Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Korter í jól

DVD diskar ársins
DVD diskar ársins

Nú eru aðeins fimm dagar til jóla og því er rétt að benda þeim á sem ekki hafa enn fundið jólagjöf fyrir mótothjólamanninn að það komu út tveir DVD hjóladiskar fyrir jólin. Motocross 2009 diskurinn inniheldur allar fimm motocrosskeppnir ársins og er seldur í Púkanum, JHM Sport, Mótó,  Hagkaup Skeifunni og Garðabæ og Nítró og útibúum þeirra úti á landi. Einnig er hægt að panta diskinn með því að smella HÉR. Hinn diskurinn inniheldur Ferðina á MXON, Lex Games (tvo þætti) og skemmtiatriðin frá uppskeruhátíð MSÍ. Hann kostar 2.500,- og er eingöngu seldur hérna á netinu og hægt er að panta hann HÉR.

450 kúbika Dakarinn

BMW'inn Rally-Ready
BMW'inn Rally-Ready

Dakarinn færist nær og 450 hjólin staflast upp á ráslínunni.
Frans Verhoeven, Hollendingurinn fljúgandi, sem lenti í 15 sæti í fyrra á KTM, mætir nú eiturhress fyrir hönd ‘BMW Motorrad’ á G450 hjóli – allt útbíað í rallybúnaði. Hann hefur undirbúið sig vel. Hann segist hafa lagt meira uppúr áreiðanleika frekar en hraða og það verður spennandi að fylgjast með honum í ár.
Lesa áfram 450 kúbika Dakarinn

Kári Jónsson vann Endurocrossið

Endurocrossið í Reiðhöllinni í dag heppnaðist gríðarlega vel og óhætt að segja að allir hafi skemmt sér konunglega í troðfullri höllinni. Kári Jónsson var í banastuði og sigraði með nokkrum yfirburðum en Björgvin Stefánsson var annar.

Menn voru almennt virkilega sáttir við umgjörðina á keppninni og brautin var bæði krefjandi og skemmtileg. Grjótakaflinn var nokkur torfær og einhverjir brutu mótorhlífar, beygluðu tannhjól eða misstu af keðjuna. En það er víst partur af þessu öllu.

Nánari fréttir af keppninni síðar.

Endurokrossið að bresta á

Þá er  búið að birta dagskrá og uppröðun keppenda í 4 undanriðla sem munu keppa í Endurokrossinu á morgun.

Æfingar byrja klukkan 11.20 og keppnin sjálf hefst klukkan 12:15, rétt er að benda áhorfendum á að mæta tímanlega til að missa ekki af neinu.

Hér er dagskráin sem áhorfendur og keppendur þurfa að hafa við höndina

Áhorfendur eru hvattir til að fjölmenna í Reiðhöllina í Víðidal á morgun laugardag í hádeginu. Þetta er eitthvað sem þú vilt ekki missa af!!!! Mætttu á staðinn og helst ekki seinna en klukkan 11.00

Keppendur athugið:  DAUÐUR MÓTOR alls staðar nema inni í Reiðhöll, vinsamlegast engan akstur eða gangsetningar fyrir utan.

Öll hjól komi sunnan megin í húsið, klár í skoðun og keppni – ekki er gert ráð fyrir aðstoðarmönnum eða öðrum en keppendum þar.

Eins biðjum við menn að fjölmenna og aðstoða okkur strax eftir keppni að taka niður brautina og koma út úr húsinu.

32 skráðir í Endurokrossið 5. desember

Endanlegur kepppendafjöldi í Endurokrossinu í Reiðhöllinni á laugardaginn er 32 og þar á meðal allir grimmustu hjólarar landsins sem allir ætla sér að fara heim með verðlaunin. Spennan er því farin að byggjast upp því ljóst er að það verður hörkukeppni í höllinni. Brautin verður væntanlega nokkuð snúin og ólík því sem menn keyra utanhúss en um það snýst líka málið. Verðlaunagripir, peningaverðlaun fyrir alla í 8 manna lokariðli og góðar gjafir til fyrstu manna munu ábyggilega ýta undir hrikalega keppni í höllinni!.

Nokkrar ábendingar fyrir keppnina:
Lesa áfram 32 skráðir í Endurokrossið 5. desember

Nýtt smáauglýsingakerfi

Motocross.is og enduro.is taka hér með í notkun nýtt smáauglýsingakerfi á vefnum. Enn er aðeins verið að tilkeyra kerfið og verða gerðar smálagfæringar á næstu dögum. Til dæmis á enn eftir að íslenska hluta þess.

Kerfið er jafnvel einfaldara í notkun en það gamla og fleiri möguleikar í innsetningu mynda og ýmislegt annað góðgæti. Ef þú setur inn auglýsingu færðu tölvupóst frá vefstjóra sem inniheldur lykilorð. Það lykilorð þarftu eingöngu að nota ef þú vilt breyta auglýsingunni eða eyða henni.

Gamla auglýsingakerfið hangir enn uppi svo menn geti skoðað gamlar auglýsingar næstu daga. Smellið hér fyrir það. Nokkrar af nýjustu auglýsingunum voru settar á milli kerfa af vefstjóra.

Nú er um að gera að prófa kerfið og vera við símann.