Haustannarfjarnám 1. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 2. nóv. nk. Námið tekur 8 vikur og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.
Námið jafngildir íþróttafræði 1024 í framhaldsskólakerfinu og er metið sem slíkt.
Fjarnámið er öllum opið 16 ára og eldri sem áhuga hafa. Nemendur skila verkefni í hverri viku auk lokaverkefnis og krossaprófa. Hlé verður gert á náminu frá miðjum desember og fram í janúar.
Skráning er til 29. október á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000. Þátttökugjald er aðeins kr. 3.500.-
Allar frekari uppl. veitir sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460-1467 og á vidar@isi.is
Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró
Ef það er enduro…þá er það hér
Six Days 2009 að hefjast
Á mánudaginn hefst elsta alþjóðlega árlega mótorhjólakeppni sem haldin er í heiminum. Keppnin heitir International Six Days Enduro (ISDE) en eins og nafnið gefur til kynna er þetta sex daga þolraun með stóru þorni.
Fyrst var keppt í þessari keppni árið 1913 í Carlisle í Englandi og unnu heimamenn fyrstu keppnina. Í ár er þetta 84. skiptið sem keppnin er haldin en á síðustu 25 árum hafa Ítalir verið sigursælastir með 10 sigra, Finnar með 7, Svíar 4 og Frakkar 3 en þeir unnu einmitt í fyrra. Keppnin er eins konar bland af hefðbundnum rally keppnum og Motocross of Nations. Keppt er á ferjuleiðum og sérleiðum í liðum en þó eru nokkur atriði sem eru öðruvísi t.d. getur hvert land sent fleiri en eitt lið og keppt er í nokkrum aldursflokkum, félagaflokki (sbr. MotoMos), kvennaflokki og einstaklingsflokki. Aðalkeppnin er í landsliðsflokki þar sem 6 ökumenn eru í hverju liði og 5 bestu á hverjum degi telja, og er þetta opinber heimsmeistarakeppni í liða-enduro.
Hágæða slóðakerfi á Íslandi
Í Morgunblaðinu í dag er áhugavert viðtal við Russ Ehnes, framkvæmdastjóra bandarísku hagsmunasamtakanna National Off Highway Vehicle Conservation council(NOHVCC), en hann var staddur hér á landi í vikunni sem leið.
En þess má geta Íslendingar hafa þrisvar mætt á árlega ráðstefnu NOHVCC í USA til að fræðast um slóða og aðferðarfræði þeim tengdum.
Greinina má nálgast hér
Eldri grein um NOHVCC eftir Hjört L. Jónsson, hér
Seinni leitir í landnámi Ingólfs
Göngur og réttir eru í öllu Landnámi Ingólfs Arnarsonar dagana 3.-5. október. (Sjá nánar í réttaskrám á vefnum http://www.bondi.is).
Þetta eru einkum Fóelluvötn (inn af Sandskeiði), Lyklafellssvæðið, Mosfellsheiði, Hellisheiði, Grafningsfjöll, Hengilssvæðið, Þingvallaheiði, Esja og Kjós og á Selvogsheiði, auk beitarhólfa á Reykjanesskaga svo sem í Sveifluhálsum og Krýsuvík.
Fólk á mótorhjólum er vinsamlegast beðið að vera ekki á þessum svæðum þessa daga vegna truflana sem það getur valdið við smalamennskur.
Opinn fundur um slóðamál
Þriðjudaginn 29. september, kl. 20:00, mun Russ Ehnes, framkvæmdastjóri NOHVCC, segja okkur upp og ofan af slóðamálum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa um 30 ára forskot á okkur í skipulagningu slóða og hafa náð mælanlegum árangri í að sætta sjónarmið þeirra sem vilja aka og þeirra sem vilja takmarkanir. Þetta málefni er sérstaklega heitt um þessar mundir hér á Íslandi eftir að spurðist út að Ásahreppur væri með á teikniborðinu verulegar lokanir slóða við Veiðivötn, Þórisvatn og Jökulheima (sjá nánar umræðu á spjalli 4×4). Russ kemur til með að halda um klukkutíma fyrirlestur um þessi mál. Einnig verður kynning á ljósabúnaði frá AMG Aukaraf, en Ásgeir Örn verður á staðnum og gefur góð ráð.
Fundurinn er haldinn á Hótel Sögu (Bændahöllinni – gengið inn gengt Þjóðarbókhlöðunni), 3. hæð til hægri þegar lyftan er tekin upp.
Myndir frá Langasandi
Skagamaðurinn Sverrir Þór Guðmundsson er áhugaljósmyndari með mótorsportdellu og hann skellti sér á Langasand um síðustu helgi. Hann sendi okkur nokkrar myndir frá keppninni þ.á.m. myndaseríu þegar Ísak tekur mikla byltu. Við þökkum honum fyrir flottar myndir.
Smellið hér fyrir Flickr síðu Sverris eða hér fyrir allar myndirnar í vefalbúminu.