Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Kári enduromeistari 2009

Nú þegar þetta er skrifað er byrjað að flagga út í meistaradeild 6. umferðar íslandsmótsins í enduro. Kári Jónsson sigraði 5.umferðina sem var fyrr í dag og tryggði sér meistaratitilinn. í 6.umferðinni var Kári fyrstur þegar keðjan slitnaði hjá honum. Eftri að viðgerð á keðjunni hefur Kári verið að vinna sig upp um sæti en þegar þetta er skrifað er ekki ljóst í hvaða sæti hann endar .

Baldursdeildin verður ræst í 6.umferðina innan skamms. Ekki hefur tekist að fá staðfest hvernig niðurstaða var í fyrri umferðinni.

5.og 6.umferð íslandsmótsins í enduro

Á morgun verður 5.og 6. umferð íslandsmótsins í enduro haldin á Akureyri. Veðurspáin fyrir norðurland er frábær og má búast við flottu móti hjá norðanmönnum. Þess má geta að brautin á Akureyri er ein sú áhorfendavænsta á landinu og óhætt að hvetja fólk til að mæta til að horfa á.

Fyrir mótið er Kári Jónsson á TM Racing í fyrsta sæti og hefur hann 100 stiga forskot á næsta mann  ,Einar Sigurðarson á KTM. Björgvin Sveinn er í 3. sæti og Valdimar Þórðarson í 4. Búast má við hörku keppni um efstu sætin.

Í Baldursdeildinni er staðan þannig að Hákon Andrason er í efsta sæti, Hafþór Ágústsson í 2. og Ragnar Ingi í því 3. en hann verður ekki með á morgun sökum meiðsla. margið efnilegir ökumenn eru í Baldursdeildinni og má þar nefna Þorra Jónsson en hann hefur átt mjög góða spretti í sumar og er til alls líklegur. 

85cc flokkurinn verður fámennur á morgun en aðeins 2 keppendur þeir Ingvi Björn Birgisson og Guðbjartur Magnússon munu mæta til leiks en sá 3. sem skráður var Haraldur Örn varð fyrir óhappi síðastliðinn mánudag og getur ekki verið með. Þeir Guðbjartur ,Haraldur Örn og Ingvi eru í efstu sætunum fyrir keppnina .Þessir 3 strákar eru í hópi öflugustu ökumanna landsins í sínum aldursflokki og hafa verið í topp bráttunni í enduro og motocross í sumar. Gaman verður að fylgjast með þessum  drengjum á næstu árum.

Bolaöldusvæðið.

Garðar var að láta vita að brautirnar eru í frábæru ástandi. Hann var að klára barnbrautina og er búinn að græja stóru brautina líka. Ekki spillir fyrir að það er búið að rigna vel þannig að þær eru allt að því 100% eða jafnvel betri. Hvetjum alla til að nýta þessa frábæru daga sem eru framundan. Það styttist alltaf dagurinn! Munið eftir að kaupa miða!

Garðar hefur einnig veri að vinna í slóðakerfinu. Búið er að laga Jósefsdalinn og er hann orðin allt að því í hraðbrautargæðum. Nú ætti að vera hægt að blasta þar allt í rot, þó skil ég ekki hvað er svona gaman við það ( nott). Að venju er gott að fara varlega fyrsta hringinn til að átta sig á aðstæðum.

SLÓÐAKERFISVINNUDAGUR:

Næstkomandi miðvikudag verður hinn mjög svo eftirsótti Slóðavinnudagur/ kvöld. Nú kemur í ljós hverjir hafa virkilegann áhuga á að halda slóðunum okkar í viðunandi /nothæfu ástandi. Það hafa fallið þó nokkur orð um gæði slóðanna okkar og hafa notendur að sjálfsögðu forgang í að fá að vinna við þá. Við byrjum vinnuna kl 18:00. Fyrir þá sem geta komið fyrr þá mun Garðar beina vinnuþyrstum á réttar leiðir. Að sjálfsögðu gerum við ráð fyrir fjölda manns og höfum við skipulagt vinnusvæðin í þaula þannig að allir fái verkefni.

Látum ekki stóru orðinn falla undir steinana sem þarf að tína úr slóðunum.

Sjáumst hress og kát.

Stjórnin.

Aðeins 50 þátttakendur á Akureyri

Aðeins 50 þátttakendur eru skráðir í lokaumferðir Íslandsmótsins í Enduro sem fram fara á Akureyri á laugardaginn. Engu að síður er búist við miklu fjöri á keppninni. Akureyringar eru frægir fyrir að gera krefjandi brautir þannig að það má ekkert klikka hjá Kára Jónssyni ef hann ætlar sér að landa titlinum en hann er nú með góða forystu. Einnig verður athyglisvert að fylgjast með Viggó Erni Viggóssyni en hann mun taka fram stígvélin en hann er margfaldur meistari.

Við hvetjum því Akureyringa og nærsveitunga að skella sér á svæðið, jafnvel koma í stígvélum svo þeir geti hjálpað til í mýrinni.

Langasandskeppni verður 19.sept

GTT Langasandskeppnin 2009 verður haldin laugardaginn 19.9.2009 kl.10.30 og stendur frameftir degi.
Sömu flokkar verða keyrðir og í fyrra: 85cc, opinn kvennaflokku, B-flokkur, MX unglinga, MX2, MX1 og svo auðvitað hin sívinsæla prjónkeppni þar sem Konni Morgan fórnaði sér í titillinn í fyrra.
Við hvetjum alla til að skrá sig á MSÍSPORT.IS
Dagskrá:

  • Skoðun kl. 10.30 – 12.00
  • Prjónkeppni kl. 11.30 – 12.30
  • 85cc og kvenna kl. 12.30 – 13.00
  • MX1, MX2, Unglinga og B-flokkur kl. 13.15 –

Verðlaunaafhending að lokinni keppni.
3.500kr inn allir sem keppa í keppninni fá frítt í prjónið annars 1.000kr Lesa áfram Langasandskeppni verður 19.sept

Enduro Akureyri – plakat