Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Skráning í enduroið lýkur í dag

Við viljum endilega minna fólk á að skráningu í 5. og 6. umferð Íslandsmótsins í enduro lýkur á miðnætti í kvöld á vef MSÍ. Nú er um að gera að nýta þetta síðasta tækifæri fyrir jól að spretta aðeins úr spori… jafnt byrjendur sem lengra komnir.

Helstu réttir í Landnámi Ingólfs

Endúró- og slóðaökumenn eru beðnir um að fara varlega á hálendinu næstu vikurnar þar sem fé ver sótt af fjalli um þessar mundir. Sérstaklega athugið þessar dagsetningar þegar réttir eru:

  • Laugardag 19. sept. kl. 14:00 Þórkötlustaðarétt í Grindavík
  • Laugardag 19. sept. upp úr hádegi Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit
  • Laugardag 19. sept. upp úr hádegi Húsmúlarétt við Kolviðarhól
  • Sunnudag 20. sept. kl. 9:00 Selvogsrétt í Selvogi, Árn.
  • Sunnudag 20. sept. kl. 10:00 Fossvallarétt við Lækjarbotna
  • Sunnudag 20. sept. um hádegi Hraðastaðarétt í Mosfellsdal
  • Sunnudag 20. sept. um kl. 16:00 Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós
  • Mánudag 21. sept. kl. 9:00 Selflatarrétt í Grafningi
  • Mánudag 21. sept. kl. 14:00 Ölfusréttir í Ölfusi

Lesa áfram Helstu réttir í Landnámi Ingólfs

Skoðun á keppnisdegi – hvað þarf að vera klárt!

Eins og reglur gera ráð fyrir, þá þarf að skoða öll keppnistæki og búnað á keppnisdegi.
Hjá MSÍ og/eða FIM liggja fyrir skýrar reglur um það hvernig hjól eiga að vera útbúin og hvernig keppendur skulu mæta til leiks.   Hér fyrir neðan er smá samantekt á því sem keppendur verða að hafa klárt þegar mætt er til skoðunar.

Þeir sem ekki eru orðnir fullra 18 ára verða að skila inn þátttökutilkynningu með undirritun forráðamans.  Hafið hana tilbúna þegar komið er með hjól í skoðun.  Þátttökutilkynningu má finna og prenta út á www.msisport.is (sjá ‘Reglur’).

Kynntu þér þessi atriði vel svo ekki komi til einhvers konar vandræða á keppnisdegi – nóg er nú stressið samt 😉

Lesa áfram Skoðun á keppnisdegi – hvað þarf að vera klárt!

TM árgerð 2010 kynnt

TM 450 MX
TM 450 MX

Myndir af 2010 árgerðinni af TM Racing hjólunum voru að berast vefnum. Hjólið kemur með nýja bremsudiska, fótstig, grafík, HGS pústkerfi á MX hjólunum og svo auðvitað með álstelli sem hefur verið á hjólunum frá 2008. Verðið frá verksmiðjunni hefur lækkað frá því í fyrra og ætti því hjólið að vera samkeppnishæft hér á landi en þau verða fáanleg í næsta mánuði.

Lesa áfram TM árgerð 2010 kynnt

Skoðun á bifhjólum

Reglum um skoðun bifhjóla hefur breytt en skv. nýju reglugerðinni eiga bifhjól að vera skoðuð fyrir 1.október í stað 1.ágúst, sama hver aftasti stafur skráningarnúmers er.
Sjá nánar á US.is

Nítró hættir með Husaberg

KTM Austurríki hefur ákveðið að sameina sölu Husaberg og KTM hér á landi í eitt umboð og mun KTM Ísland framvegis sjá um sölu á Husaberg hérlendis. Nítró mun að sjálfsögðu halda áfram sölu á slithlutum og aukahlutum fyrir Husaberg eins og öll önnur merki. Og þar að auki munum við halda áfram sérpöntunum og sölu á orginal Husaberg varahlutum til áramóta.
Tekið af Nitro.is