Nú er ein vika í uppskeruhátíð MSÍ og ekki seinna vænna en að fara að tryggja sér miða. Miðasala er í fullum gangi inn á vef MSÍ og rétt er að minna á að takmarkað upplag af miðum er til sölu. Dagskráin er fjölbreytt af vanda, grín og glens í bland við verðlaunaafhendingu og myndbönd frá keppnistímabilinu. Þeir sem vilja tryggja sér borð er bent á að panta með því að senda póst á msveins@simnet.is
Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró
Ef það er enduro…þá er það hér
Undirbúðu hjólið fyrir veturinn
Besta leiðin til að undirbúa hjólið fyrir veturinn er hreinlega að hjóla á því allan veturinn. Því miður geta ekki allir gert það af ýmsum ástæðum. Þess vegna er gott að eyða smá tíma á haustin í hjólið svo það fari nú örugglega í gang þegar lóan kemur aftur.
Undirbúningur að utan
Þvoðu hjólið með mildri sápu og vatni. Reyndu að forðast að sprauta beint á legur og pakkdósir svo það fari ekki vatn inní þær, sérstaklega ef þú notar háþrýstidælu. Hreinsaðu keðjuna með bursta og uppþvottalegi. Ef það er möguleiki, settu hjólið í gang til að raki í mótornum gufi upp. Einnig er gott að snúa dekkjunum og bremsa þau til að bremsudiskar þorni. Lesa áfram Undirbúðu hjólið fyrir veturinn
Borðapantanir á uppskeruhátíð
Þeir sem vilja panta sér borð á uppskeruhátíð MSÍ er bent á að senda póst á msveins@simnet.is. Vinsamlega pantið fyrir réttan fjölda þar sem það stefnir í að það verði uppselt. Raðað er niður á borðin eftir pöntunarröð, fyrstir koma, fyrstir fá… bestu borðin. Miðasala er á fullu inn á vef MSÍ og þeir sem ekki eiga kreditkort geta keypti miða í Mótó, Rofabæ frá og með næsta föstudegi, (aðeins hægt að greiða með peningum) eða haft samband við Helgu í síma 899 2098.
Aðalfundur Slóðavina á morgun
Á morgun þriðjudag, 27. október, heldur Ferða og útivistarfélagið Slóðavinir sinn árlega aðalfund. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, en eftir fundinn verða þrjár stuttar kynningar (sjá nánar hér að neðan). Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins og því mikilvægt að félagsfólk mæti og láti skoðanir sýnar í ljós. Um þessar mundir eru blikur á lofti varðandi aðkomu ferðafólks að mikilvægum málefnum sem snerta ferðafrelsi og skipulagsmál og því einboðið að á komandi misserum þurfa hagsmunasamtök ferðafólks að láta til sín taka. Aðalfundur er því kjörið tækifæri fyrir félagsfólk til að koma skoðunum sínum á framfæri við kjörna fulltrúa félagsins og aðstoða við að móta starfið sem er framundan.
Íslandsmeistarar: Skila bikurum
Íslandsmeistarar frá því í fyrra eru vinsamlega beðnir um að skila bikurum í verslunina Moto fyrir helgi. Annars verða dregin af ykkur 25 stig á næsta ári!
Frakkar sigruðu á Six Days
Frakkar náðu að verja titilinn á Six Days Enduro (ISDE) keppninni í ár. Þeir náðu forystunni á fyrsta degi og gáfu ekkert eftir þó aðeins munaði fjórum mínútum á þeim og Ítölunum í lokin. Nú er vonandi farið að styttast í að Ísland sendi sína bestu endúrómenn í keppnina. Loka niðurstaðan í var þessi: