Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Skráningu í Endurokross lýkur á miðvikudag kl. 22

Undirbúningur fyrir endurokrossið í Reiðhöllinni er nú á fullu og nú fer skráningu í keppnina að ljúka og stilla upp riðlakeppninni. Keppendalistinn hefur ekki verið tekinn saman en við getum staðfest að margir (ef ekki allir) grimmustu hjólarar landsins eru búnir að skrá sig til keppni. Skráningu lýkur kl. 22 á miðvikudagskvöldið og fljótlega þar á eftir kemur í ljós endanleg dagskrá og keppendalisti.

Eftir hádegið á föstudag verður byrjað að raða brautinni upp og þá verður öll aðstoð mjög vel þegin. Menn með verkfæri, bor/skrúfvélar, hamra og nagla og fullt af áhuga eru velkomnir til að aðstoða okkur fram á kvöld. 🙂

Dakar 2010 – Argentina / Chile

dakar2010Undirbúningur undir Dakar rallið er í fullum gangi.  Bæði keppnishaldarar og þátttakendur hafa í nógu að snúast.  Keppnin hefst 2. janúar n.k. en keppendur þurfa að vera komnir með hjól og annan búnað í skip fyrir jóladag.  Það má því búast við því að margir standi á haus þessa dagana við frágang og prófanir.
Einhverjum brá í brún þegar reglum um mótorstærð hjóla var breytt.  Hræðsla við að stóru liðin myndu draga sig út úr keppninni og þar með topp ökumennirnir með, reyndist hins vegar óþörf.
Þetta hefur haft lítil áhrif á það hverjir mæta til leiks. …

Lesa áfram Dakar 2010 – Argentina / Chile

Skráning í Endurocross

Skráning er hafin í Endurocross VÍK sem haldið verður í Reiðhöllinni í Víðidal þann 5.desember. Keppnisgjaldið er 2.500 krónur og rennur það óskipt milli þeirra 8 sem komast í úrslitariðilinn.

Keppnisstjórn vill benda á að þrautirnar í endurokrosssinu verða erfiðar, þú skráir þig því á eigin ábyrgð. Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að velja og hafna keppendum enda takmarkaður fjöldi sem kemst inn í keppnina. Komi til þess verða keppnisgjöld að sjálfsögðu endurgreidd. Lesa áfram Skráning í Endurocross

Endurokross í Reiðhöllinni 5. des – í fyrsta skipti á Íslandi.

52685507_EC2DSC_3061
Frá endurocrossi í Ameríku


Nítró og Vélhjólaíþróttaklúbburinn bjóða til mótorsportveislu laugardaginn 5. desember í Reiðhöllinni í Víðidal. Þetta er fyrsta skipti á Íslandi sem keppt verður innanhúss í Endurokrossi þar sem hver hindrun verður áskorun!

Skemmtun fyrir áhorfendur og pressa á keppendur.
Nokkrir velkunnir reynsluboltar í sportinu hafa lagt fram krafta sína í hönnun á braut sem getur flokkast undir fjölbreytta eðalblöndu af enduro, trial og mótorcrossi. Keppendur geta því átt von á alls kyns spennandi hindrunum; staurabreiðum, stórgrýti, hleðslusteinahrúgum, risadekkjum, kubbagryfjum, vatnstjörn og mörgu fleira.

Lesa áfram Endurokross í Reiðhöllinni 5. des – í fyrsta skipti á Íslandi.

Nýja-Sjáland til Íslands, myndasýning

trackÞriðjudaginn 24. nóvember standa Slóðavinir fyrir myndasýningu, til okkar koma þeir Ingólfur Kolbeinsson og Viggó Már Jensen, en þeir félagar afrekuðu það í sumar að hjóla frá Nýja Sjálandi og alla leið til Íslands, 22.000 kílómetra á fjórum mánuðum. Þeir koma með ferðasöguna og myndir. Myndasýningin verður haldin í húsakynnum Arctic Trucks, Kletthálsi 3, og hefst kl. 20:00.

Til að gefa smá innsýn í þetta 4 mánaða ferðalag þeirra félaga þá fóru þeir í gegnum Thailand, Kambódía, Laos, Thailand, Kína (ekki hjólin), Móngólía, Rússland, Úkraína, Móldóvía, Rúmenía, Úngverjaland, Austuríki, Sviss, Frakkland, Þýskaland, Dannmörk og Ísland. Mörg þessara landa eru mjög vanþróuð og töluðu þeir sérstaklega um að vegirnir í Móngólíu hefðu verið svakalegir því í rigningum breyttust þeir í eitt stórt drullusvað. Rússland var það land sem þeim þótti erfiðast og verður gaman að heyra hvers vegna það var.

Vonumst til að sjá sem flesta, Slóðavinir.