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=PuTTodb0mmI[/youtube]

ISDE.tv

Endurocrosskeppni 14 febrúar í Reiðhöllinni

VÍK mun halda aðra keppni í endurocrossi innanhús í Reiðhöllinni 14 febrúar næst komandi.  Eins og bæði keppendur og áhorfendur upplifðu síðast, að þá var þetta hörkuspennandi keppni og afar skemmtileg.  Reyndi hún meira á keppendur en þeir gerðu ráð fyrir og voru margir hreinlega búnir á því.  VÍK mun auglýsa skráningu síðar á vef motocross.is þegar nær dregur og ætti það ekki að fara framhjá neinum.  VÍK mun halda þessa keppni í samvinnu við Nitró, eins og síðast, enda tókst keppnin afskaplega vel.