Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Blautri miðnæturkeppni lokið – verðlaunaafhending og grill í dag kl. 17!

Áttunda Transatlantic Off-road keppnin var haldin í gær í Bolaöldu og er óhætt að segja að veðrið hafi leikið aðalhlutverkið í þetta sinn. Tæplega 200 manns voru skráðir til þátttöku í ár og búið var að leggja mjög skemmtilega braut um svæðið. Eftirvæntingin var því talsverð enda lá brautin í fyrsta sinn upp í Jósepsdal í sandi og grasi. Veðurspáin gekk ekki alveg eftir og stíf suðaustanátt og þétt rigning sem ágerðist eftir því sem leið á kvöldið bleytti vel í brautinni og keppendum. Þegar leið á var brautin orðin mjög erfið og drulla og lítið skyggni farið að setja mark sitt á keppendur og starfsmenn. Ákvörðun var því tekin að stoppa keppnina fyrr eða um kl. 11 og verður verðlaunaafhending og hamborgaragrill a l Katoom haldið kl. 17 í dag sunnudag í Bolaöldu.

Úrslit birtast á vefnum fljótlega. VÍK óskar öllum sigurvegurum keppninnar til hamingju með árangurinn og einnig öllum keppendum sem tóku þátt og sigruðust á veðrinu og sjálfum sér. VÍK þakkar öllum keppendum fyrir góða keppni og öllum  þeim fjölmörgu starfsmönnum sem gerðu keppnina mögulega – takk fyrir daginn og skemmtunina.

Úrslitin eru svo hér:

Heildarúrslit

Millitímar

Hringir

Flokkar

Bestu millitímar

VÍK 6 tímar Midnight Off-Road Challenge 2009

Smelltu hér til að sjá keppendalista og fleira
Smelltu hér til að sjá keppendalista og fleira

Skráningarfrestur í 6 tíma keppnina sem fer fram á akstursíþróttasvæði VÍK við Bolaöldu laugardaginn 20. júní hefur verið framlengdur til 22:00 á föstudagskvöldið.
Veðurspáinn er góð fyrir laugardaginn, 10-12 stiga hiti og skýjað, lítur út fyrir hið fullkomna Enduro veður.
Nú er engin afsökun, skrá sig með félögunum 1, 2 eða 3 í liði og mæta í þessa frábæru keppni. Unnið er hörðum höndum við brautarlagningu og hafa þeir Guggi, Beggi og Elli Pípari verið á fullu síðustu daga við að fullkomna ca. 16 km. hring. Í dag 17. júní er verið að grjóthreinsa slóðana með hjólaskóflu en hringurinn er öllum fær og verður nú í fyrsta skipti keppt að hluta til inní Jósepsdal.
Enduro og MX brautir í Bolaöldu verða lokaðar frá miðnætti 17. júní og fram að keppni og eru félagsmenn og aðrir beðnir að virða þessa lokun.

Dagskrá laugardagsins 20. júní er eftirfarandi:
Lesa áfram VÍK 6 tímar Midnight Off-Road Challenge 2009

Allir enduroslóðar í Bolaöldu lokaðir fram yfir keppni

VÍK óskar öllum Íslendingum til hamingju með daginn í dag en vill koma því á framfæri að allir enduroslóðar eru lokaðir vegna brautarlagningu fyrir Midninght Off-Road keppninnar, sem fer fram á laugardag.  Verða slóðarnir lokaðir fram yfir keppni.  Jafnframt á að verða vinnudagur á morgun upp í Bolaöldu eftir kl.18 og er öll aðstoð vel þegin.

Kári vann aftur – óvænt annað sætið

Kári Jónsson sigraði með nokkrum yfirburðum í 3. og 4. umferð Íslandsmótsins í Enduro sem haldin var í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag. Öllu óvæntara var að Björgvin Sveinn Stefánsson varð í öðru sæti en hann hefur ekki náð hærra en 4.sæti hingað til. Einar S. Sigurðarson varð þriðji. Núverandi Íslandsmeistari, Valdimar Þórðarson kláraði ekki fyrri umferðina en varð annar í þeirri seinni.

Meistaradeild:

  1. Kári Jónsson 200 stig (samtals 400 stig til Íslandsmeistara)
  2. Björgvin Sveinn Stefánsson 152 st (286 stig)
  3. Einar Sverrir Sigurðarson 150 st (300 stig)
  4. Gunnlaugur Rafn Björnsson 127 st (241 stig)
  5. Jónas Stefánsson 114 st (203 stig)

Lesa áfram Kári vann aftur – óvænt annað sætið

Keppendur í Midnight Off-Road

OffRoad Challenge logoÞá er kominn listi yfir keppendur á Miðnæturkeppninni sem fer fram í Bolaöldu þann 20.júní n.k.

60 lið eru skráð til keppni þegar þetta er ritað en skráningin er opin fram á miðvikudag. Í fyrra var mikil aukning í skráningu á síðustu dögunum svo eflaust verður það svipað í ár.

Ef þið hafið einhverjar athugasemdir við skráninguna, hafið samband við Bigga í birgir@prent.is

Lesa áfram Keppendur í Midnight Off-Road

KTM segir skilið við Dakar Rally

marc-coma-300x200Aðstandendur Dakar Rally keppninnar hafa óvænt tilkynnt um reglubreytingar þess efnis að rúmtak véla í tvíhjólaflokknum megi ekki vera meira en 450cc, í kjölfarið tilkynnti KTM að þeir munu með öllu hætta þáttöku í keppninni.
Aðeins 6 mánuðir eru þar til keppnin hefst í Suður-Ameríku og gagngrínir KTM að aðlögunartími þessara breytinga sé sami og enginn, og hafi því veruleg fjárhagsleg áhrif, því gengið hefur verið frá öllum samningum og skipulagi sem hafi miðast við 690cc Rally hjól. KTM hyggst jafnvel koma á fót eigin keppni í Afríku þar sem Paris-Dakar keppnin var haldin allt til ársins 2007, en þá keppnin var færð vegna ítrekaðra hryðjuverkahótana. Ljóst er að annar bragur mun verða á næstu Dakar keppni þ.s. KTM hefur verið yfirráðandi í tvíhjólaflokknum undanfarin ár.