Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

5. & 6. umferð Enduro fer fram á Akureyri

kkalogo.pngMótanefnd KKA hefur óskað eftir að halda 5. & 6. umferð Íslandsmótsins í Enduro á akstursíþróttasvæði félagsins við Hlíðarfjall.

5. & 6. umferðin hefur verið laus til umsóknar frá því í vetur og fagnar stjórn MSÍ þeim krafti sem er í félagsmönnum KKA á bjóða sig fram til framkvæmdar þessarar keppni.

Stjórn MSÍ hefur samþykkt umsókn KKA og mun keppnin fara þar fram 5.september samkvæmt keppnisdagatali MSÍ.

98 dB

Í flestöllum þeim löndum sem við miðum okkur við hafa verið teknar upp reglur um leyfilegan hámarks hávaða frá mótorhjólum. Rökin fyrir því að setja reglur af þessu tagi eru í mínum huga aðallega tvíþætt.

· Að vernda heyrn keppenda, aðstoðarmanna, starfsmanna á keppnum og áhorfenda.

· Að draga úr hávaðamengun í umhverfinu sem er þyrnir í augum almennings í landinu.

Reglur um leyfilegan hámarkshávaða frá útblástursröri mótorhjála er að finna í motocross- og enduro-reglum MSÍ. Í reglum MSÍ segir Lesa áfram 98 dB

Keppnishaldari óskast

Stjórn MSÍ óskar eftir aðildarfélagi / keppnishaldara til að sjá um framkvæmd 5. & 6. umferðar Íslandsmótsins í Enduro. Keppnin skal fara fram laugardaginn 5. september. samkvæmt keppnisdagatali MSÍ. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst.

Stjórn MSÍ

Myndir frá MX Bolöldu um helgina

Ég tók nokkrar myndir í Bolöldu á laugardaginn. Áhugasamir geta skoðað myndirnar í vefalbúminu.

Kveðja Haraldur

Skýrsla frá keppnisstjóra miðnæturkeppninnar

Karl Gunnlaugsson var keppnisstjóri á Transatlantic Off-Road Challange um síðustu helgi og hefur sent vefnum bréf. En eins menn vita var keppnin stytt úr áður auglýstum 6 tímum og rekur Karl hér ástæðu þess.

Skýrsla keppnisstjóra „Mid-Night Off-Road Challenge“

Laugardaginn 20. júní fór fram 8. 6 tima Off-Road Challenge keppnin í Bolaöldu á akstursíþróttasvæði VÍK. Um 200 keppendur voru skráðir til leiks og hófst keppnin kl: 18:01 eins og til stóð.
Þetta árið voru
Lesa áfram Skýrsla frá keppnisstjóra miðnæturkeppninnar

Jútúba frá Kristjáni

Hér er myndasyrpa frá Miðnæturenduróinu í Bolaöldu þann 21.júní 2009.

[youtube width=“445″ height=“364″]http://www.youtube.com/watch?v=AXcuSGlOW0E[/youtube]