Þar sem mikið hefur ringt undanfarið þá er slóðakerfið okkar mjög viðkvæmt. Nú verðum við að höfða til skynseminnar hjá hjólafólki.
Moldarstígarnir eru eitt drullusvað og eitthvað er um að ökumenn keyri þá meðfram stígunum. Úr því verður hin mesta gróðurskemmd og það viljum við ekki sjá á svæðinu okkar. Vinsamlegast keyrið bara á svæðinu inn í Jósefsdal á meðan ástandið er svona.
Ef ekki er hægt að verða við þessari beiðni er hætta á því að slóðakerfinu verði lokað. En að sjálfsögðu treystum við því að til þess þurfi ekki að koma.
Engin truflun varð af fólki á mótorhjólum í fyrri leitum sem nú er lokið ,eftir því sem best er vitað.
Þökk fyrir tillitssemina.
Vinsamlegast minnið á sama um aðra helgi ,dagana 3.-5. október þegar seinni leitir fara fram.
Einn sigursælasti mótorhjólamaður Íslandssögunnar, Einar S. Sigurðarson, keppti í sinni fyrstu rallykeppni um síðustu helgi. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði í keppninni ásamt aðstoðarökumanni sínum Ísaki Guðjónssyni sem stundum er kallaður „kóari Íslands“. Við hjá motocross.is vorum pínu hræddir um að Einar myndi hætta í mótohjólasportinu og einbeita sér að fjórhjólafarartækjum en hann keppti einmitt á fjórhjóli á LEX-Games um daginn og endaði öllum að óvöru í öðru sæti. Eina leiðin til fá niðurstöðu í málið var að hringja í kappann.
Einar hvað er málið? Ertu hættur að hjóla og farinn á fullu í fjórhjóla og bílasportið?
Haha, nei alls ekki. Ég hætti aldrei að hjóla.
Russ Ehnes, framkvæmdastjóri National off-highway vehicle Conservation council (NOHVCC), er á leiðinni til íslands. Russ kemur til landsins 25. sept og verður hér fram til 30. sept. Tilgangurinn með komu Russ til Íslands er að funda með öllum þeim sem hafa með málefni okkar að gera og öllum þeim starfs- og vinnuhópum sem koma að skiplagsmálum slóða og vega. Einnig verður blásið til fundar með öðrum aðilum, eins og sveitarfélögum o.fl. Nánari upplýsingar um samtökin má finna á heimsíðunni þeirra, www.nohvcc.org .
Russ kemur til með að hjóla með Slóðavinum í Lakaferðinni og strax eftir helgina verður fundað með samgönguráðuneyti, umhverfisráðuneyti og tveimur vinnuhópum hjá Umhverfisstofnun. Jafnframt verður opinn fundur fyrir alla áhugasama sem vilja kynna sér hvernig unnið er að slóðamálum í USA. Nánar auglýst síðar.
Til að fjármagna heimsóknina hefur verið leitað eftir frjálsum fjárframlögum. Áætlað hefur verið að kostnaður við heimsóknina sé á bilinu 250-300þúsund krónur þegar allt verður tekið með í reikninginn (prentkostnaður, flugfar, fæði, bensín á mótorhjólið, gisting o.fl.). Búið er að hafa samband við mörg fyrirtæki og félagssamtök sem tengjast sportinu. Þegar þetta er skrifað eru komnar 65.000kr. í verkefnið (JHM-sport, AMG aukaraf og Slóðavinir). Þeir sem hafa áhuga á að leggja verkefninu lið er bent á reikning Slóðavina (kt. 710108-1290 , 1130-26-710).
Við þökkum þeim sem mættu til að vinna við slóðakerfið í gærkvöldi. Þó að það væru ekki margir sem mættu þá voru þeir 10-12 manns hörkudugleg-ir og skiluðu frábærri vinnu. Það var hreinsað mikið af steinum, stikum og borðadrasli vítt og breytt um svæðið.
Það lá samt við að það þyrfti að hringja á vælubílinn fyrir mig í upphafi þar sem kl 18:15 voru einungis 2 komnir á svæði til að vinna. En úr því rættist, ég átti samt von á mun fleyrum á vinnukvöldið þar sem margir vilja hafa slóðakerfið okkar í góðu ástandi. En svona er það nú bara.
Einhverjum slóðum var lokað í gærkvöldi og það þýðir að þeir slóðar eru LOKAÐIR, virðið það.