Við feðgarnir fórum á Mývatn um helgina. Ég tók nokkrar myndir sem ég hef nú sett inn í vefalbúmið. Skoðið og njótið.
Haraldur
Ef það er enduro…þá er það hér
Við feðgarnir fórum á Mývatn um helgina. Ég tók nokkrar myndir sem ég hef nú sett inn í vefalbúmið. Skoðið og njótið.
Haraldur
Af jonni.is
Í dag fór fram 1. umferðin í Íslandsmótinu í Ískross 2010 í frábærum aðstæðum heima á Mývatni. Mótið átti upphaflega að vera á Ólafsfirði en þurfti að færa það vegna lélegra aðstæðna þar. Mótið var keyrt snemma og hratt svo að menn gætu náð handboltaleiknum ! En þetta var alveg frábær keppni í alla staði, ísinn var harður og menn áttu misgott með að ná tökum á honum ! Hér eru top 3 úrslitin í öllum flokkum !
Lesa áfram Úrslit úr íscrossinu
Kominn er út DVD diskur frá Six Days keppninni í Portúgal sem haldin var í haust. Hér er trailerinn
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=PuTTodb0mmI[/youtube]
Hér er dagskráin fyrir morgundaginn í Íscrossinu. Menn þurfa að vakna snemma og keyra þetta stíft – klukkan 13 verður handboltapartý á Sel-Hóteli.
VÍK mun halda aðra keppni í endurocrossi innanhús í Reiðhöllinni 14 febrúar næst komandi. Eins og bæði keppendur og áhorfendur upplifðu síðast, að þá var þetta hörkuspennandi keppni og afar skemmtileg. Reyndi hún meira á keppendur en þeir gerðu ráð fyrir og voru margir hreinlega búnir á því. VÍK mun auglýsa skráningu síðar á vef motocross.is þegar nær dregur og ætti það ekki að fara framhjá neinum. VÍK mun halda þessa keppni í samvinnu við Nitró, eins og síðast, enda tókst keppnin afskaplega vel.
1. umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross fer fram á Mývatni laugardaginn 30. janúar. Vegna þess hversu mikil óvissa hefur verið með mótsstað vegna óhagstæðs veðurfars hefur verið ákveðið að framlengja skráningu um 24 tíma og stendur hún til miðnættis miðvikudaginn 27. janúar.