Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Íscrossið byrjar eftir viku – skráning hafin

Gunni Sölva #14
Gunni Sölva #14 er nýja forsíðufyrirsætan

1. umferðin í Íslandsmótaröð MSÍ í Ís-Cross fer fram laugardaginn 30. janúar. Keppnisstaður fyrir 1. umferð verður Ólafsfjörður en ef veðurguðirnar verða okkur ekki hagstæðir verður keppnin færð á Mývatn þar sem er mjög góður og traustur ís.

Skráning hefur verið opnuð á www.msisport.is og stendur til miðnættis á þriðjudagskvöld samkvæmt venju. Engar skráningar eru heimilar eftir það og er keppendum bent á að skrá sig tímanlega.

Af þessu tilefni eru hér nokkrar myndir sem teknar voru á Hafravatni um daginn

Lesa áfram Íscrossið byrjar eftir viku – skráning hafin

Námskeiðahald á vegum VÍK.

Á næstu vikum og mánuðum mun VÍK halda ýmis námskeið fyrir félagsfólk og aðra áhugasama hjólara. Við hefjumst handa næstkomandi mánudag 25. janúar en þá kemur í heimsókn til okkar
Fríða Rún Þórðardóttir íþróttanæringarfræðingur og heldur fyrirlestur um næringarfræði keppnisfólks.
Í kjölfarið munum við svo bjóða upp á námskeið þar sem við sýnum og kennum allar helstu viðgerðir sem menn geta sinnt sjálfir og hvernig þeir eiga að fylgjast með hjólunum til að koma í veg fyrir óþarfa bilanir og halda viðgerðakostnaði í lágmarki.
Að auki verður boðið upp á skyndihjálparnámskeið í samstarfi við Rauða krossinn. Námskeiðin eru hugsuð sem hagnýt fræðsla og þjónusta við félagsmenn og aðra áhugasama hjólara en ekki síður sem fjáröflun fyrir félagið og því viljum við sjá sem flesta nýta sér námskeiðin til að styðja félagið og læra eitthvað og hitta mann og annan kannski í leiðinni.

Lesa áfram Námskeiðahald á vegum VÍK.

Fundur hjá Slóðavinum

Næstkomandi miðvikudagskvöld, kl. 20:00, koma á fund hjá Ferða og útivistarfélaginu Slóðavinir þau Marta Jónsdóttir, lögfræðingur, og Kristófer Kristófersson, verkefnastjóri tæknimála, en bæði starfa þau hjá Umferðarstofu.  Þau koma til með fjalla um öll þau mál sem snúa að skráningar og skoðunarmálum mótorhjóla, auk þess sem fjallað verður um breytingar á umferðarlögum og áhrif þeirra.  Ásgeir Örn Rúnarsson, stjórnarmaður í Slóðavinum og nefndarmaður Tækninefndar félagsins, heldur erindi um raunveruleg áhrif regluverksins á umhverfi hjólafólks.

Einnig mætir Karl Alvarsson, skrifstofustjóri samgönguráðuneytisins á samgöngusviði. Endurskoðun á Umferðarlögum er á borðinu hjá Karli og kemur hann til með að fjalla um breytingar á umferðarlögum sem snúa að mótorhjólum.  Verulegar breytingar eru fyrirhugaðar á umhverfi tví-, fjór- og sexhjóla, og hafa Slóðavinir fundað nokkrum sinnum með ráðuneytinu og sent inn athugasemdir við frumvarpið.

Hjá okkur verða því allir helstu embættismenn stjórnkerfisins sem hafa áhrif á það laga- og reglugerðaumhverfi sem um hjólafólk gildir.

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Arctic Trucks, Kletthálsi 3, og hefst eins og áður segir kl. 20:00 .

Glæsilegt krepputól – Kubbahnífurinn

Hnífurinn
Hnífurinn

Margir muna eftir árinu 2007 þegar menn keyptu sér nýtt afturdekk í hverri viku og jafnvel felgusett í leiðinni. Nú er öldin önnur og einhver snillingurinn í Ameríku hefur áttað sig á þessu og sett á markað sérstakan dekkjahníf sem hentar fyrir kubbadekk.

Græjan er 100 wött og hitar blaðið uppí 260 gráðu hita á Celsius þannig að það ætti að vera mjög auðvelt að skera í dekkin. Markmiðið er sem sagt að fá skerpa brúnina á kubbunum með því að skera af rúnaða hlutan.

Lesa áfram Glæsilegt krepputól – Kubbahnífurinn